Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978. 15 SPILAÐ OG SUNG- IÐ Á ESJUBERGI Matar- og kaffigestum á Esjubergi gefst í dag kostur á skemmtilegri nýj- ung sem ætluð er til að lífga upp á matar- eða kaffitímann. Hljómsveitin Brunaliöið kemur þangað í heimsókn og i fylgd með henni verður Ruth Reginalds, söngstjarnan unga. Hljóm- sveitin og Ruth munu flytja ýmis af vinsælustu lögum skammdegismánað- anna. RAFRÁS HF. Söluskrífstofa að Ármúla 5 — Sími 82980 brautryðjendur á sviði rafeinda- tækni á íslandi. Jólasveinninn á íslandi enn í fullu fjöri: Dregið hefur verið i verðlaunaget- raun þeirri sem bókaútgáfan örn og örlygur efndi til í sambandi við aug- lýsingu sína á barnabókum í sjónvarp- inu. Alls tóku 2450 börn hvaðanæva af landinu þátt í getrauninni. Dregið var í verðlaunagetrauninni að við- stöddum fulltrúa borgarfógeta. Eftir- talin nöfn voru dregin út: Björg Helgadóttir, Lálandi 12 Reykjavík Guðni Sigurbjarnason, Haukshólum 5 Reykjavík Jón og Gunnar Árnasynir, Kirkjuteigi 29 Reykjavík Laufey Jóna Högnadóttir, Hraunbæ 10 Reykjavik Lilja Jónasdóttir, Njarðvíkurbraut 4 Keflavik Margrét Árnadóttir, Hraunbæ 106 Reykjavík Margrét Valsdóttir, Laxárvirkjun Þingeyjarsýslu Sigríður Óladóttir, Löngubrekku 11 Kópavogi Valdimar Björnsson, Ásbraut 21 Kópavogi Þórunn Pétursdóttir, Ásabraut 7 Keflavík. " > Þórdis Linda dregur út nöfn verð- launahafanna. H|ómgæði á hálfvirðí Nútímafístaverkið —Sérstæðasti hágæða p/ötuspfí arí heims ioksins fáaniegur Óvenju hagstæð kjör _ ' iýtm ' ■ * \ ^ yuiM . —*sé*^*** . - , , -.«>^****^^ *** UQ/ STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR EÐA 30% D /O ÚTBORGUN. TILBOÐ TIL ÁRAMÓTA. Plötuspilarinn sem kunnáttumenn á sviði hljómtœkja mœlameð. Einstakur tónarmur — 40 sinnum minna plötuslit — Útslagsgefandi þegar hver hljómplata kostar þúsundir og áríðandi er að varðveita hljómgæðin sem lengst. Snúningsskekkja (Wow).............. minnien0.05% * Hraðafróvik (flutter).............. ómælanlegt Mótor.............................. 24 póla samfasa ACmótor Hraflar............................ tveir, 33.3 og 45 snúningar I Útsölustaður í Reykjavík:, Hljómtœkjaverzlunin Steríó Hafnarstrœti 5 — gegnt Tollstöóinni Sími 19630 Umboðs- og söluaðilar óskast um allt land Framleitt á íslandi með leyfi Transcriptors (Ireland) Ltd. „Við höfum engan skorstein en komdu inn um aðaldymar” — Hundruð bréfa berast árlega til jólasveinsins Helga Þorsteinsdóttir „ritari jólasveinsins” hefur þegar svaraö yfir 200 bréfum sem borizt hafa til jólasveinsins á tslandi frá börnum á Bretlandseyjum. allir aðrir á íslandi hafi það gott. Þá er jólasveininum lofað því að einhverjar veitingar biði hans þegar hann kemur með pakkana. Það er gjarnan sérri eða bjór og kaka með og heit mjólk handa Rúdolf. Utanáskriftin ernokkuð mismunandi en oftast To father Christmas Iceland. Oft er heimilisfang hans nefnt öðruvisi, s.s. norðurpóllinn, hreindýraland, leik- fangaland eða eitthvað i þá áttina en öll eru þessi bréf send til íslands og þar er þeim öllum svarað af Helgu Þorsteins- dóttur hjá Ferðaskrifstofu ríkisins. Hún sagði að þetta væri svo mikill bréfafjöldi að jólasveinninn gæti ekki annað þessu sjálfur og léti þvi ritara sinn um það. öll börnin fá fallegt jólakort þar sem er mynd af jólasveininum. Helga sagði að það væru margir áratugir síðan þessi venja komst á. Hún sagði að upphafiega hefði birzt auglýsing i The Times frá jólasveininum og það hefði haft þau áhrif að pósturinn kom einn daginn með fullan bíl af bréfum og sturtaði þeim inn iá gólf hjá Ferðaskrifstofunni sem þá var i Gimli i Lækjargötu. Slíkur var fjöldi bréfanna að starfsfólkið þurfi að grafa sig út. Siðan hefur ekkert lát orðið á þessu og árlega berast hingað hundruð bréfa stiluð á jólasveininn á íslandi. - GAJ Verðlaunin eru bækur að verðmæti 25 þúsund krónur handa hverjum vinningshafa eftir eigin vali. ■ GAJ Algengt er að börnin klippi út myndir af leikföngum sem þau óska sér og sendi jólasveininum. Hér eru nokkur dæmi um slikt frá börnum i Wales og bréfin rituð á velsku. Oft fýlgja með teikningar sem bömin hafa gert af jólasveininum á Islandi. DB-myndir Hörður Þær upplýsingar sem DB fékk hjá skrifstofu Pósts og síma og einnig hjá Ferðamálaráði, að jólasveininum á íslandi bærust engin bréf lengur reyndust rangar. Frétt DB þaraðlútandi á fimmtudag á því ekki við rök að styðj- ast. Er Dagblaðið hafði samband við Ferðaskrifstofu rikisins i gær fengust þar þær upplýsingar að sízt væri minna af þessum bréfum nú en áður. Að sögn Helgu Þorsteinsdóttur er þegar búið að svara yfir 200 bréfum i ár. Helga sér sjálf um að svara þessum bréfum. Hún sagði að það hefði staðiö til aö Ferða- málaráð tæki þetta yfir en af þvi hefði aldrei orðið og þvi hefði orðið að vinna yfirvinnu á Ferðaskrifstofu rikisins I fyrra. Núna sagðist Helga hins vegar svara þessu sjálf jafnt og þétt og um leið og bréfin bærust. Helga sagði að langflest bréfin væru frá Bretlandseyjum. Bréf þessi væru ósköp elskuleg en yfirleitt væri í þeim að finna lista yfir þær gjafir sem börnin óskuðu sér. Þá fylgdu oft með leiðbein- ingar um hvar ætti að skilja gjafirnar eftir. 1 einu bréfinu stóð t.d.: Við höfum engan skorstein en gjörðu svo vel að fara inn um aðaldyrnar. Þá lofa börnin þvi gjarna að vera þæg og góð og dugleg að hjálpa pabba og mömmu. Þau biðja oftast að heilsa Rúdolf, en það er hrein- dýr jólasveinsins, og vona að hann og ÖrnogÖrlygur: 2450 BORN TÓKU ÞÁTT í GETRAUNINNI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.