Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978.
43
Guðmundur L. Friðfinnsson:
B L Ó Ð, •káldsaga.
Kóputoikning: Sigurt>6r Jakobsson.
Útgefandi: Abnenna bökafólagið, Rvfk, 1978.
163 bb.
Skagfirski bóndinn, Guðmundur L.
Friðfinnsson á Egilsá, hefur skrifað
skáldsögu um refafjölskylduna, ævin-
týri finnst mér réttara að kalla það,
þar sem dýrin tala saman á manna-
máli og ræða vandamál sem ekki til-
heyra beint dýrarikinu, svo sem eitur-
lyfjaneyslu unga fólksins o.fl. Annað
er sameiginlegt dýrum og mönnum:
öfund, ótti, þörf fyrir blíðu og samvist-
ir við aðra.
1 fyrri hluta sögunnar er fjallað um
refahjón á fjöllum með sex yrðlinga.
Þar rikir lögmálið „að ekkert á að láta
í friði sem hægt er að éta — alls ekki
nokkurn skapaðan hlut. Það er lög-
mál, boðorð númer eitt.” (51) sem refa-
pabbi reynir að innræta börnum
sínum. Og næsta lögmál, sem er”...
að ráðast aldrei á þann sem er sterkari
eða ykkur færari á einhvern hátt.
Aðeins sá veikari á að deyja.” (51) —
lýtur að þvi að læra að varast óvininn,
en sá allra versti og hættulegasti er
refaskyttan.
RannveigG.
Ágústsdóttir
Truflar
veiðikúnstir
Einn yrðlingurinn í hópnum, Litla-
Lágfóta, getur ekki samið sig að þess-
um boðum. Hún truflar veiðikúnstir
bróður síns svo að maríuerlan sleppur
— af því henni þótti hún svo falleg.
Atvikið verður til þess að litlu yrðling-
arnir, sem eru í sannleika hreinir refir,
Bók
menntir
telja föður sínum trú um að Litla-Lág-
fóta sé viðrini, sennilega afkvæmi
kattar og tófu. Við |jau orð lítur karl
illilega til konu sinnar, þau fara að ríf-
ast og á meðan flæma yrðlingarnir
systur sina á brott.
Síðari hluti segir svo frá Litlu-Lág-
fótu þar sem hún er orðin ein og yfir-
gefin, langsoltin og einmana. Hún
getur ekki drepið silunginn, ekki fugl-
inn, ekki músina. Loks hittir hún
hryssu — en hún er of stór til að éta.
Hins vegar á hryssan von á folaldi og
þrátt fyrir að með þeim takist góð vin-
átta, getur Litla-Lágfóta ekki látið
vera að hugsa um heitt blóð þessa
ófædda folalds. Á meðan á biðinni
stendur nærist hún á hræi og dundar
við að skoða lif stóðhrossanna, tengist
enn nánari vináttuböndum við hryss-
una þegar hún bjargar folaldi hennar
frá bráðum bana — sefur jafnvel hjá
folaldinu, kúrir þar í hlýjunni.
Útskúfun
En æ — þegar loks hungrið og eðlis-
hvatirnar þrengja henni til að láta til
skarar skriða er hryssan óðar komin á
vettvang og nú er Litlu-Lágfótu út-
skúfað enn á ný og komið langt fram á
haust. Hennar bíður dauðdagi á fjöll-
um.
Sagan i heild er of löng og hefði
mátt stytta að mun samtöl persón-
anna, þvi þeim er gjarnt að endurtaka
sig. Þá finnst mér ekki eðlilegt það
slangur sem yrðlingum er lagt í munn,
það gerir framsetninguna tilgerðarlega
meðal annars vegna ofnotkunar.
Auglýsing aftan á kápu er villandi:
„BLÓÐ — Þetta nýja verk skáldbónd-
ans á Egilsá er bæði áhrifamikið og ný-
stárlegt í íslenzkum sagnaskáldskap.
Sagan er jafnt fyrir aldna sem unga,
full af húmor en undir niðri er alvar-
legur tónn.”
Enda þótt tekið sé fram með réttu
að sagan sé full af húmor (sem ég kann
kannski ekki að meta til fulls, svo sem
DYR OG MENN
þetta samtal milli yrðlinganna: „Hvað
ertu svo sem að pípa? Hver heldurðu
að vilji svona prumphænsni?” Vambi
gaf Rófulang allt annað en bróðurlegt
auga. „Víst skal hún vilja og trallala.
Sæt er svísan og trallala,” hélt Rófu
langur áfram..Ferlegt er fjörið og
tr...” „Það er ég sem ætla að trúlofa
mig og éta lifur og hjarta og þefa af
kafloðnu skotti. Skutlan er beinlinis óð
i mig og hafðu það.” (43), — mætti
ætla af kápuáritun að hér væri um að
ræða alvarlegt, dramatískt verk þar
sem örlög byltast og blóðið rennur.
Átakanleg saga
Hitt er svo að nokkru rétt að dýra-
ævintýri hafa ekki verið fyrirferðar-
mikil í íslenskum skáldskap (e.t.v.
vegna náins sambýlis bændaþjóðar við
dýr). En því þá ekki að auglýsa skáld-
verkið undir réttum fána? Útgáfufor-
lag, svo fínt sem AB, má vara sig á
svona villandi merkingum. Lesandi
hættirað trúaþeim.
En þrátt fyrir galla, sem mér finnst
vera á verkinu, verður sagan á köflum
bæði trúverðug og átakanleg. Það er
satt hjá AB að „undir niðri er alvar-
legur tónn” og hefði hann átt að fá að
njóta sín betur í verkinu, því þann tón
hygg ég skáldinu eiginlegan. Hitt er
uppgerð. í gegnum glensið skynjum
við djúpa samúð með þessu útigangs-
dýri sem rétldræpt er hvar sem til þess
næst — enda þótt það muni vera elsti
innflytjandi landsins eins og framkem-
ur í bókinni. I þessu sambandi vil ég
benda á þriðja og fjórða kafla en þar er
sagt frá umsátri tófubana um greni.
Frásagan er lögð í munn refamömmu
og verður eðlileg og áhrifamikil meðal
annars af þvi að hún er laus við mis-
skiliðgötumál.
Næmar
náttúrulýsingar
Frásögnin af Litlu-Lágfótu, þegar
hún er orðin ein og kannar háfjöilin,
ber vott um næmt auga fyrir náttúru:
„Hregg síðsumarsins hafa gengið ber-
fætt um heiðina en þó stigið þungt til
jarðar ..” (147). Dýrunum er lýst af
samúð og nokkru glensi: „Stóðið rásar
... Fimi og léttleiki langdegisins er að
nokkru horfinn úr fasi þeirra og þung-
lamaleg rassaköst komin i staðinn.
Mataröflun er stunduð af sömu kost-
gæfni og fyrr og mörfullur kviður er
kominn i staðinn fyrir sál og ástir, sem
naumast eiga sér lengur pláss í öllu
þessu spiki." (147).
Einnig kemur fram að tófur eru í
eðli sínu félagsverur og það sem rekur
Litlu-Lágfótu til að gerast vinkona
hryssunnar er ekki aðeins leynd von
um blóðuga bráð heldur öllu fremur
þörfin fyrir félagsskap og vináttu.
Þetta er engin morðsaga — eins og
búast má við af titli og auglýsingum —
heldur dýrasaga, sögð af manni sem
ann dýrum — jafnvel þeim sem leggj-
ast á ævistarf hans.
Rannveig G. Ágústsdóttir.
FJOLVA
UTGÁFA
b‘
svarta Ijóðabókin
rp • •
I vo
upprennandi
ljóðskáld
Nýi tíminn
í Ijóðabókum
Fagurlega hannaðar
og myndskreyttar
Athugið að þúsundir
Ijóðelskra kvenna
og karla meta Ijóðabók
mest allra gjafa Fjöivi,
m er það skeifunni 8,
svart, maður sfmi 3.52.56
4UQySlNG*Sm«NHfj|
Staður hagstæðm
stóríiuikaupa
Kjöt, mjólk, brauð, pakkavörur
og niðursuðuvörur. Pappírsvörur,
kerti-leikföng og gjafavörur.
.STEKKJARBAKKI