Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978. 5 Heitavatnsskortur á Blönduósi: Heita vatnið snarminnkar — bor kemur í janúarlok —eins gott að ekki kólnar mikið „Þetta veröur ekki virkilega slæmt fyrr en gerir almennilegan kuldakafla. Þá gæti okkur orðið kalt en hlýindin að undanförnu hafa bjargað okkur,” sagði Hilmar Kristjánsson oddviti á Blönduósi í samtali við DB í gær. Þar í plássinu skortir nú verulega heitt vatn vegna mikillar minnkunar vatns úr borholum hitaveitunnar á staðnum. Síðan i ágúst hefur vatns- streymið minnkað úr 28 sekúndulitr- um i 22. Þörfin er 28 litrar. Heima- menn telja sig örugga með að leysa vandamálið með því að bora nýja holu hjá þeim tveimur, sem fyrir eru nýttar á Reykjum við Reykjabraut. „En við fáum ekki bor fyrr en i fyrsta lagi i lok janúar,” sagði Hilmar Kristjánsson. „Við höfum fengið vil- yrði fyrir bornum Narfa á Akureyri. Miðað við þetta fáum við ekki nóg heitt vatn fyrr en í fyrsta lagi í byrjun marz. Við bíðum bara og vonum. Til að spara vatn á Blönduósi hafa 6—10 stærstu húsin á staðnum verið kynt með olíu að undanförnu og ann- ast hitaveitan málið. Kynditæki hafa ekki verið tekin úr mörgum húsum á Blönduósi — og reyndar hafa ekki öll hús þar ennþá fengið hitaveitu. Meðal húsa sem hituð eru upp með olíu 1 heitavatnsskortinum eru sjúkrahúsið, skólarnir, elliheimilið og bókhlaðan. Verður fjárhagslegt tjón sveitarfélags- ins augljóslega verulegt vegna þessa ástands. •ÓV. Næturfjólan, sem jörðin geymdi lifandi. UÓSMYNDAÞJÓNUSTA KLAPPARSTÍG 16 - SÍMI 14044 Auglýsinga- og iðnaðarljósmyndir. Barna- og fjölskyldoljásmyndir. BrúSkaups- og fermingarljósmyndir. Myndir trá ÍsJandi — London — Parls fyrir útgefendur og fil veggskreyfinga Lokað 22. des. til 5. janúar. springur út í bakgarði við Njálsgötu „Jörðin geymir meira lifandi en kartöflurnar á Ragnheiðarstöðum og Bæjarskerjum,” sagði gömul kona við Njálsgötu I Reykjavík, sem hafði sam- band við blaðið vegna frétta af kartöflu- uppskeru i desember. „Þetta er afgamalt hús sem ég bý i hérna viö Njálsgötuna. Því fylgir stór lóð, þar sem eru alls lags blóm á sumrin. Ég get nú lítið gert nema aö rölta á milli og horfa á blómin. En svo var það fyrir viku siðan að ég var úti i garði og ætlaði að brjóta þar stöngul af dauðu blómi. Þá tók ég eftir þvi að komnir voru knúppar á blómið og i gær hafði það sprungið út. Þetta er næturfjóla, fjölært blóm. Litirn- ir eru fallegir, en ekki eins skærir og á sumrin, enda vantar sólskinið,” sagði viðmælandi okkar i gær. -ÓV. Gamla konan við Njálsgötuna hlúir að næturfjólunni sinni. DB-myndir Höröur. Loksins á /s/andi Margar tegundir sjónvarpstækja á einum stað. Eigum meðalannars eftirtaidar tegundir: HITACHI Japönsk 20” 448.000L- Salora Finnsk 22”-26” Verðjfá 454.200.- Luxor Swedish Quality Luxor—Sœnsk 22”-26” Verð frá 446.000.- Japönsk 18”-20” Verð frá 390.000.- ITT ITT— V-þýzk 20”-22”-26” Verð frá 445.000 SPARIÐ SPORIN Verzlið þar sem úrva/ið er. Látið fagmenn leiðbeina ykkur. SJONVARPSMIÐSTOÐIN MIÐSTÖÐ SJÓNVARPSVIÐSKIPTANNA NÆG BÍLASTÆÐI VIÐ ERUM ISIÐUMULA 2 SÍMINN OKKAR ER y; IK l

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.