Dagblaðið - 16.12.1978, Side 25

Dagblaðið - 16.12.1978, Side 25
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978. 25 N Bók menntir una lifi. En slikt lífsmark sést lítt í samtiðinni sem er reyrð niður á klafa: Þeir sem stóðu forðum lausum fótum í frjórri óvissunni standa nú föstum fótum í trénaðri trú og hampa dúsu kenninganna. Þú stjórnar þessu ekki lengur. Freyr. Loki er minn guð Þótt Freyr standi sem tákn lifs og framvindu er Guðbergur of vitsmuna- legur höfundur til að geta látið sér nægja að hylla hann. Þvi er hér þri- vegis skotið inn einkennilegri orða- súlu, leik með nöfn goðanna Njarðar, Freys og Laufeyjar, en endar svo: Loki er minn guð. Loki er sem sé guð undirhyggju og bragðvísi, raunverulega er það hann sem lifgar sköpunina með vélum sínum, höggormur i aldingarði. En það er til marks um bragðvísi Guð- bergs að hann leggur ekki frekar út af þessu, lætur sér nægja að skjóta þess- ari yfirlýsingu að lesandanum. En hlutverk Loka i listinni er kannski það sem úrslitum ræður. Þvi tengist hin undirförula hugsun: Formleysi verður að formi Flateyjar-Freyr er tilraunatexti eins og annað sem Guðbergur Bergsson hefur sett saman. Verk hans lifa í þeirri sundrung, tvísýnu, óvissu og lausung formsins sem hann hefur stundað. Þetta allt er blátt áfram for- senda fyrir höfundarverki hans. Og ég held að þessi bók bendi til að Guðberg- ur sé síður en svo i stöðnun. Miklu fremur finnst mér að texti hans sé hér gæddur nýrri spennu, nýrri undir- hyggju, nýrri bragðvisi. Sjálft hið goð- fræðilega táknmál bókarinnar er til þess fallið að rýna undir yfirborðið, bak við orð og tákn: orðlaus þögn er innsti þáttur gleði heimkynni málsins hugsun er þar í sköpun formleysi verður þar að formi litleysið að lit. Freyr gliman við unað þagnarinnar tekur engan enda fremur en löngun mannsins ' til að horfa og skynja skilja og verða til gegnum visku augans. Hún verður til i kviksandi. Freyr þaðer að lifa í tvísýni eyrans og augans og að geta séð með eyranu-auganu-munninum- hendinni-nefinu-tungunni: allt' skal vera tvisýnt eins og maðurinn. Hins vegar er háskinn: gælur háskans og gleði öryggislauss lífs. Þetta er blátt áfram fagur og djúp- sær skáldskapur, lýrik sem ýmsum mun koma á óvart frá svo harðsvíruð- um byltingarmanni stíls og hug- mynda. En tilvitnunin birtir kannski dýpsta einkenni í verkum Guðbergs: Næmleika, róttækni í glímu við orðið, heiminn og fjötraða vanahugsun. Allt þetta má sjá i Ijóðfórnum þeim sem hann nú hefurfærtFlateyjar-Frey. Jóhannes Páll annar páfi með pólskan hatt sem nokkrir landa hans, sem komu til Rómar, afhentu honum að gjöf. Leikrit eftir páfa frumf lutt —var leikstjóri við leikhús í Krakov Jóhannes Páll annar páfi verður varla kallaður einn hinna ungu og upprennandi penna sem leggja fyrir sig leikritun en þrátt fyrir það mun ítalska útvarpið frumflytja verk eftir hann á næstunni. Leikritið samdi páfi fyrir tuttugu árum,þá biskup í Krakov i Póllandi. Leikritið fjallar um ástir og vanda- mál tveggja hjóna og börn þeirra. Nafn leikritsins mun vera Verzlun gullsmiðsins. Leikstjóri verður pólsk kona, Alexandra Kurczab, en hún var áður leikari við sama leikhús í Krakov og núverandi páfi starfaði sem leik- stjóri áður en hann hóf prestsþjón-' ustu. -ÓG. , Borópennasett í „ONYX STEINI" / hvítu, brúnu og grænu. PAIIar nánari k upptýsingar; PE N N A VIÐGERÐIN Intjólfsstráeti 2, simí 13271 FYRSTA FLOKKS GJÖF SEM GLEÐUR M JT m m ma grm * * Jolagjofm / ar

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.