Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 1
4.ÁRG. — FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 — 281. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMl 27022. / ~ ' Alþyðuflokkurinn stillir stjórninni upp við vegg — setur samþykkt á f rumvarpi um aðgerðir gegn verðbólgu sem skilyrði fyrir stuðningi við f járlagaf rumvarpið „Við viljum ekki, að þetta verði úr- slitakostir, en við ætlum með þessu að gera tilraun til að fá menn til að hugsa um efnahagsvandann fyrir 1. marz,” sagði Karl Steinar Guðnason (A) i morgun. „Það dugir ekki lengur að krukka sífellt I launasamninga án nokkurra annarra aðgerða." Alþýðuflokksmenn samþykktu á flokksstjórnarfundi sínum í gærkvöldi að setja eins konar úrslitakosti fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi. Samþykkt var með 27 atkvæðum gegn 9, að frumvarp, sem fjórir þingmenn flokksins leggja fram um aðgerðir gegn verðbólgu, skuli afgreitt á þingi áður en fjárlagafrumvarpið verður af- greitt ella muni alþýðuflokksmenn ekki styðja framgang fjárlagafrum- varpsins. Lagt f yrir ríkis- stjórnina í dag Sumum þingmönnum flokksins þótti of mikið „úrslitakostabragð” að þessari samþykkt, og greiddu Magnús H. Magnússon, Bragi Níelsson, Eiður Guðnason og Gunnlaugur Stefánsson atkvæði gegn henni, þótt þeir lýstu sig samþykka stefnu frumvarpsins, sem kratar munu leggja fram. Benedikt Gröndal hafði sig lítið i frammi og sat hjá. Höfundar frumvarpsins eru Vil- mundur Gylfason, Árni Gunnarsson, Finnur Torfi Stefánsson og Jón Baldv- in Hannibalsson. Þar eru aðgerðir gegn verðbólgu I 29 liðum. Þar er gert ráð fyrir 3% niðurskurði rekstrar- gjalda ríkisins frá því sem segir i fjár- lagafrumvarpinu. Fjárveitingar til opinberra framkvæmda skuli skornar niður um 10%. Ríkjsbákninu verði haldið innan við 30% af þjóðarfram- leiðslunni. Ákveðnar hömlur skulu settar á niðurgreiðslur. Þá megi heildarfjár- festing næsta ár ekki verða meiri en 24,5% af þjóðarframleiðslunni, sem þýðir verulegur niðurskurður fjárfest- ingar. Fjárfestingunni verði beint í framleiðniaukandi aðgerðir. Markaðir tekjustofnar verði af- numdir og renni beint í ríkissjóð. Með því á að draga úr sjálfvirkni í kerfinu, meðal annars í stuðningi við landbún- aðinn. Þá verði kjarasáttmála komið á laggirnar með samkomulagi ríkis og verkalýðshreyfingar. Sem fyrr segir hitnaði í kolunum við umræður flokksstjórnarmanna. Auk þeirra, sem fyrr eru sagðir hafa stutt frumvarpsgerðina má nefna Jóhönnu Sigurðardóttur, Braga Jósepsson og Braga Sigurjónsson. Eggert Þorsteinsson vildi miðla málum með því að fela þingflokknum að móta drögin og boða siðan aftur til. flokksstjórnarfundar. Tillaga Eggerts varfelld. Magnús H. Magnússson lagði.til, að fjárlögin yrðu rædd áfram þrátt fyrir drög að frumvarpinu, sem sýnilega yrðu samþykkt. Tillaga Magnúsar var felld með 27 atkvæðum gegn 18. Alls sátu 46 flokksstjórnarmenn fundinn. Samþykkt var, að frumvarpsdrögin skyldu ráðherrar Alþýðuflokksins leggja fram á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Kann svo að fara, að lífdagar ríkisstjómarinnar ráðist af því sem þar gerist. BS/HH Erhættviðað verkfræði- kunnáttu hraki á íslandi? — sjónarmið Júlíusar Sólnes á bls. 41 Bjóða40% lækkun á bruna- bótaiðgjöldum — en eruekki aðfara íiðgjaldastríð — sjá bls. 10 „Sólarlanda- draumur” yngstu borgaranna í glugganum speglast „sólar- landadraumur” yngstu borgar- anna. Miklu heldur vildu þeir fá að láta greipar sópa um leik- fangaverzlunina en að flatmaga á sólarströnd. Þessi hópur stóð fyrir utan skrautbúinn sýningar- glugga. Þeim fannst þetta eins og ævintýraheimur þegar þau töluðu um hvað þau vildu fá i jólagjöf í ár. DB-mynd Kristján Ingi Undirskriftasöfnun á Nesinu: Ríkið kaupi Nesstofu — sjábls.41 Listahátíðin: Ekki 14 milljóna ágóði, heldur milljón króna tap — sjá bls. 8 STYÐUR ALMENNINGUR STJÓRNINA? — sjá niðurstöður skoðanakönnunar DB í blaðinu á morgun Brauð handa hungruðum heimi -sjábls.8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.