Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÓSTUDAOUR 15. DF.SF.MRRR 1978 Ekki 14 milljóna gróði heldur millj. króna tap „Okkur finnst undarlegt aö veriö sé að gefa fólki peninga — fólki sem ekki hefur unnið fyrir Listahátið,” sagði Erik Sönderholm, forstjóri Norræna hússins, í samtali viö fréttamann DB í gærkvöld. Erik hefur sent frá sér athugasemd vegna ummæla Hrafns Gunnlaugs- sonar, framkvæmdastjóra Listahátíð- ar, að hátíðin í ár hafi skilað 14 milljón króna hagnaði. „Þetta er misminni,” segir Erik Sönderholm í athugasemd sinni. „Þar munar 7.003.340,- krónum.” Hann vikur einnig að þeirri fullyrðingu Hrafns að næsta Listahátíðarnefnd fái 20 milljónir til aðspila úr i byrjun: „Þarna er að visu sá Ijóður á, að framkvæmdastjórinn verður að fara að eins og Nelson forðum, og setja sjónpípuna fyrir blinda augað til aö fá fram þessa útkomu. Með þessu tekst honum að sjást yfir reikninga Norræna hússins, sem hann hefur þó fengið, en af þeim sést að Norræna húsið hefur þurft að bera stóran halla vegna aðildar sinnar að Listahátíð, halla sem nemur 8 milljónum króna.” Forstjóri Norræna hússins segir i at- hugasemdinni, að vegna þessa halla hafi Norræna húsið neyðzt til að hætta aðild sinni að Listahátíð. Hann segir og að raunveruleg útkoma Lista- hátiðar hafi verið tæplega ellefu hundruð þúsund króna halli. „Norræna húsið mun ekki krefjast neins hluta i ágóða Listahátíðar,” segir Erik, en því verður ekki leynt i þessu sambandi að okkur finnst vægast sagt undarlegt, að ekki sé sagt óviðeigandi, að fráfarandi framkvæmdastjórn Listahátíðar gefi — án þess að ég og þar með Norræna húsið, sem hefur þó verið eins konar fulltrúi (a.m.k. borg- andi) i þessari sömu stjórn, sé látinn vita — eina milljón króna, sem skipt er milli tveggja stofnana, og af þeim hefur önnur ekki átt neinn þátt í Lista- hátið 1978. Auðvitað unnum við við- komandi þessa fjár,” segir Erik Sönderholm, „en ekki er laust við að okkur hafi svona rétt dottið í hug hvort það kynni ekki að hafa verið meira við hæfi og hvað sem öðru líður kurteislegra og öllu viturlegra, að frá- farandi stjórn hefði látið okkur vita fyrirfram, og jafnvel lagt til að greiða að einhverju leyti hluta af 8 milljón króna hallanum. Þá hefði mátt hugsa sér að Norræna húsið hefði tekið ákvörðunina um að draga sig úr Lista- hátið til nánari yfirvegunar.” -ÓV Landssöf nun Hjálparstofnunar kirkjunnar: BRAUD HANDA HUNGRUÐUM HEIMI Hjálparstofnun kirkjunnar gengst í annað skipti fyrir landssöfnun undir kjörorðinu Brauð handa hungruðum heimi. Á jólaföstu i fyrra skipulagði Hjálparstofnun kirkjunnar í fyrsta skipti hér á landi söfnun af þessu tagi. Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkj- unnar, sagði i samtali við DB að slíkar safnanir heföu verið fastur liður i starfi margra hjálparstofnana víðs vegar um heim. Söfnunin í fyrra hefði tekizt mjög vel, en þá söfnuðust alls 36 milljónir. öllu þvi fjármagni sem þá var safnað hefur nú verið ráðstafað, mestum hluta þess i Súdan en einnig annars staðar og nokkrum hluta fjárins hefur verið varið hér innanlands. Þá sagði Guðmundur að hjálparstofn- uninni hefði borizt beiðni um að vera með í hjálparflugi til Eritreu en þar eru nú um 100 þúsund manns einangraðir. „Við þorðum ekki að skuldbinda okkur til neins en vonir okkar standa til þess að Islendingar láti ekki sitt eftir liggja frekar en í fyrra, og við leggjum mikla áherzlu á að börnin fái að fylgjast með söfnuninni, að þetta verði jólagjöf heim- ilanna til þeirra sem ekkert eiga,” sagði Guðmundur. Hjálparstofnunin er nú að senda út kynningarrit í 70 þúsund eintökum og með þessu riti fylgir lítill söfnunar- baukur. Baukur þessi er til þess gerður að minna á tengsl föstunnar og boðskaps jólanna. Fyrir það sem i baukinn kann að vera látið má lina þjáningu og bæta böl. Framlögum má koma til allra sóknar- presta landsins, skrifstofu Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, Biskupsstofu, Klapparstíg 27, og síðast en ekki sizt má greiða framlög inn á gíróreikning stofn- unarinnar, 20005, í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum um allt land. Hjálparstofnun kirkjunnar hvetur alla landsmenn til þátttöku og minnir enn á orð Krists: „Það sem þér gjörið þessum minnstu bræðrum það gjörið þér mér.” GAJ BANKARNIR HAFA GEFIÐ ALLAR UPP- LÝSINGAR SEM SKATTAYFIRVÖLD HAFA BEDIÐ UM — segir Jónas Haralz, bankastjóri „Eins og við erum margbúnir að lýsa yfir hafa bankarnir ekkert á móti því að nafnlausar bankabækur verði bann i til þess þarf að breyta bai' <1 ” gimum. Það eru þau lög sem v.^ si.j ,;i eftir,” sagði Jónas Haralz bar* r; ur DB hafði samband við hann og innti hann álits á tillögum skattanefndar rikisstjórnarinnar þar sem segir m.a. að nafnlausar banka- bækur verði bannaðar og að bankar gefi sjálfkrafa upplýsingar um allar vaxtagreiðslur. Jónas sagði að það væri það lítið um þessar nafnlausu bankabækur að það væri misskilningur aö þær væru stórt skattavandamál. Hann ítrekaði að það væri ekki nóg að breyta skattalögun- um, einnig þyrfti að breyta bankalög- unum. Um það atriði að bankarnir gæfu sjálfkrafa upplýsingar um allar vaxta- greiðslur sagði Jónas að hann vissi ekki hvað það þýddi. Bankarnir hefðu gefið allar upplýsingar sem skattayfir- völd hefðu beðið um og þau hefðu þvi um margra ára skeið haft aðgang að öllum slíkum upplýsingum. - GAJ Forstjórastaða í Tryggingastofnun: Kratar í vanda með valið Magnús H. Magnússon heil- brigðis- og tryggingaráðherra á í nokkrum vanda við að velja mann I forstjórastöðu Tryggingastofnun- ar rikisins. Starfið er laust, um- sóknarfrestur til 20. þessa mán- aðar og nú þegar stendur yfir tals- verður slagur um stöðuna. Sennilegast er taíið að Magnús velji einhvern flokksbróður sinn. DB hefur áður greint frá að Eggert G. Þorsteinsson fyrrum ráðherra sækist eftir stöðunni, svo og Magnús Kjartansson fyrrum ráð- herra. Nú mun Davíð Á. Gunnars- son aðstoðarforstjóri ríkisspítal- anna sækja um stöðuna. Davið mun vera alþýðuflokksmaður og hefur vakið athygli fyrir tillögur um endurbætur á heilbrigðismál- um. Þá kemur einnig til greina Jón Sæmundur Sigurjónsson, deildar- stjóri i heilbrigðis- og trygginga málaráðuneytinu, sem einnig mun vera alþýðuflokksmaður. Þeim krötum sem um málið fjalla sýnist sitt hverjum um valið. Sumir telja að fela eigi starfið flokksforingja og þá Eggerti en aðrir telja meiri menntun þurfa og vilja fá „framkvæmdamann” i starfið. ■ ASt. Fegurðar- dfsá aðventu- kvöldi á Eskifirði „Þrennt kom að sunnan og söng og spilaði á gítar, allt fallegt fólk og þá sérstaklega stúlkan, sem var heillandi og mundi sóma sér á hvaða fegurðarsamkeppni sem er,” sagði Regína, er hún sagði blaðinu frá aðventukvöldi í kirkjunni þar á sunnudag. Húsfyllir var og allt vel undirbúið af prestinum unga, Davið Baldurssyni, sem hafði æft fermingarbörn í flutningi á jóla- guðspjallinu. Þá söng kirkjukórinn jólasálm- ana „af mikilli list og innlifun". Hjalti Guðnason organisti lék á orgelið og kennarar tónlistarskól- ans léku ásamt einum nemanda, Halldóru Traustadóttur, 13 ára. Fjölmenni var slikt að margir þurftuaðstanda. -Regina/GS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.