Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978. 17 Séð yfir hluta salarins. Sólkerra eftir Jön Gunnar Árnason fyrir miðju, verk eftir Tryggva til hægri og Magnús Pálsson til vinstri. I uðu mjög sterka heild, enda voru þau mörg tilbrigði í kringum sama efnið sem var gjörningur á myndbandi, en hann fólst i kerfisbundnum árásum á litaðgler. Næturhiminn Tryggvi Ólafsson sýndi tylft mál- verka sem voru flest ný og mér fannst myndefnið frumlegra og úrvinnsla þess markvissari en ég hef áður séð hjá Tryggva, enda var hann farinn að selja verk strax fyrir opnun. Magnús Pálsson setti upp eitt fyrirferðarmikið verk sem mér skilst að hann hafi áður sýnt í Hollandi og var það byggt upp á matematík og hugmyndinni um pósi- tif/negatif gildi, en framkvaemt á þann veg sem Magnús einum er lagið. Þórður Ben kom mjög á óvart með gríðarstóru málverki af næturhimni að sumarlagi og var það gert af ótrúlegri nákvæmni. Við ræddum þetta verk fram og aftur, en ég get varla sagt að ég hafi fengið botn í tilgang þess. Þórður taldi sig vera að gera tilraunir með algjörlega raunsæja lýsingu á landslagi — raunsærri en Ijósmyndin getur lýst þvi og vildi ekki viðurkenna að í myndinni væri bein rómantík upp á gamla mátann. Ég áleit aftur á móti að myndefnið væri rómantískt i hæsta máta. Auk þess var Þórður með nokkur húsa-prójekt sín til sýnis, svo og þrjár fantasíuteikningar sem safn I Lundi festi kaup á þegar i stað. Þátttakendur fyrir framan málverk Þórðar Ben. Frá vinstri: Ólafur Lárusson, Magnús Tómasson, Jón Gunnar Árnason, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmundsson, Tryggvi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson, Jóhann Eyfells, Þórður Ben Svcinsson og Magnús Pálsson. Á myndina vantar Hörð Ágústsson, sem ekki gat verið við opnun. Vel heppnuð Magnús Tómasson sýndi verk frá því á sýningu sinni í SÚM i fyrra — tilbrigði um flugið og sögu flugsins, auk igrundana i kringum landslag og umbreytingu þess (metamorfósis). Ég held að þessi verk hafi sjaldan notið sín betur saman heldur en þarna. Sem sagt, afar vel heppnuð sýning og mun DB fræða lesendur sína um viðbrögð gagnrýnenda þar um slóðir um leið og þau berast. En er það að lokum ekki umhugsunar virði að meðan þorri þessara listamanna er ekki til hvað opinberar íslenskar liststofnanir snertir, þá skuli erlendar stofnanir eins og Stedelijk safnið i Amsterdam og nú síðast Malmö Konsthall taka verk þeirra upp á arma sér? Þessi sýn- ing í Málmey stendur til 18. febrúar 1979 og er rætt um að senda hana á aðrar vígstöðvar. Landgræöslu sjóöur Jólatré Landgrœðslusjóðs við Reykjanesbraut í Fossvogi SÍMI44080 - 40300 - 44081 Aðal útsölustaður og birgðastöð Söluskálinn v/Reykjanesbraut Aðrir útsölustaðir: Blómatorgið v/Birkimel Vesturgata 6 Blómabúðin Runni Hrísateig 1 Laugarnesvegur 70 Valsgarður v/Suðurlandsbraut Félagsheimili Fáks v/Elliðaár (Kiwanisklábburinn Elliði) Selásblettur 9 móti Árbœjarmarkaðn- um. (íþr.fél. Fylkir) Grímsbœr v/Bástaðaveg Skeifan 11. Jólamarkaður. í Kópavogi Blómaskálinn v/Kársnesbraut Nýbýlavegur 2 (Slysav.deild Stefnir Kópav.) í Garðabæ Blómabáðin Fjóla Goðatáni 2 í Hafnarfirði Hjálparsveit skáta Hjálparsveitarhásinu í Keflavík Kiwanisklábburinn Keilir í Mosfellssveit Kiwanisklábburinn Geysir. Styrkið Landgræðslusjóð Kaupið jólatré og greinar afframangreindum aðilum. Stuöliö að uppgrœðslu landsins. Aðeins jyrstaflokks vara. LAN DG RÆÐSLUSJÓÐU R

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.