Dagblaðið - 15.12.1978, Side 32
40.
r
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978.
Lánasjöður íslenzkra námsmanna:
„Lántökur sjóðsins tefja mjög fyrir
því að hann standi undir sér”
— segir Þorsteinn Vilhjálmsson, formaður sjóðstjórnar
„Það er útlit fyrir að heildarfjár-
magn verði hækkað frá því sem gert er
ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu og ég
geri mér vonir um að við fáum a.m.k.
þær 700 milljónir sem við þurfum til
að geta úthlutað lánum að 85%. Eftir
að Alþingi hefur ákveðið hvað fjár-
veiting til sjóðsins verður mikil mun
sjóðsstjórnin ákveða hvort úthlutun-
arreglum sjóðsins verður breytt
þannig að tekið sé tillit til bama og
tekna maka,” sagði Þorsteinn Vil-
hjálmsson formaður stjórnar Lána-
sjóðs islenzkra námsmanna í samtali
við DB.
Hann bætti því við að stjórn sjóðs-
ins hefði áhyggjur af því að sjóðurinn
fengi ekki nógu mikið sem fjárveitingu
en tæki í þess stað lán til sjóðsins, sem'
eru á langtum verri kjörum en þau lán
sem sjóðurinn veitir. „Því að þó að
þau lán sem við veitum séu vísitölu-
tryggð þá eru þau til mjög langs tíma
en lánin sem sjóðnum er gert að taka
eru aðeins til 5 ára.” Þorsteinn sagði
að slíkar lántökur kæmu til með að
tefja mjög fyrir þvi að sjóðurinn stæði
undir sér. Að lokum sagði hann, að
stjórn sjóðsins stæði fast á því og legði
á það miklá áherzlu að auk þessara
700 milljóna fengjust þær 200 milljón-
ir sem þarf til þess að hægt verði að
greiða út lán í samræmi við þær breyt-
ingar sem stjórn sjóðsins ætlar sér að
geraáúthlutunarreglunum. -GAJ
Ný peysusending
LONDON, DÚMUDEILD
Austurstræti 14, R. - Sími 14260 - Póstsendum
JOLASVEINA VART
VIÐ AKRAFJALL
I gær varð fólk við Akrafjall vart við
fjóra jólasveina, sem sögðust vera á leið
niður á Akratorg á Akranesi þar sem
þeir ætla að vera á laugardaginn (á
ii
morgun) kl. fjögur. Þá verður kveikt á
jólatré á Akratorgi, en tréð er gjöf frá
vinabæ Akraness á Jótiandi, Tönder.
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Nor-
ræna félagsins á Akranesi mun afhenda
tréð fyrir hönd gefenda, barnakór Akra-
ness syngur og á eftir verður dagskrá á
vegum Æskulýðsnefndar og Skagaleik-
flokksins.
Hamborgartréð
reist við
Hafnarbúðir
Á morgun, laugardag, klukkan fjögur
verður kveikt á Hamborgarjólatrénu,
sem Reykjavíkurhöfn hefur nú eins og
mörg undanfarin ár fengið sent frá
Hamborg. Tréð er gjöf frá klúbbnum
Wikingerrunde, sem er félagsskapur
fyrrverandi sjómanna, blaða- og verzl-
unarmanna i Hamborg og nágrenni.
Uwe Marek blaðamaður frá Hamborg
er kominn til að afhenda tréð, sem reist
verður á hafnarbakkanum við Hafnar-
búðir. Meðal viðstaddra verður borgar-
stjórinn i Reykjavik, sendiherra Sam-
bandslýðveldisins og fleiri. Hafnarstjóri
veitir trénu viðtöku. Lúðrablástur
verður við Hafnarbúðir frá kl. 15.45.
Jólaguðsþjónusta
fyrir enskumælandi
Eins og undanfarin þrjátiu ár verður ustan fyrir enskumælandi i Hallgrims-
fyrir hátíðarnar jólaguðsþjónusta fyrir kirkju á sunnudaginn kl. 16. Séra Jakob
enskumælandi menn. Jónsson dr. theol., prédikar og eru allir
Að þessu sinni veröur jólaguðsþjón- velkomnir. -ÓV.
Vikum saman hafa klúbbfélagar unnið að pökkun pappírsins f hæfileg búnt.
Jólapappír
og líknarmál
Félagar i Lionsklúbbnum Nirði hafa
fært Flugbjörgunarsveitinni björgunar-
bíla og þeir hafa gefið fé úr sínum líknar-
sjóði til tækjakaupa fyrir heyrnardeild
Borgarspítalans auk margs annars.
Gjafir þessar hafa klúbbfélagar fjár-
magnað með ýmsum hætti, m.a. með
sölu á jólapappír. Nú eru þeir enn í söfn-
unarhug. Selja þeir jólapappir alla daga
fram til jóla við bíla Flugbjörgunarsveit-
arinnar á Lækjartorgi og við Kjörgarö á
Laugavegi auk þess sem farnir eru sölu-
leiðangrar um bæinn. Ehn sem fyrr
rennur allur ágóði til liknarmála.