Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 20
20 TísKusmm Óðal föstudagskvöld Klúbburinn sunnudagskvöld Frábærar nýjar vörur frá: • Green Green • Miou Miou • (satin klœðnaður) Daily Blue MATA HARIScrw,5lun meó ítalskan tískufatnaó Verslanahöllinni Laugavegi 26 Próf í endurskoðun Ábyrgðé öturn okkar skartgripum GULL & SILFUR H/F Laugavegi 35 - Reykjavfk Með vísan til laga nr. 67/1976 hefur fjármálaráðuneytið ákveðið, að höfðu samráði við prófnefnd löggiltra endurskoðenda, að síðustu bókleg próf, endurtekningar- próf, samkvæmt rgl. nr. 217/1953, verði haldin síðari hluta janúarmánaðar nk. Er hér um að ræða próf í lög- fræði, þjóðhagfræði, reikningshaldi og rekstrarhag- fræði. Þeir nemendur, sem rétt eiga á og hyggjast þreyta ofan- nefnd próf, sendi tilkynningu þar að lútandi til for- manns prófnefndar, Halldórs V. Sigurðssonar, Ríkis- endurskoðun, Laugavegi 105, Reykjavík, fyrir 1. janúar nk. Fjármáiaróðuneytið, 13. desember 1978. Laust embætti er f orseti íslands veitir Prófessorsembætti í almennri sagnfræöi við heimspekideild Háskóla tslands er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til I5.janúar 1979. Umsækjendur um prófessorsembættið skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuneytið, 13. daMmbar 1978. DEMANTAR - DEMANTAR Demantshringar, demantshhlsmen, demantseymalokk- ar, handsmlðaðir Islenzkir demantsskartgripir. Einnig ýmist demantsskart frá þekktum enskum og hollenzkum demantsskartgripaframleiðendum. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978. Inspector Clouseau enn á ferð HoW: The Pink Panther Strikos again. LoHcstjóri: Blake Edwards. Kvikmyndun: Emie Day. KBpping: Aian Jonos. Tónlist Honry Manchini og Don Black. Sýnignarstaöur Tónabió. Gerð (Englandi 1976. Aöolhlutverk: Petar Sellers Herbert Lom Colin Blakety Að öllu forfallalausu mun Peter Sellers I hlutverki Clouseau skemmta Reykvikingum um jólin í Tónabíói. Flestir eru kunnugir þessari persónu, enda hafa 3 myndir verið sýndar hér um Clouseau og sú fimmta á leiðinni. með þvi að hlæja að Clouseau. Einnig virðist þrákelkni Clouseau falla í góðan jarðveg en hann virðist gædd- ur þeim hæfileika aö gefast aldrei upp. r Kvik myndir Saga bleika pardussins Bleiki pardusinn er heiti á stærsta demanti veraldar. Heiti sitt dregur hann af bleikum pardus sem birtist þegar demanturinn er borinn upp að ljósi. Hefur efni myndanna snúizt meira eða minna um þennan demant. Fyrsta myndin, The Pink Panther, Clouseau og við Síðast þegar við skildum við Clous- eau var yfirmaður hans, C.I. Dreyfus, kominn á geðveikrahæli. Clouseau er nú búinn að taka við embætti hans og hefur því hækkað í tign. Dreyfus hefur tekið miklum framförum á geðveikra- hælinu og á nú að útskrifast. Þegar Dreyfus er laus ákveður hann að ryðja Clouseau úr vegi og fá aftur gömlu stöðuna sína. Hann hefur undir hönd- um nýtt vopn, laser geisla, sem hann ætlar að nota til að þvinga heiminn til að losa sig við Clouseau og fá stöðu hans. Clouseau veit af þessu og reynir því af fremsta megni að hafa upp á Dreyfusi svo hann geti ekki fram- kvæmt fyrirætlanir sínar. Það sem gerir Clouseau svo vinsæl- an er að hann leiðir áhorfendum fyrir sjónir þeirra eigin hrakfarir. Hann framkvæmir ýmsa hluti sem við ger- um sjálf en ýkir þá svo stórkostlega að áhorfendur geta hlegið að sjálfum sér Baldur H jaltason búið var að leggja drögin að I The Pink Panther. Tókst þetta tiltæki mjög vel og Clouseau styrkti sess sinn í hugum áhorfenda. Sherlock Holmes var gerð fyrir 16 árum eða 1962. Það var eiginlega fyrir tilviljun að Peter Sellers skyldi fá þetta hlutverk, því Peter Ustinov hafði verið ráðinn en forfallaðist á síðustu stundu. Leikstjór- inn Blake Edwards og Peter Sellers löguðu til handritið og fullgerðu siðan persónuna Clouseau. Aðdragandinn að næstu mynd, A Shot in the Dark, var sérstæður. Upp- haflega var myndin byggð á frönsku leikriti og hafði Peter Sellers verið ráð- inn í aðalhlutverk. Hann var mjög óánægður með handritið og kallaði því Edward Blake sér til aðstoðar. Honum leizt jafnilla á handritiö og vildi ekkert koma nálægt myndinni. United Artists sem framleiddu myndina voru búnir að leggja i töluverðan undirbún- ingskostnað og lögðu því hart að Blake að leikstýra myndinni. Hann lét að lokum til leiðast gegn þvi að hann mætti endursemja handritið. Þegar hann var að hefja verkið datt honum i hug að nota persónuna Clouseau, sem og Clouseau Skömmu síðar kom Sir Lew Grade að máli við Blake Edwards og vildi láta hann gera sjónvarpsþætti um Clouseau. Blake hafði lengi velt þeirri hugmynd fyrir sér að gera fleiri mynd- ir um bleika pardusinn en alls ekki fyr- ir sjónvarp. Útkoman varð svo The Return of the Pink Panther, sem yfir- leitt hefur verið talin lélegasta myndin i flokknum. Samt sem áður gekk hún vel og grundvöllurinn var lagður að The Pink Panther Strikes Again sem sýnd verður nú um jólin. Þessi mynd fjallar eingöngu um uppgjör milli Clouseau og Dreyfusar og hefur verið líkt við átökin milli Sherlock Holmes og Moriarty. En Clouseau aðdáendur þurfa ekki að ör- vænta i bili um að hann hverfi af sjón- arsviðinu því nú gengur erlendis nýj- asta myndin, The Revenge of the Pink Panther. Téiknimyndahetja Út frá myndinni af bleika pardusn- um sem sést i demantnum hefur þró- azt sjálfstæð teiknimyndafigúra. Hún hefur verið notuð í upphafs- og loka- atriðum myndanna og svo er hún orðin sjálfstæður aðili í teiknimynd- um, sem njóta mikilla vinsælda um all- an heim. Þróun og hönnun bleika pardussins er ekki lengur í höndum Blake Ed- wards heldur hefur Richard Williams tekið þetta að sér ásamt Ken Harris, einum af brautryðjendum teikni- myndagerðar í Bandaríkjunum. Verslið þar sem varan er góð og verðið hagstætt Gjöriö jólalegt meö Stjörnumálningu. Verzliö í heildsölu — Fáið magnafslátt. Málningarverksmiðja Höfðatúni 4 - Sími 23480 Öll okkar málning á verksmiðjuverði

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.