Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978. ríkin fast á hæla þeirra með 34% og þykir mörgum sósíaliska friðarsinnan- ' um nóg um slikar aðfarir við út- breiðslu saelurikja alþýðunnar. Bret- land og Frakkland eru hvort um sig talin selja tæplega tiunda hluta allra vopna til þriðja heimsins. Ef litið er á skiptingu vopnasölu eftir heimshlutum, þá fer langmestur hluti þeirra til rikja i Miðaustur- löndum eða 51%. Þar af hafa íranir keypt þriðjung. Heldur virðist keisarinn þar i landi vera að minnka viö sig vegna erfiðleika og andstöðu innanlands. Hefur hann nýlega aftur- kallað pöntun á vopnum frá Banda- rikjunum fyrir upphæð sem nemur um það bil einum milljarði dollara. Næst hefur I vaxandi mæli snúið sér vestur um haf til vopnakaupa. Nokkur hreyfing er meðal ríkja þriðja heimsins um að framleiða sín eigin vopn sjálf. Bæði Brasilía og Argentina hafa sýnt sérstakan áhuga á að smiða herskip. Raunar er þegar hafin smíði herskipa til notkunar á Amazonfljóti í Argentínu auk jjess, sem þar eru að hefjast smíði skipa með tæknilegri aðstoð brezkra fyrirtækja. Egyptar og fleiri arabaþjóðir hafa um nokkurt skeið undirbúið sameiginlega vopnaframleiðslu með tæknilegri og fjárhagslegri aðstoð Frakka. Snurða hljóp þó á þráðinn i þeim efnum vegna vinslita Anwars Sadats Egyptalands- forseta, er hann hóf friðar- mest af vopnum fer til fjarlægari Asíu- landa og síðan kemur Suður-Amerika fast á eftir. Jimmy Carter forseta Banda- rikanna hefur orðið tiðrætt um að nauðsyn sé að draga úr sölu vopna í heiminum. Hefur hann lagt töluverða áherzlu á að ríki hans gangi þar á und- an með góðu fordæmi og meðal annars hefur hann sett sér það mark að draga úr vopnasölunni um tiu af hundrað á næsta ári miðað við áriö í ár. Afturköllun Irans á vopnum léttir Carter róðurinn verulega í þeim efnum þar sem keisarinn þar í landi 640 þús. kr. til 1,2 millj. kr.; væri síðan auk þess gert ráð fyrir slæmu tilfelli gæti lækningin orðið 2x5 vikur og er þá komin í 2,4 millj. kr. Vert er að undirstrika að öll þessi lækning er sjúklingum algerlega að kostnaðar- lausu. Þá er réttilega bent á í greinargerð að þessir sjúklingar búi við verulega skerta starfsgetu og þá lág laun. í þessari greinargerð segja svo blessaðir þingmenrúrnir við sjúkling- ana: Ef þú drifur þig í utanlandsferð sem kostar ekki minna en 350 þús. kr., þá greiðum við 150 þús. en þú mis- muninn. Þetta þýðir einfaldlega að samningaviðræður við lsraelsmenn. Auk þess saka franskir vopnasalar stjórnina i Washington um að vilja komast meö fingurinn á kökuna með hagsmuni bandariskra vopnaverk- smiðja i huga. Af þessu er mjög Ijóst að ófriður og spenna í þriðja heiminum eru mjög tengd fjárhagslegum hagsmunum margra aðila í hinum vestrænu stór- veldum og innan Sovétríkjanna. Þess vegna er ekki vist að alltaf fylgi fullur hugur máli þegar ýmsir áhrifamenn frá þessum ríkjum þjóta um heiminn og gefa yfirlýsingar um nauðsyn friðar á báða bóga. sinni á ári. Ennfremur má athuga að oft getur sjúklingurinn ekki farið ferðina einn (af mörgum ástæðum) og verður ferðakostnaðurinn þvi gjarnan helmingi hærri. Vegna þess lika sem segir i greinar- gerð frumvarpsins, „að sú aðstoð yrði veitt sem tryggði að sjúklingum þess- um yrði gert kleift að fara slika ferð”, þá er bæði talan 150 þús. kr. og 50 prósent kostnaðar algerlega óraunsæ og ekki sæmandi þingmannshyggind- um. Ef sjúklingum á að vera tryggt að komast í slika lækningarferð má hún ekki kosta meir fyrir sjúklinginn en „Dæmalaust að rétta sjúklingi 150 þúsund um leið og spöruð eru 640 þúsund í sjúkrahússkostnaði.” sjúklingur sem fer utan leggur úr eigin vasa 200 þús. kr. til lækningar sinnar en ríkið hagnast um 490 þús. kr. til 1,05 millj. kr. og jafnvel allt að 2,25 millj. kr. á brellunni, þvi varla er hægt að kalla þetta annað. í raun er furðulegt að svona snjallt dæmi skuli ekki hafa verið tekið með við lausn efnahagsvandans, því ef 70 psoriasis sjúklingar færu utan gæti hagnaður þjóðarbúsins orðið 35 til 100 millj. kr. Betur má Vissulega er þakkarvert að það skuli þó komið á blað á alþingi að styrkja psoriasis sjúklinga, en á það skal bent að gjarnan eru þeir fleiri en einn i sömu fjölskyldu og svo sem áður sagði er líka um það að ræða að sjúklingur- inn þurfi lækningar við oftar en einu lækning hér heima. Þegar þess er gætt að þrátt fyrir þaö að ef ríkið greiddi utanlandsferöina að fullu þá er hagn- aður þess samt 300 þús. kr. til 850 þús. kr. og jafnvel allt að 2 millj. kr„ þá ætti flutningsmönnum frumvarps- ins ekki að þykja bitinn of stór. Enn; geta þeir breytt greinargerð frum- varpsins, sem er eins og að framan er lýst sjálfsagt réttlætismál. Ekki síst þarf að hafa rúma túlkun i greinargerð vegna þess að mjög líklegt er að trygg- ingaráð túlki greinargerðina með þröngsýnni íhaldssemi. Því vil ég að lokum skora á þing- menn að sýna í máli þessu drengskap og rausn sem tryggingaráði yrði skylt aðfaraeftir. Jóna Jónsdóttir húsmóóir Til alþingismana 15 Háttvirtu alþingismenn! Sem kunnugt er hefur nú verið lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 101/1966 um framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verð- miðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl. Um tilefni þessa frumvarps þarf ekki að fjölyrða. öllum sanngjörnum og upplýstum mönnum er ljóst, að málefni landbúnaðarins eru komin út í algjöra ófæru eða vítahring. Flestum ykkar er þetta Ijóst en þó ekki öllum. Einstökum þingmönnum mun heldur ekki vera Ijóst af hvaða stærðargráðu vandamálið er. Mjög mikið hefur borið á yfirlýsingum að undanförnu þess efnis, að bændur sjálfir beri ekki ábyrgð á því ástandi, sem slíkir. Talsmenn bænda halda þvi gjaman fram að stjórnvöld ráðskist með verð- lag á landbúnaðarafurðum með hag- stjórnarsjónarmið i huga. Bændur sjálfir hafi þess vegna orðið fórnar- lömb misviturra stjórnmálamanna. Vissulega er það rétt, að einstakir bændur beri litla ábyrgð og það er ekki nema sanngjarnt að hafa það nú i huga. Hins vegar er nú full ástæða til að taka málflutningi ýmissa forystu- manna bænda með mestu varúð, svo ekki sé meira sagt. Þeim hefur nefni- lega verið Ijóst í mörg ár hvert stefni. Hvar heyrðust þeirra varnaðarorð? Þeir heyrast nú kvarta yfir þvi, að neyzluvenjur hafi breytzt. Það eru vissar forsendur fyrir því að neyzla á dýrafitu og kindakjöti dragist saman þrátt fyrir öfgafullar tilraunir hags- munagæzlumanna til að þvinga fram neyzlu og það m.a. á kostnað annarra framleiðslugreina i landbúnaði. Þegar stofnanir landbúnaðarins eru búnarað stunda eintal sin á milli i áraraðir um hagsmuni neytenda og skattborgara, er svo komið að talsmenn landbún- aðar líta á sjónarmið fyrrnefndra sem freklega truflun við iðju þeirra. aðeins helztu aðfinnsluatriði varðandi umrætt lagafrumvarp í þeirri von, að alþingismenn hafi þau í huga í sam- bandi við afgreiðslu sína á málinu. Meira eintal 1. Engin matvælaframleiðslu- stefna hefur verið mörkuð á íslandi eins og gert hefur verið í mörgum ná- grannalöndum. Með matvælafram- leiðslustefnu og um leið framboðs- stefnu er tekið mið af heilbrigðis-, neytenda- og framleiðendasjónarmið- um auk almennra efnahagssjónarmiða og forsendna fyrir matvælafram- leiðslu. 1 fyrirliggjandi lagafrumvarpi segir m.a. i I. gr. 2. m.gr.: „Að stuðla i samvinnu við landbúnaðarráðuneytið og Búnaðarfélag lslands að framför- um, aukinni hagkvæmni og þróun landbúnaðarframleiðslunnar i sam- ræmi við þarfir þjóðarinnar og þá stefnu um málefni landbúnaðarins sem Alþingi ákveður hverju sinni, i samráði við Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag Islands”. Hér er sem sagt gert ráð fyrir áframhaldandi ein- tali landbúnaðarstofnana innbyrðis um framleiðslumálefnin. Það væri bjartsýni að ætla að þessar stofnanir lagi framleiðsluna frekar að neytenda- og heilbrigðissjónarmiðum en verið hefur eða stilli einstefnuakstrinum á kostnað skattborgara í hóf. Þetta væri að sjálfsögðu ekki svo slæmt ef ekki væri einokunarsala á kjöti og mjólkur- afurðum. Á mörgum öðrum stöðum er rætt um hagsmunaaðila landbúnaðarfram- leiðslu og alltaf átt við hreinar land- búnaðarstofnanir- eða Alþingi, sem hefur til þessa oftast legið flatt fyrir áhlaupum bændasamtakanna. Dýrari mjólk 2. í frumvarpinu er gert ráð fyrir greinum. Þetta er andhverfan af sann- girni og skynsemi og ekkert annað en óforsvaranlegt. Þetta er að hengja bakarafyrir smið. Leysir engan vanda 4. Reikna má með að háttvirtir al- þingismenn hafi rekið augun i rúsin- una í pylsuendanum. 1 greinargerð segirm.a.: „Ljóst er að áhrifa af fram- angreindum tillögum, þó strax kæmu til framkvæmda, gæti ekki fyrr en að nokkrum tíma liðnum o.s.frv.” Enginn af talsmönnum bænda hefur enn sett fram áætlun um það, hve hið nýja kerfi muni minnka framleiðsluna mikið. Þaö væri hneyksli, ef hiö háa Alþingi samþykkti ummælt lagafrum- varp án þess að hafa séð áætlanir um gagnsemi þess. Það er lágmark að krefjast þess af forráðamönnum sauð- fjárræktar og mjólkurframleiðslu, að þeir setji fram áætlun. Einstakir bændur hafa veriö dregnir á asnaeyr- unum og nú hefur verið sett gildra fyrir Alþingi. Menn eiga sem sagt að lögfesta þetta frumvarp og bíða svo i nokkur ár og sjá til. Veruleg hætta er á að hið nýja kerfi leysi engan vanda, þótt ýmislegt fallegt orðalag megi finna í frumvarpinu. Þegar upp verður staöið eftir nokkur ár með jafn- mikla dilkakjöts- og mjólkurfram- Jónas Bjarnason Forystumönnum bænda að kenna Landbúnaðarmálin eru óskaplega flókin i heild og því er mikil hætta á að alþingismönnum gefist ekki tækifæri til að kynna sér þau nógsamlega og þeir freistist nú til að lita á áðumefnt lagafrumvarp sem vandræðamál, sem bezt sé að afgreiða í hvelli. Vissar likur eru á þvi að engar endurbætur á stærstu vandamálum landbúnaðarins felist í lagafrumvarpinu og mikil hætta er á þvi, að Alþingi láti nú ginna sig til mun meiri samábyrgðar á vitleysunni en nauðsynlegt er. Ef frumvarpið verður að lögum nú, má með sanni segja eftir nokkur ár að misvitrir stjórnmálamenn beri ábyrgð á fyrir- sjáanlegu vandræðaástandi þá. Vandamálin nú eru fyrst og fremst forystumönnum bænda að kenna. Þess vegna m.a. verður að taka tillög- um sjömannanefndar, sem skipuð var nánast eingöngu bændum, með fyllstu tortryggni. Tillögur nefndarinnar hafa nú verið prentaðar og lagðar fram sem lagafrumvarp, 125. mál. Hvers vegna dugði ekki 10% þakið á útflutnings- bótum.til þess að halda framleiðslunni í skefjum? Ágætu alþingismenn, þið vitiðaf hverju! Þar sem málin eru mjög flókin mun bréfritari leyfa sér hér að benda á alveg hrikalegu miðstjórnarkerfi, sem getur ráðskazt með verðlag og verð- hlutföll á afurðunum gagnstætt neyt- endaóskum og framleiðsluhag- kvæmni, án þess að séð verði að fyrir- hugað framleiðslugjald og kjarnfóður- skattur nái að draga úr offramleiðslu kindakjöts og mjólkur. Með skattlagn ingu á stærri framleiðendum með framleiðslugjaldi er sennilegt að marg- ir bændur muni bregðast þannig við að auka framleiðsluna til að borga skattinn! Ekki er víst, að kjarnfóðurskattur dragi neitt úr kindakjötsframleiðsl- unni: Ef kjarnfóðurskattur minnkar eitthvað mjólkurframleiðslu, mun það leiða til dýrari mjólkur. Með frum- varpinu fylgja í greinargerð upplýs- ingar um verðlag á kjarnfóðri, sem sýna að fyrir hvern lítra af mjólk hafi mátt kaupa 2.11 kg af mjöli árið 1978. Hins vegar er talið að hvert kíló af kjarnfóðri gefi 2.5—3 lítra af mjólk. Þetta er borðliggjandi sönnun fyrir þvi að nota skuli fóðurbæti til mjólkur- framleiðslu og minnkun á notkun hans leiði til hækkaðs mjólkurverðs. 3. Með því að undanskilja fugla- og svinakjötsframleiðslu svo og eggja- framleiðslu ekki kjarnfóðurskatti er verið að skattleggja greinar, sem hafa verulegan vaxtarbrodd, til þess að mæta vandamálum í offramleiðslu- leiðslu og sömu stöðnun í öllum hin- um greinum landbúnaðarins vaknar spurningin: Hver ber þá ábyrgðina? Það er rangt að standa nú að kerfis- breytingum í Ijósi þess að margir halda að verið sé að leysa vandamálin. Þetta á ekki sízt við um marga bændur. Þetta bréfkorn er orðið nokkuð langt og enn er margt ósagt. Ég vonast til að boðskapurinn hafi skilizt. Hann er sá, að fyrirliggjandi lagafrumvarp leysi engan vanda vegna þess að ekki er tekið á kjarna vandamálanna. Þegar svo stórkostleg offramleiðslu- vandamál liggja fyrir sem hér er engin önnur leið til en að borga bændum fyrir að hætta framleiðslu, bregða bú- skap eða skipta alveg um framleiðslu. Þegar reynt er að semja einhverjar fjármagnstilflutnings-, áætlunarbú- skapar-, miðstýringar-. leyfakerfis- og skriffinnskureglur. er það skilgetiö af- kvæmi þess hugsunarháttar sem bygg- ist á því að reikna alla hluti öfugt. Þannig fæst dýrari landbúnaður, lé- legra matvælaframboð og óhagstæð verðhlutföll fyrir neytendur. i von um að Alþingi samþykki ekki fyrirliggjandi lagafrumvarp óbreytt. Dr. Jönas Bjarnason efnaverkfræðingur. P.S. Rökrétt afleiðing af samþykkt lagafrumvarpsins væri að leggja niður allar framleiðsluaukandi búfjárrann- sóknir, því að þær auka bara vanda- málin, eins og stóru búin! Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort og hvert frumvarpið verði sent til umsagnar utan Alþingis.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.