Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978. —.......... 13 ■v Að þykja vænt Öfáir meinkristnir menn hafa gert sig að viðundri siðustu vikur af litilli tilkvámu, bókinni Félagi Jesús. Það vill enda oft svo til, að I smámálum opinbera menn þröngsýni eða litil- mennsku sina, sem endranær unir sér og dafnar undir marglitu yfirskini, oftast „menningarlegu” eða „fræði- legu”. Sagnaminnifl um Jesúm Kjallarinn Það er best að taka það strax fram, að bók þessi er ekkert snilldarverk, enda skrifuð á þann einföldunarmáta, sem ranglega er talinn hæfa börnum. Engu að siður er þetta góð bók og þarfleg að dómi okkar, sem tökum undir með Jóhannesi úr Kötlum: Jesús sonur Maríu er besti bróðir minn Hann býr í hjarta minu. Okkur hefur löngum sárnað, hversu hraksmánarlega hefur verið farið með minningu þessa bernskuvinar okkar um aldaraðir og ekki sist á seinustu áratugum hérlendis. Sagnaminnið um saklausa góð- mennið og vin lítilmagnans, sem látinn er þola kvalafullan dauða fyrir glæpi annarra, er þekkt um viða ver- öld og miklu eldra en sagan af Jesú frá Nasaret, þótt hún hafi orðið þeirra heimsfrægust (af þvi að heimsveldi tóku hana blygðunarlaust í sina áróðursþágu). Með þetta sagnaminni er farið á ýmislegan hátt, og afstaða sögumannsins setur ævinlega mark sitt á, jafnvel þótt honum sé þaö ekki meðvitað. Eins er um söguna af Jesú. Guð- spjallamennirnir segja hana hver meö sinum hætti, þótt þrem beri mjög saman. Enginn þeirra mun hafa verið samtíðarmaður Jesú og enginn veit með vissu, hversu margspakir og óljúgfróðir sögumenn þeirra voru. En jafnvel þótt svo hefði verið, þá er frásögn af atburðum ætíð háð valdi og áherslum sögumannsins. Þótt Sturla Þórðarson væri uppi á 13. öld, getum við ekki ætlast til, að hann hafi sagt allan sannleikann um höfuðper- sónur Sturlungaaidar hvað þá annað, þótt svo hann hafi ekki sagt neitt nema sannleikann —< að eigin dómi. Jafnvel Þórbergur er háður vali sögumanns sins, sjálfs séra Árna. Það er því yfir- leitt hæðið að fullyrða mikið um ein- hver „eilíf og sigild sannindi”. öll söguritun er háð mannlegum tak- mörkunum. Og menn vaða i villu og svima, jafnvel biskupar. Maðferð og mis- þyrming sögunnar Guðspjöllin eru samt hin skásta lesning. Og þar er ekki illa farið með Jesúm.þótt maðurhljóti aðefastum,að allur sannleikurinn sé sagður eða aðal- áherslan sé endilega lögð á sömu atriði og Jesús hefði sjálfur viljað. Þessu ætti hverjum manni að vera frjálst að velta fyrir sér. Nema menn eigi að trúa í blindni eins og kirkjuhöfðingjar vilja. Misþyrmingin og vanhelgunin á ævistarfi og kenningu Jesú hefur fyrst og fremst verið framin af Kirkjunni sem stofnun, eftir að hún gerðist bandamaður valdastéttanna, fyrst aðalsins og síðar auðvaldsins. Í útlegg- ingu Kirkjunnar hefur líf og kenning Jesú blygðunarlaust verið notuð til þægðar þeim, sem með völdin fóru. Það var áreiðanlcga ekki gjöf Jesú til lifsins. Veit ég vel, að til eru margar og fagrar undantekningar frá þessu, þar sem kirkjuþjónum hefur þótt vænt um Jesúm og viljað starfa í anda mann- kærleika og réttlætis hinnar sönnu kristni. En hitt er meginreglan. Barnalœrdómur V. Flest börn fræðast um Jesúm Krist af svonefndum bibliusögum. Þær eru valdar eða endursagðar með ýmsum hætti úr Nýja testamentinu. Hafi höfundar þess ómeðvitað valið ein- hver atriði öðrum fremur til skrásetn- ingar, má nærri geta, hvort geðþótti og innrætingarhneigð ræður ekki ein- hverju um, hvemig valið er úr guð- spjöllunum og það sett fram. Ég var svo lánsamur að læra bibliu- sögur Klaveness, sem hér voru mest i brúki um fjóra áratugi. Þetta voru fallegar og skemmtilegar sögur, og siðan hefur mér alltaf þótt heldur vænt um Jesúm. Enda segir svo i for- mála þýðandans, sem „lagaði þær til íslensku”, Sigurðar Jónssonar barna- kennaraárið 1899: „Að því er framsetning efnisins snertir, hefi ég leitast við að leggja sem mesta áherslu á að gera málið Ijett og skýrt, svo börnin gætu skilið það... Burt með þululærdóminn!” Ég veit núna, að þá voru fyrir nokkrum árum komnar út nýjar biblíusögur hjá Ríkisútgáfu náms- bóka. En annaðhvort hefur kennarinn okkar, Jóhannes minn á Svinhóli, verið svo smekkvis eða blessunarlega úr takt við timann, að hann lét okkur aldrei bragða á þeirri „ólyfjan”. Tveim áratugum síðar ætlaði ég samviskusamlega að hlýða eigin barni yfir bibliusögur fyrir próf. En þá fór i verra. Þetta var svo óaðlaðandi, bók- stafstrúarlegt og gjörsneytt ást á við- fangsefninu, að ekki var hægt að bera fram neina skynsamlega spurningu nema endursegja fyrst og útskýra sög- urnar eftir barnsminni. Engin furða þótt börnum nú á dögum þyki biblíu- sögurnar sinar leiðinlegar og finni lltið til með Jesú. Þarna er hann ekki af þeirra heimi. Börnum er blátt áfram fyrirmunað að koma til hans. Sem dæmi um afkáralega bókstafs- framsetningu skal tekið upphafið að Bibliusögum Nýja testamentisins frá 1939: „Á sjötta mánuði var Gabriel engill sendur frá guði til borgar í Galíleu, sem heitir Nazaret.” Hvaða jargans sjötti mánuður var nú þetta? Hér vantar sumsé allan aðdragand- ann: um Sakarías og Elísabetu. Nú er komin út sæmileg stutt bóka- saga um Jesúm smið frá Nasaret, þar sem áhersla er lögð á aðra púnkta i guðspjöllunum en Kirkjan hefur haldið á loft. Þetta sögutetur gæti þrátt fyrir einföldun sína haft þann kost: 1) að gera persónuna Jesúm nákomn- ari, meðtækilegri ogjákvæðari ung- um lesendum en KFUM-Jesús getur nokkurntíma orðið. 2) að gefa börnum og öðrum færi á að velja um, hvaða túlkun á Jesú þeim fellur best i geð og sporna þannig gegn þröngsýnisinnrætingu. Tilefni kross- ferðarinnar Mörgum finnst vandséð, hvað veldur tryllingnum út af þessu bókar- korni, annað en hin fræga islenska skammdegisgeðtruflun. í fordæming- unni er hvergi bent á neitt bitastætt ásteytings- eða hneykslunarefni. Ekki einu sinni það, sem þó helst gæti farið fyrir bijóstið á sjálfum mér: að Jesús er einu sinni látinn taka sér vopn í hönd. Þaö er að visu nærtækt að álykta, að lærisveinarnir hafi verið vopnaðir, úr þvi að Pétur gat dregið sverð úr sliðrum með svellu sinni. En þess sér hvergi beinan stað, að Jesús hafi borið vopn, þótt spyrja megi: hvi ekki, úr þvi að lærisveinar hans gerðu það? Á þetta minnast hinir sárhneyksl- uðu hins vegar ekki, og kannski örlar þar á lengi duldum vonbrigðum eða óskhyggju sagnaþjóðarinnar, sem birt- ast í fleygum orðum kerlingar: „Ekki er gaman að guðspjöllunum, enginn er i þeim bardaginn.” Það er hins vegar augljóst hvað ósköpunum veldur. Það er talsvert staglast á því í bókinni, hvað Jesús sé mikið á móti þeim riku, arðræningjun- um. Svo er hann á móti erlendri her- setu, og af sögunni verður harla Ijóst, að innlenda yfirstéttin á svipaðra hags- muna að gæta og rómverska hernáms- liðið. Allt er þetta vitaskuld auðlesið úr guðspjöllunum sjálfum. En Kirkjan með stórum staf hefur annaðhvort reynt að hafa lágt um þessi atriði eða sveipa þau þess konar háspekiþrugli, sem slævir allan brodd. Það er á hinn bóginn miklu skýrar útlistað, hvernig menn eigi að sætta sig við hlutskipti sitt, bjóða hinn vangann, kyssa á vöndinn og „get pie in the sky when you die". Þetta er mun meiri óheiðar- leiki en hægt er að saka Sven Wernström um. Og þessum óvinum Jesú þykir sjálf- sagt voðalega Ijótt að innræta börnum á islandi í dag andúð á arðræningjum og erlendri hersetu og hagsmuna- tengslum þessa tvenns. Aumingja þjóðkirkjan Hvort heldur það eru útvarpsmess- urnar, orð dagsins i sjónvarpinu, bænaþulan i morgunútvarpinu eða orð kvöldsins á jólaföstuog langaföstu: allt er þetta svo ólífrænt og hug- myndasnautt að tárum tekur ög snertir ekki nokkurn mann, sem ekki er frelsaður hvort eð er, síst börn. Og vilji einhver brydda upp á lifandi kristindómi og veruleikaskyni eins og sr. Sigurður Haukur um áriö, þá ætla bókstafsmennirnir vitlausir að verða. Af því að ég hef átt heima rúm tvö ár í Austur-Evrópu, get ég borið um, hversu óþyrmilega þetta athæfi og orðfæri minnir á klunnalegan áróður yfirvalda þaðra. I fjölmiðlum var ævinlega reynt að troða að orðunum marxismi og sósialismi, jafnvel i frá- leitasta samhengi. á svo vélrænan, ósjálfstæðan og vita náttúrulausan hátt, að verkanirnar urðu hinar sömu og hér: fólk fékk andstyggð á annars góðri kenningu. Enda voru áróðurs- jálkarnir þar álika lélegir sósíalistar og pokarnir hér eru meinkristnir. Eiginlega verður að vorkenna þjóð- kirkjunni, sem manni er hálfvegis hlýtt til, þvi að margt gott hefur þrátt fyrir allt dafnað í hennar skjóli. Hún á sér svo endemis óslynga talsmenn. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.