Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 23
31 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978. Golda Meir kvödd Golda Meir fyrrum forsætisráðherra ísraels, sem lézt hinn 9. þessa mánaðar, var jarðsett á þriðjudaginn var. Sorg ríkti í ísrael við fráfall hennar og margir stjórnmálaleiðtogar heimsins minntust hennar með virðingu. Þar á meðal Anwar Sadat forseti Egyptalands, sem sagði hana hafa verið heiðarlegan and- stæðing. * Þetta er ein siðasta myndin, sem tekin var af Goldu Meir, þá orðinni rúmlega 79 ára. Andlitið rúnum rist, en augun þau sömu — geislandi af lifi. Þegar Anwar Sadat, forseti Egyptalands, kom til ísrael i lok siðasta árs hitti hann Goldu Meir. Vel fór á með þeim, þó áður hafi þau verið foringjar stríðandi þjóða i Yom Kippur striðinu, sem hófst i október árið 1974. Leikrit byggt á lífi Goldu Meir var samið og sýnt á Broadway i New York i fyrra. Leikkonan Anne Bancroft lék hlutvcrk Goldu og þótti takast mjög vel. Þeim varð að sögn mjög vel til vina og sú gamla var ánægð með túlkun leikkonunnar. Töskuúrvalió hámarki okkur í Pennanum þessa dagana • Skjalatöskur, • skólatöskur og • feröatöskur í mörgum stærðum og gerðum. Ótrúlega hagstætt verð. Hafnarstræti 18 Laugavegi 84 Hallarmúla 2.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.