Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 40

Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 40
Háfskip hf. kærir fyrr- verandi forstjóra sinn —fyrir „meint fjármálamisferli, skjalafals og aðra misbeitingu” Stjórn Hafskips hf. hefur kært fyrr- verandi forstjóra félagsins, Magnús Magnússon, fyrir fjármálamisferli, skjalafals og aðra misbeitingu. Kæran barst Rannsóknarlögreglu ríkisins i gær — og þá um leið sendi stjórn Haf- skips hf. frá sér fréttatilkynningu um kæruna. Hallvarður Einvarðsson, rann- sóknarlögreglustjóri ríkisins, staðfesti i ' samtali við fréttamann blaðsins i gær- kvöld að kæran hefði borizt sér, en kvaðst að öðru leyti ekkert um hana geta sagt. DB gerði ítrekað árangurs- lausar tilraunir til að ná sambandi við Magnús í gær. í fréttatilkynningu stjómar Haf- skips hf. segir að að ósk núverandi framkvæmdastjóra félagsins hafi að undanförnu „farið fram úttekt á ýmsum bókhalds- og rekstrarþáttum félagsins. Við þá úttekt komu i Ijós vafasöm atriði, er gáfu tilefni til sér- stakrar rannsóknar af hálfu félagsins. Þeirri frumrannsókn er nú lokið að mestu leyti og byggir stjórn félagsins kæru sína til Rannsóknarlögreglu ríkisins á henni. Er hér um að ræða meint fjármálamisferli, skjalafals, auk annarrar misbeitingar. Var svo komið að stjórnendur félagsins töldu sig, að itarlega athuguðu máli, ekki eiga ann- arra kosta völ en að ofangreindum aðilum væri falin rannsókn þessa máls. Magnús Magnússon lét af störfum forstjóra hjá félaginu í nóvember 1977, en hefur átt sæti i stjórn félags- ins.” í fréttatilkynningunni segir að meint brot Magnúsar hafi ekki beinzt að viðskiptamönnum félagsins, við- skiptabanka eða öðrum samskiptaaðil- um Hafskips. „Á þessu stigi verður þó ekki annað séð en að fjárhagslegir hagsmunir félagsins verði tryggðir i þessu máli,” segir þar. Siðan segir: „Það er von stjómar Hafskips hf. og framkvæmdastjóra að mál þetta fái hiaða meðferð og að við- skiptamenn félagsins og aðrír sam- skiptaaöilar þess láti félagið, nú á við- kvæmum tima, ekki gjalda þess að hafa gengið hreint til verks i máli þessu.” -ÓV „Eitt er víst að alltaf verður Ógurlega verður gaman þá! Krakkarnir eru spenntir, það er verið að velja jólatré fjöLskyldunn- ar i ár. Ekki má draga það mikið lengur ef menn vilja fá gott tré, þ.c.a.s. þeir sem ekki eru þegar búnir að fá sér tré eða eiga gott gervijðlatré. * DB-mynd Hörður Sjónvarpið fær 18 milljónir fyrir auglýsingar um helgina Fyrir auglýsingar helgarinnar (laugardag + sunnudag) fær sjónvarp- ið greiddar hvorki meira né minna en 10.228.800 kr. Fyrir kvöldið i gær verða hins vegar greiddar heilar 7.838.200 kr. og er það langdýrasta kvöldiö á þessu ári hjá sjónvarpinu. auglýsingin er fyrir bamabækur frá Ið- Auglýsingar helgarinnar eru alls unni, 135 sekúndur, en auglýsingamar rúmur klukkutími á lengd eða 3871 tvær frá Emi og örlygi eru 115og90 sekúnda, 64.5 mínútur. Er þetta sekúndur. Til samanburðar má geta lengsti auglýsingatími sem sjónvarpið þess að gosdrykkjaauglýsingarnar eru hefur nokkru sinni tekið upp. Lengsta 1 minúta hver. Hver auglýsingaminúta í sjónvarpi kostar 140þúsund krónur. Sjá nánar um heimsókn DB á auglýsingadeild í blaðinu á þriðjudag. DS Alþýðuflokkurinn skildi eftir smugu ( —fjárlagaaf greiðslu haldið áf ram ) Orðalag flokksstjórnarályktunar Alþýðuflokksins er þannig skilin af öll um ráðherrum rikisstjórnarinnar, að unnt sé að afgreiða fjárlög án þess að frumvarp krata til laga um jafnvægis- stefnu í efnahagsmálum hafi hlotið samþykki Alþingis. Svo kunni að fara að það frumvarp verði tekið til af- greiðslu samhliöa því að lánsfjáráætl- un verði lögðfram. Virðist því ekkert því til fyrirstöðu að önnur umræða fjárlaga byrji í dag, þrátt fyrir þau þáttaskil sem virtust liggja í loftinu eftir flokksstjórnarfund Alþýðuflokksins í fyrrinótt. Orðalag ályktunarinnar gefur það svigrúm sem nægir-til þess að á hana er ekki litið sem úrslitakosti af hálfu Alþýðuflokksins i stjórnarsamstarf- inu. „Þessi afgreiðsla er sammæli allra ráðherra rikisstjórnarinnar,” sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra er hann lýsti því i umræðum utan dag- skrár á þingi hver háttur verður á hafður um gerð fjárlaga og þeirra laga sem fjallað verður um samtimis þeim. Ólafur kvað ætlað að afgreiða tekju- öflunarfrumvörp fyrir jól eða fyrir ný- ár, ef fjárlagaafgreiðslan dregst. Þá verður og fjallað um og afgreidd lög um félagslegar umbætur i samráði við launþegasamtökin. „Stundum hefur tekizt og er æski- legt að láta lánsfjáráætlun fylgja af- greiðslu fjárlaga. Oftar hefur lánsfjár- áætlun verið afgreidd siðar, enda fer hún ekki til samþykkis á Alþingi,” sagði Ólafur. 1 ályktun sem Sighvatur Björgvins- son, form. þingflokks Alþýðuflokks- ins, las upp og samþykkt var i flokks- stjórn hans i fyrrinótt segir meðal ann- ars: Flokksstjórnin leggur áherzlu á að núverandi stjórnarflokkar afgreiði frumvarp til laga um jafnvægisstefnu í efnahagsmálum og samræmdar að- gerðir gegn verðbólgu. Fram er tekið að rikisvaldið verði að hafa frumkvæöi til þess aö ná árangri i verðbólgumálum. Þess vegna verði ekki gengið frá fjárlögum og lánsfjár- áætlun fyrr en þessi stefna hefur verið mörkuð. BS. frjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 16. DES. 1978. „Við erum ekki til um- ræðuumað !■ r «3« «• i— segja afgreiðs menn íáfengis verzlunum , „Við viljum að það komi skýrt fram |að við erum ekki til umræðu um að opið á Þorláksmessu,” sagði Ragnt Pétursson, trúnaðarmaður afgreiðslu manna í áfengisverzlunum í samtali við Dagblaðið. En í DB i gær var sagt frá að til tals hafi komið að hafa áfengis- verzlanir opnar á Þorláksmessu þrátt fyrir að hana beri nú upp á laugardag. „Við vitum að Jón Kjartansson vill hafa opið," sagði Ragnar. „En þetta er laugardagur og það er okkar frídagur og við látum hvorki Jón Kjartansson né dómsmálaráðuneytið segja okkur fyrir verkum með það. Það kemur hreinlega ekki til greina af okkar hálfu að hafa opið á þessum frídegi okkar.” - GAJ Jólasveinn dagsins, þegar aðeins átta dagar eru til jóla, er Jón L. Árnason skákmeistari. Jólasveinafræðingar blaðsins gáfu honum nafnið Hrókaþeyt- Og Hrókaþeytir var spurður hvað hann vildi i jólagjöf. „Allar skákir gefnar eftir þetta,” glettist Jón, en bætti svo við: „í alvöru, þá vil ég fá tafl og spil I jólagjöf." DB-mynd Bj.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.