Dagblaðið - 16.12.1978, Side 6

Dagblaðið - 16.12.1978, Side 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978. Á 27. skoðanakönnun Dagbladsins: Eruð þér fylgjandi eða andvígur rfkisstjórninni? Stjóm'm með öruggan meiríhhita DEMANTAR - DEMANTAR Demantshringar, demantshálsmen, demantseymalokk- ar, handsmlðaðir islenzkir demantsskartgripir. Einnig ýmist demantsskart frá þekktum enskum og hollenzkum demantsskartgripaframleiðendum. Ábyrgdá öium okkar skartgripum Húsgagnaverslun Reykjavlcur hf. Brautarholti 2'Símor 11940 — 12691 Ríkisstjórnin hefur meirihluta landsmanna meö sér samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem DB gerði um siðustu helgi á fylgi ríkis- stjórnarinnar. Af þeim sem ekki segjast óákveðnir styðja 59,1 prósent ríkisstjórnina en 40,9% eru henni and- vígir. En t^ess ber að gæta að 34 af hverj- um hundrað sögðust vera óákveðnir, sem er hátt hlutfall. Í síðustu þingkosningum höfðu stjórnarflokkarnir 61,8 af hundraði at- kvæða. Þessi skoðanakönnun var gerð sam- tímis könnun á fylgi einstakra flokka. Sama fólkið var spurt í báðum könn- ununum. 1 stórum dráttum má heita að allir þeir, sem á annað borð segjast mundu kjósa einhvern stjórnarflokk- inn, segist styðja rikisstjómina. Þess voru dæmi að menn segðust styðja stjórnina en sögðust svo óvissir þegar þeir voru spurðir hvaða flokk þeir mundu kjósa. 1 könnuninni á fylgi flokkanna voru 40 af hundraði ýmist óákveðnir, kváðust „engan flokk” styðja eða neituðu að svara spurning- unni. Af þessum sökum er dálitill mis- munur á niðurstöðum könnunarinnar á fylgi flokkanna og könnunarinnar Niðurstöður skoðanakönnunar- innarurðu þessar: Fylgjandi ríkisstjórninni 117 eða 39% Andvígir ríkisstjórninni 81 eða 27% Óákveðnir 102 eða 34% Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðutóku verða niðurstöðumar þessar: Fylgjandi 59,1% Andvígir 40,9% Fimm af nýju ráðherrunum átta. Frá vinstri: Tómas Arnason, Steingrimur Hermannsson, Kjartan Jóhannsson, Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson. um afstöðu til rikisstjórnarinnar, en ekki svo að miklu skipti. Konur f remur með stjórninni Ríkisstjórnin nýtur mun meira fylgist úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þá er athyglis- vert að hlutur hennar er stærri meðal kvenna en karla. Þó voru fleiri konur en karlar óákveðnar í afstöðu til stjórnarinnar. Á höfuðborgarsvæðinu reyndust fleiri óákveðnir en úti á landsbyggð-. inni, basði af konum og körlum. Ef gerður er samanburður við skoð- anakönnun sem Dagblaðið gerði i fyrra á fylgi við ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar kemur i Ijós að þessi ríkis- stjórn hefur nú sem stendur mun meiri stuðning þeirra, sem telja sig fylgja einhverjum flokki stjórnarinnar, en ríkisstjórn Geirs. Greinilegt var af könnuninni ifyrraað fjöldi fólks, sem taldi sig styðja stjórnarflokkana, Sjálf- stæðisflokkinn og Framsóknarflokk- inn, hafði þá snúið baki við rikisstjórn þessara flokka. Ólafia heldur sínu nokkuð til haga. • HH 55^ °,g vel fja>menn< #* “^tínguna til\ fl/fl uiiir * i.Qfum sarm toða ogWn* V^fMksergetuj\ tðirtilaðW^ „GEFUM HENNIKOST A AÐ STANDA VIÐ LOFORDIN” „Maður styður náttúrlega aldrei allar aðgerðir rikisstjórnar. Þessi stjórn gerir margt ágætt, annað ekki. Þetta á allt eftir að koma i Ijós,” sagði kona í Vestmannaeyjum, sem var ein hinna spurðu í skoðanakönnun DB. Mjög algengt var að fólk svaraði að erfitt væri að dæma stjórnina eftir svo stuttan valdatima. Þetta gilti einkum um þá sem þó sögðust styðja stjórnina „enn”. „Hún lifir ekki af þeim gjörðum, sem hún hefur ákveðiö og gert, en getur enn bætt þar um og staðið sig eins og lofað var,” sagði kona á Akur- eyri. „Þaðer varla komin á hana nógu góð reynsla en nógu miklu hafa þeir lofað. Það er eins gott að þeir reyni ekki að standa við það allt,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Ég er fylgj- andi því að hún fái að reyna sig dálítið lengur og gefa henni kost á að standa við loforðin,” sagði karl í Reykjavík. Svo voru aðrir sem hölluðust að stjórnarandstöðunni. Sumir þeirra höfðu kosið einhvem stjórnarflokk- anna siðast. „Það skásta, sem stjórnin hefur gert, er ekkert annað en það sem sjálfstæðismenn ætluðu að gera. Ann- ars er hún ónýt,” sagði kar! I Kópa- vogi. „Litil reynsla af henni ennþá en ekki lízt mér á það sem komið er,” sagði kona á Reykjavikursvæðinu. „Hún hefur ekki staðið sig nógu vel og nú mundi ég ekki fara að kjósa hana,” sagði karl á Akureyri. „Ríkisstjórnin hefur svikið flest af þvi sem aðstand- endur hennar lofuðu fyrir kosningar og nú kysi ég Sjálfstæðisflokkinn,” sagði annar karl á Akureyri. „Mér finnst hún ekki takast á við vandann. Hún stendur ekki við loforðið um samningana í gildi,” sagði kona á Eyrarbakka. „Bölvuð vettlingatök,” sagði karl í Mosfellssveit. „Allt sömu mennirnir" Algengt var að fólk lýsti skömm sinni á þessari ríkisstjórn, svo og þeirri sem var á undan henni. „Ekki hefur það batnað. Það er sama hvaða fifl eru við völd. Alltaf kemur það niður á þeim minni máttar,” sagði karl í Grundarfirði. „Ég var fylgjandi henni en hef nú snúizt gegn henni, þvi að hún hefur aðeins sýnt að þetta er allt sama tóbakið,” sagði karl á Reykja- víkursvæðinu. „Ég hef ekki fundið neinn flokk til að kjósa. Þeir segja hver annan Ijúga, og mér sýnast þetta allt vera sömu mennirnir,” sagði karl í Hafnarfirði. „Þetta er sundurleitur hópur. Ég held að þeir geti ekki komið sér saman um nauðsynlegar aðgerðir, sem fyrri stjórn tókst heldur ekki að framkvæma,” sagði karl i Búðardal. „Þeir eru eins og allir aðrir, hugsa bara um sjálfa sig, þegar þeir eru komnir i stjórn,” sagði kona á Húsavík. „Það tekur því sýnilega ekki lengur að velta fyrir sér hver stjórnar,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. Samstarf við verkalýðshreyfingu Heillegastur stuðningur við ríkis- stjórnina kom frá þeim sem nefndu að stjórna þyrfti í samráði við verkalýðs- hreyfinguna. Annars færi þetta illa. „Ég held að ríkisstjórn nái betri ár- angri þegar hún hefur verkalýðshreyf- inguna með sér,” sagði karl á Egils- stöðum. „Eindregið með henni því að hún mun frekar geta stuðlað að vinnu- friði og starfað án þess að vera trufluð af verkföllum,” sagði kona á Dalvík. En margir komu einnig að því að flokkarnir heföu ekki komið samn- ingunum I gildi. - HH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.