Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 34

Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 34
Verö- lækkun 20" kr. 379.000.- m/fjarst. 22" kr. 415.000.- m/fjarst. 26" kr. 489.000.- m/fjarst. Gerið samanburð á verðl Tryggið ykkur tæki strax. Takmarkaðar birgðir Sjónvarp og radio Vitastíg 3 Reykjavik. Sími 12870. Litsjónvarpstækin frá hinu heimsþekkta fyrirtæki RANK sem flestum er kunnugt fyrir kvikmyndir, en það framleiðir einnig alls konar vélar og tæki fyrir kvikmyndahús og sjón- varpsstöðvar um allan heim. nú veróa allir meó á nótunum því MICKIE GEE er mættur á staðinn — einn sá besti sem til landsins hefur komið! DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978. Bók menntir Fjölbreyttar endur- minningar Jóhann J.E. Kúld hefur sent frá sér tvær bækur á forlagi Ægisútgáfunnar. Þær eru upphaf að ritsafni sem nefnist Kúldsævintýri. Mun vera von á einu bindi í viðbót að minnsta kosti. Heiti bókanna er í stillu og stormi pg Svifðu seglum þöndum og fshafsævintýri. Sið- ari bókin er endurútgáfa af tveim bókum sem komu út fyrir 1940 og eru nú fyrir löngu uppseldar. Dr. Guðmundur Finnbogason skrif- aði lofsamlega ritdóma um bækur Jó- hanns í Skími og benti þar á helztu einkenni þeirra, látlausan og fjörugan frásagnarhátt um efni sem þá var sér- stætt í íslenzkum bókmenntum. Höfundurinn er laus við alla tilgerð og „stilkúnstir” og kemur beint að efn- Hér er frá mörgu sagt og þess er enginn kostur að gera því öllu skil i stuttri blaðagrein. Bækurnar spanna frá æskuárum höfundar á ökrum á Mýrum til Reykjavíkur og síðan í sigl- ingar víða um heim, m.a. var hann á norsku skipi við rostunga- og ísbjarna- veiðar við Norðaustur-Grænland og rataði þar í margvísleg ævintýri, en inn i frásögnina er ofið lýsingum á stórbrotinni náttúru Grænlands, fjöll- um, fjörðum og endalausum hafis- breiðunum. Munu ekki margir íslend- ingar hafa fengizt við veiðimennsku á þessum slóðum. Fyrri bókin lýsir heimilinu á ökrum, miklu menningarheimili sem alkunnugt er. Þar eru mjög merkar mannlýsingar og margir koma við sögu, sem hér yrði of langt að rekja. en minnisstæðar verða lesandanum lýs- ingarnar af Birni Kristjánssyni, þeim þjóðkunna manni, sem vann sig upp úr fátækt, varð bankastjóri, ráðherra og kaupmaður. Hann hafði mikinn áhuga á jarðfræði og trúði því að hér fyndist gull í ríkum mæli. Notaleg kímni Dvaldist hann á ökrum við gullleit, en árangurinn mun hafa verið rýr. Jón Vídalín konsúll kom þangað til að láta sækja ölkelduvatn í Rauðamelsölkeldu, Var hann þá með frönsku herskipi Ennfremur var Jóhannes Nordal ís hússtjóri þar á ferð og margir fleiri Lýsingin á kennara höf., Þorleifi Er lendssyni frá Jarðlangsstöðum, þeim fjölhæfa og sérstæða manni, verður minnisstæð. Ég get þess til gamans að ég kynntist honum i Kaupmannahöfn 1931, er hann var þar ásamt fleiri ís- lenzkum kennurum á norrænu kenn- araþingi. Lýsingarnar á þessum mönn- um eru skýrar, ekki sízt er hann minnist lngimundar fiðlu, bróður Kjarvals, sem flestir eldri Reykvík- ingar kannast við. Sagt er frá ótal smá- atriðum og viða eru þau krydduð notalegri kímni, ekki sízt er hann greinir frá ævintýraferðum sínum er- lendis. Þessar bækur Jóhanns eru skemmti- legar aflestrar og það verður enginn svikinn af því að eignast þær, og grunur minn er að margir biða með eftirvæntingu eftir framhaldinu. Jón Björnsson Merkar mannlýsingar Jón Björnsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.