Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 37

Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 37
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978. 37 Þá líður að stundinni stóru. Úrslita- leikurinn milli Dagblaðsins og Vísis er í kvöld og fiðringur í mönnum. Mann- vitsbrekkur morgunblaðanna horfnar til Valhallar, en stóuspekingar síð- degisblaðanna eftir á vígvellinum og lítt teknir að mæðast. Visismenn eru raunar ósárir en DB menn eru lítillega haltir eftir fyrri viðureignina við bláa síðdegisblaðið. En heltan varð ekki al- varlegri en svo að Dagblaðið komst í úrslitin. Og við höfum tröllatrú á rauða litnum. Töpuð orrusta er aðeins til þess að herða keppnisandann. Keppendurnir knáu, Ómi Vald. og Jói Reykdal voru þó teknir á beinið hjá Jónasi liðsstjóra og þjálfaranum Braga. Samhliða andlegri uppbygg- ingu gaf sá löglærði í liðinu þrúgu- sykur með appelsinubragði. Töflurnar smökkuðust vel og sykurinn fór beint út í blóðið. Með sterku sjónvarpskaffi komst hugurinn síðan í samband á ný og keppnisskapið í réttan farveg. Ómi ogJói höfðu þóekki lystá mötuneytis- bakkelsi. Þeir reyktu og liðið talaði í málsháttum. Þeir bláu hafa ellefu stig í forskot fyrir úrslitaslaginn. Það er gott að hafa það í bakhöndinni. En við hinir rauðu huggum okkur við að slagurinn verður langur og treystum á úthaldið. Þrekið er orðið gott eftir markvissar æfingar og gufuböð. Það var engin miskunn hjá þjálfaranum, enda er hann sjálfur þrekmenni og margreynd- ur i lífsins ólgusjó. Fleira kemur líka upp í hugann rétt fyrir úrslitaleik. Þrælapískarar okkar á ritstjórninni hafa lofað okkur því að Úr dagbók DB-liðsins: FRETTASKRIFTIR EÐA Dl AA MThri mr BURDUR —allt eftir útkomu úrslitaslagsins „Ber er hver á baki nema sér bróður eigi.” Dagblaðsliðið á þrekæfingu. Jónas liðstjóri með Ómar a bakinu og þjálfarínn Bragi með Jóhannes á öxlunum. verði útkoman ekki viðunandi verði framtíðarstarfið ekki fréttaskriftir heldur blaðburður. Og þrátt fyrir að énginn efist um hollustu siðarnefnda starfsins umfram reykmettaðar rit- stjórnarskrifstofur, þá freistar þaðeng- an veginn að byggja afkomu sina á aukablöðum og rukkunum á síðkvöld- um. „Ber er hver á baki nema sér bróiður eigi,” sagði málsháttaglaður liðsstjórinn og vildi á þann hátt minna á styrk liðsheildarinnar. „Enginn er annars bróðir í leik,” bætti þjálfarinn við og undarlegt kurr heyrðist í kepp- endunum Ómari og Jóhannesi. Það var ekki nóg með að þeir væru með of- næmi fyrir mötuneytisbakkelsi, heldur voru málshættir farnir að hafa undar- leg áhrif á þá. „Þögn er betri en þarf- laus ræða,” speglaðist í augum þeirra og líklega verða málshættir ekki not- aðir í Dagblaðinu næsta misserið. En málsháttastundinni lauk og síð- asta kaffibollanum var skolað niður. Á leiðinni niður I lyftunni var lögð síð- asta hönd á útsmogna hernaðaráætl- un. Þjálfarinn gaf siðustu þrúgusyk- urstöfluna með appelsinubragði. „Bragð er að þá barnið finnur,” hrökk upp úr einhverjum og keppendurnir afmynduðust. Ómar og Jóhannes fóru inn í stúd- ióið en Bragi og Jónas í lokaða skonsu með myndskerm fyrir framan sig. Þar var komið að þjálfaranum og Banastuð á keppendum og þeir til alls Uklegir, enda eru þeir dyggilega studdir af liðsstjóra og þjálfara. Það er vissara að mæta þessum mðnnum ekki i myrkrí. blessar lið sitt fyrir lokasprettinn og þjálfarínn telur sig ekki geta náð betri árangrí. DB-myndir Hörður Vilhjálmsson liðsstjóranum að naga neglurnar er þeir þóttust vita svörin á undan félög- um sinum. Þeir gengu um gólf, sveittir í lófum og titrandi i hnjám. Og þrúgu- sykurinnvarbúinn. •Græni sólargeislinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.