Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978. Einangrun gegn nita, eldi, kulda og hljóði, auðveltíuppsetningu. Algengustu stærðir ávallt fyrirliggjandi. Lækjargötu 34,Hafnarfirði sími 50975 Spamaðura komandiarum Dömur athugiö! Geriö í tíma. Sloppamir frá Ceres, sem sýndir voru á ísl. kaupstefnunni, eru , einnig barna- náttfötin. Einlitu velour- slopparnir og fóðurpilsin nýkomin. Túlípaninn Ingólfsstræti 6. Þegar bjóöa skal til veizlu er gott aö hafa stóla og borö viö okkarhœfl PÓSTSEND UM TómsTurmúsiÐ hf Lougouegi 1S3-Reui:iauit: 8= 31901 BARNASTÓLAR OG BORÐ Ellefu íslending- ar sýna í Málmey Málmey er ekki skemmtilegasta borg i Sviariki þegar best lætur og það var nöturlegt að ganga þar um götur um siðustu helgi er napur vindur af hafi nísti holdið og snjónum kyngdi niður. En borgin hefur þó eitt sér til ágætis og það er Malmö Konsthall sem er merkisstofnun og hefur staðið fyrir mörgum meiri háttar listviðburðum á siðari árum. Hlutverk stofnunarinnar Magnús Tómasson á kjaftastóli innan um verk sln. Ellefu einkasýningar Kom hann hingað til lands snemma á árinu 1977 og eftir nokkra dvöl bauð hann ellefu listamönnum til leiks, en allir höfðu þeir verið tengdir SÚM meðan það var og hét, en aftur á móti lögðu bæði sýnendur og stjórnandi áherslu á það við undirritaðan að þetta væri ekki SÚM sýning, heldur samsafn ellefu einkasýninga. Rómuðu sýnendur einnig allan aðbúnað á staðnum og hjálpsemi safnfólksins. Þátttakendur eru þeir Jón Gunnar Árnason, Hörður Ágústsson, Jóhann Eyfells, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmundsson, Sigurður Guðmunds- son, Ólafur Lárusson, Tryggvi Ólafsson, Magnús Pálsson, (Þórður) Ben Sveinsson og Magnús Tómasson, en Sigurður var nokkurs konar fulltrúi þeirra á staðnum. Og það er skemmst frá því að segja aö þetta er ágæt sýning og á vonandi eftir að breyta hugmyndum Svia um „islandsk konst”. Er þungt á metunum að margir listamannanna sýna þarna sín bestu verk til þessa, að mati undirrit- aðs, bæði spánný og eldri. Til dæmis man ég ekki eftir betra framlagi frá hendi Ólafs Lárussonar og Tryggva Ólafssonar og hinir setja markið hátt. Speglar og sól Jón Gunnar Árnason sýndi þarna nokkur „sólverk” sin sem eru opin verk úr áli og krómhúðuðu stáli og gerð af hugarfari sem er einhvers staðar milli vísindalegrarannsókna og mýtólógíu. Speglar eru þungamiðja þessara verka og er þeim ætlað að „lýsa upp sólina” — þ.e. spegillinn endurkastar sólarljósi aftur til baka og við það verður sólin ljósmeiri og sendir sterkari geisla til jarðar. Ég veit ekki hversu góð eðlisfræði þetta er, en út úr þessu koma áleitin myndverk. Hörður Ágústsson á þarna mörg verk, bæði „tape” verk og gamlar teikningar sem gætu verið hvorutveggja, ávöxtur harðlinustefnunnar I geómetríu og hins síðari „mínimalisma”, enda margt skylt með þessum tveimur til- hneigingum. Líkast til hefur Högestatt haft hið síðara i huga er hann valdi Hörð til þátttöku. Það var gaman að sjá Jóhann Eyfells á þessum vettvangi, þar sem hann hefur ekki sýnt verk sín á íslandi eða með íslendingum í lengri tíma, en hann tjáði mér að hann ætlaði að sýna heima eftir ca 2 ár, ef allt gengi að óskum, ásamt með konu sinni. Uppblásnir skúlptúrar Jóhann sýndi tvo uppblásna skúlp- túra sína og nokkrar Ijósmyndir af öðrum verkum. Var annar skúlptúr- inn hengdur upp inni, en hinn síðari er einmitt að gera slikt, en ekki að safna myndverkum til að eiga og er Malmö Konsthall því að mörgu leyti lik hinum þýsku „Kunsthallen” og „Kunstvereine”. Það er einnig lær- dómsríkt að skoða þessa stofnun og bera hana saman við hugmyndir íslendinga um listasöfn. Einfalt og hagkvæmt í Malmö Konsthall ráða rikjum ein- faldleikinn og hagkvæmnin. Sýningar- pláss er rúmlega 3000 fermetrar og má skipta því niður á mjög skömmum tima með hvitum plötum sem smellt er I loft og gólf, veggir eru úr einhvers Jóhann Eyfells innan 1 uppblásnu verki sinu. stóð úti fyrir og voru börn þegar farin að leika sér að honum eins og Jóhann reyndar ætlaðist til. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með framlag Hreins Friðfinnssonar, sem var i raun endurtekning á „rólu-regnboga”verki hans i Suðurgötunni forðum, með örlitlum breytingum þó. Auk þess spillti slæm lýsing nokkuð fyrir verki hans. Kristján Guðmundsson sýndi bækur og teikningar sem áður hafa flest verið til sýnis og var þarna um að ræða tímamælingar hans. Verk Krist- jáns nutu sin vel þarna i fallegum bás. Ljósmyndir Sigurðar Guðmundssonar voru einnig kunnuglegar, utan ein spánný i litum, sem bendir til ein- hverra breytinga i myndlist Sigurðar — bráðskemmtilega hugsuð sjálfs- mynd. Verk Ólafs Lárussonar mynd- konar masónitblöndu og gólfið er úr ólökkuðum viði. Lofti er skipt i mikinn fjölda eininga sem hleypa dagsljósi beint í gegn og innan i hverri einingu eru rafmagnsljós sem taka við þegar dagsljósið þrýtur. Engan íburð er þarna að finna, en öll verk njóta sin prýðilega og áhorfandinn sömuleiðis. Þessa helgi var verið að opna þrjár stórar sýningar — á expressjónistun- um þýsku og Munch, á verki eftir tvo Dani sem verið höfðu fulltrúar lands síns á síðasta Feneyjabiennal og svo var það rúsinan í pylsuendanum og til- efni þessarar Málmeyjarferðar: sýning á ellefu islenskum listamönnum. Hug- myndina að henni átti forstöðumaður safnsins, Eje Högestátt og vildi hann sýna nýja hlið á íslenskri list i stað þess að halda enn að áhorfendum viður- kenndri list og listamönnum frá Íslandi JJ Jl. JEA J-í JáJkA UkJÉkjt M iJ .t.É.M'.i t.J -J-l -J M Jl ■* * JL 4 i tii.«-im Ltn L L fr.fr, í jí iJUStvi'A ‘k • l *t*i kitíi 4-3 á A 4i 4 £ * 4 41.Ct 4L» -t.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.