Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978. 18 Kr. 38.400 Ennfremur furuhúsgögn í úrvali, verð frá kr. 70.400settið. e£\agerrfy Eyjagötu 7,Örfirisey Sími 13320 og 14093 blússur Glansblússur Hvítar blússur Mikið úrval Elízubúðin Skipholti 5. Sími 26250. Sigurður Lindal — íslands. ritstýrír Sögu Jðnas Krístjánsson, lendingasðgur. fjallar um ts- ódýri sjónvarpsstóllinn Á þriðjudag kölluðu Hið islenska bókmenntafélag og Sögufélagið blaða- menn á sinn fund til að kynna útkomu þriðja bindis af Sögu íslands, en eins og flestum er kunnugt hófst útgáfa þessa bókaflokks fyrir tilhlutan Þjóð- hátíðarnefndar árið 1974. Var Sigurður Líndal i forsvari fyrir fyrir- taekið en hann er ritstjóri bókaflokks- ins og hefur sjálfur skrifað mikið af efni þriðja bindis. Það er að mestu helgað stjórnmálasögunni frá 1262 til miðrar 14. aldar, en sá timi var mikið umbrotaskeið i stjórnmálum og afar viðburðaríkt og stóðu átök einkum um stjórnskipan og kirkjuskipan. 1 lok þessa skeiðs var svo komin á sú skipan á stjórn ríkis og kirkju sem síðan stóð um langan aldur og stendur að nokkru leyti enn. Stefánsson, en Sigurður Líndal hefur einnig komið þar við sögu og fært rit- gerðina í islenskan búning. Kirkja verður sjálfstæð Þar er nákvæmlega lýst þeim miklu breytingum sem verða á kirkjunni á siðari hluta 13. aldar og í byrjun hinnar 14. Þegar tímabilið hefst var kirkjan hluti hins veraldlega þjóð- félags og að miklu leyti undir stjórn goðanna, en í lok þess var hún orðin sjálfstæð stofnun með forræði fyrir eignum sinum, eigin stjórnsýslu og dómskerfi undir yfirstjórn biskupa. Eins og annars staðar fylgdu þessari þróun mikil átök, sem ýtarlega eru skýrð. Fjórði kaflinn fjallar um „Sögu bókmenntanna" og er eftir Jónas Kristjánsson. Þar er sagt frá Heilagra- mannasögum, íslendingasögum og íslendingaþáttum og er langmestu rúmi varið til þess að gera grein fyrir tslendingasögunum, enda er talið að þær merkustu þeirra, þ.á m. Njála, Laxdæla o.fl., séu einmitt ritaðar á þessu tímabili. Ekki er fjallað um at- vinnuvegi landsmanna i þessu bindi, en aftur á móti er árferði lýst. Óþekktar myndir Sagði Sigurður Lindal að atvinnu- vegum yrði lýst i næsta bindi, en um það leyti sem þessu bindi sleppir yrði mikil breyting á atvinnuvegum lands- manna. Iðnaðarþjóðfélag gerðist fiski- veiðiþjóðfélag, og einnig benti hann á að aðrar mikilvægar breytingar yrðu á öðrum sviðum um svipað leyti, t.d. i listum. í „Sögu tslands” er mikill fjöldi mynda, þar af nokkrar i litum. Flestar Björn Þorsteinsson, sefir frá lögfest- ingu konungsvalds. þeirra hafa birst áður, en þó hefur rit- stjóri grafið upp áður óþekktar myndir málinu til skýringar. Sömuleiðis eru í bókinni nokkrar skýringarteikningar. Sigurður sagði að aðeins hefði verið hægt að prenta hluta af upplaginu fyrir jól og væri von á meiru í janúar. Upplög fyrri binda hafa verið ca 6— 7000 eintök og hefðu nú um 4000 ein- tök selst af hvoru bindi fyrir sig. Ætl- unin er að prenta viðhafnarútgáfu af þessu bindi eins og þeim fyrri og yrði hún tölusett og árituð. Að lokum sagði Sigurður Lindal að verð þessa bindis út úr búð yrði kr. 9600 en félagsmenn í hinu Islenska bókmenntafélagi fengju það með 20% afslætti. „Þetta er ódýrasta bókin á markaðinum i dag,” sagði Sverrir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Bókmenntafélagsins, „ef tekið er tillit til þess hve mikið er lagtí útgáfuna.” I - A.I. Kassettutoskur og hillur^^ k\<9 Fjórir meginþættir Ritinu er skipt í fjóra meginþætti og nefnist sá fyrsti „Stjórnskipunarhug- myndir og stjórnhættir til loka hámið- alda” eftir Sigurð Lindal og ber höfundur þar saman stjórnskipunar- hugmyndir í Evrópu fram til 1300 og svo áhrif þeirra á íslenskt þjóðfélag. Auk þess er gerð tilraun til að skýra nokkur grundvallarhugtök sem máli skipta, svo sem lénsskipulag, aðall, lögstéttir o.fl. Annar þáttur ritsins kallast „Lögfesting konungsvalds” og er hann eftir þá Björn Þorsteinsson og Sigurð Lindal. Eru þar aðallega rakin samskipti norska ríkisins og íslendinga á 13. öld, þ.ám. Gamli sáttmáli. endurskoðun löggjafar og deilur lands- manna við norska konungsvaldið. Þriðji þáttur nefnist „Frá goðakirkju til biskupskirkju” og er eftir Magnús CAMHKA International Ltd I bílinn og heima fyrir Margar geróir Tilvaldar jólagjafir á ótrúlega góóu verói. Fást á bensínstöóvum Shell og í fjölda verslana. Heildsölubtrgðir: Smávörudeild, Laugavegi 180, sími 81722. Olíufélagið Skeljungur hf Shell Amerísku stytturnar frá lee Borten nýkomnar •*«»» bllastoaði a.M.k. á kvoldin IIIOMLAMXIIH HAKNARSTRÆTI Slmi 12717 BARÁTTA RÍKIS OG KIRKJU — Þriðja bindi af Sögu íslands komið út

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.