Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 4
Nýkomnir
bómullar-
kjólar
i—48
tiljólagjafa
Elízubúðin
Skipholti 5
*
Eðalgreni
#
Leiðisvendir,
ieiðiskrossar
MIKLATORGI
OPIÐ 9—21 - SÍM119775
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978.
It
neytendamarkaði
Kertaljósin til-
heyra jólunum
Skiljið aldrei eftir kertaljós í mannlausu herbergi
Eitt af því sem fylgir jólunum eru
kertin. Til eru ótal tegundir af kertum
á markaðnum og verðið er eins mis-
munandi og kertin eru mörg. Að
nokkuð vel athuguðu máli virðast
kerti vera ódýrari í dag miðað við það
sem virkilega góð kerti voru fyrir
svona 10—15 árum. Dönsk og sænsk
kerti eru yfirleitt í dýrari flokknum, en ’
þau kerti brenna oft betur og lifir
lengur á þeim en flestum ódýrari kert-
unum. Þó þarf það alls ekki að vera.
Gætið þess að kertin standi ekki í
trekk þegar logar á þeim. Þá renna þau
niður og geta eyðilagt allt í kringum
sig. Skiptir þá verðið litlu eða engu
máli, rándýr kerti leka út um allt rétt
eins og ódýru kertin. Logandi kerti
mega heldur ekki standa í gangvegin-
um — þar sem mikið er gengið um.
Gustur skapast af miklum umgangi
og þá leka kertin einnig niður.
Gangið ætíð tryggilega frá kerta-
Ijósunum. Skiljið ekki eftir logandi
kerti ef farið er úr herberginu. Notið
ekki tré eða plastkertastjaka og notið
jafnan álkertahlífar. Þær fást i öllum
blómaverzlunum. Gætið vel að að-
ventukransaljósunum. Nú er grenið i
krönsunum orðið brakandi þurrt og
því afareldfimt.
A.Bj.
SWEDI!
Sjálfsafgreiðsla í
snyrtivöruverzlun
Nýlega var opnuð ný snyrtivöru-
verzlun í höfuðborginni, Topp Class,
til húsa í nýju verzlunarhúsnæði að
Laugavegi 51. Eigandi og verzlunar-
stjóri er Stefana Karlsdóttir, sem í
mörg ár hefur unnið við sölu og leið-
beiningu um notkun á snyrtivörum.
I nýju verzluninni eru á boðstólum
allar almennar snyrtivörur, ilmvötn,
gjafavörur ýmiss konar og hreinlætis-
vörur. Einnig eru á boðstólum snyrti-
vörur fyrir karlmenn, en mjög er nú
að ryðja sér til rúms að karlmenn noti
snyrtivörur ekki síður en kvenfólk.
Innréttingar verzlunarinnar sem
eru bæði smekklegar og hentugar eru
keyptar frá Þýzkalandi. í verzluninni
er eins konar sjálfsafgreiðslufyrir-
komulag, þannig að viðskiptavinirnir
geta komizt að öllum vörunum nema
dýrustu ilmvötnunum.
Stefana Karlsdóttir hefur sótt mörg
námskeið i snyrtingu, m.a. hjá Lan-
come í París. Hún hefur einnig sótt
námskeið í sölutækni. Sér til aðstoðar
við afgreiðslu hefur hún tvær ungar
stúlkur, dóttur sina, Margréti Ólafs-
'dóttur, og tengdadóttur, Stellu Braga-
dóttur.
■ A.Bj.
Stefana er þarna milli aðstoðarstúlkna sinna. Margrét t.v. og Stella til hsegri
handar.
DB-mynd Bjarnleifur
/