Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 11
Þingmenn Alþýðubandalagsins koma af fundinum dularfulla. Blaðamenn gerðu að þelm harða hrið en allt kom fyrir ekki. LJOSMYNDIR BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON HERRASKÓR MIKIÐ ÚRVAL DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978. BtÐIN EFTIR BOMBUNNI —eða er Ólafurgóður eða slæmur verkstjórí? Á ganginum voru ákafar umræður og greinilega var mikið i húfi. OPIÐ Það lá mikil spenna í loftinu og menn voru íbyggnir og spáðu. A göng- um Alþingis stungu þingmenn saman nefjum en greinilegt var að frumvarp alþýðuflokksmanna, sem samþykkt var á flokksstjórnarfundi i fyrrinótt, hafði komið róti á hugi þingmanna. „Ætli Ólafur sé búinn að fá nóg af þeim?” spurðu menn hverjir aðra og fréttamönnum tók að fjölga á göngun- um. Sjálfstæðismenn, bæði háttsettir og aðrir, litu Ólaf töluverðum vor- kunnaraugum, er hann gekk i húsið, en Ólafur heyrðist segja: „Nú er sólin farin að skína. Það veit vonandi á gott.” Svo brosti hann sínu fræga brosi. Svona setningar verða yfirleitt til þess að fréttamenn verða tauga- óstyrkir þegar Ólafur á í hlut. Brátt sáust einnig ungir og upprennandi sjálfstæðismenn á göngum, komnir eins og kallaðir, en það veit yfirleitt einnig á einhver tíðindi. Fundi frestað Spennan jókst er nær dró fundar- tima í báðum deildum, kl. tvö. Þeir bræður, Finnur Torfi og Gunnlaugur, ásamt Árna Gunnarssyni, voru á tali við Svavar Gestson og Árni var greinilega æstur. Ólafur var löngu genginn inn í sal og var á tali við Matt- hías Bjarnason úti í glugga. Þar fyrir utan voru starfsmenn borgarinnar að undirbúa skreytingu norska jólatrésins á Austurvelli en varla hafa þeir tví- menningar verið að ræða það. Og þó, hver veit? Er fundir höfðu verið settir var skyndilega tilkynnt að fundum yrði frestað til kl. þrjú, vegna þess að al- þýðubandalagsmenn hefðu ákveðið að halda þingflokksfund. Þama kom það! Lúðvík ætlaði greinilega ekki að láta bjóða sér svona vinnubrögð! Ljós- myndarar hlupu til og festu menn á filmu í grið og erg. Menn að ganga upp stiga. Kannski yrði þetta örlagarik mynd. Myndin af alþýðubandalags- mönnum þegar þeir gengu upp stigann áleiðis til fundarherbergisins þar sem þeir sögðu: „Nei, takk, þetta látum við ekki bjóða okkur!” Og myndir voru teknar í grið og erg. Hinir þingflokkarnir fóru hver inn I sitt fundarherbergi og Albert Guðmundsson fór niður í kaffistofu. Biðin eftir bombunni Ólafúr Ragnar Grímsson kom seint á fundinn uppi á lofti og stuttu síðar kom Lúðvík á hraðferð út. Hann hélt rakleiðis niður í fundarherbergi fram- sóknarmanna, kvaðst ekki vilja tala við blaðamenn á leiðinni niður súg- ann, hann hefði öðrum hnöppum að hneppa og bað menn að vera ekki að æpa á sig, þegar hann kom út aftur. Stuttu síðar kom Ólafur út í fylgd með sinum mönnum og nú var greini- legt að til tíðinda drægi. Það hafði frétzt að Geir Hallgrims- son myndi kveðja sér hljóðs utan dag- skrár. Nú gerist það! Fólki hafði fjölgað á áheyrendapöll- um'og þingmenn efri deildar fylgdust með fundi i neðri deild er hann var settur. Geir Hallgrimsson sté I ræðu- stól. Pingiunaum var skyndilega trestað ur Hann átaldi ríkisstjórnina fyrir vinnubrögð í sambandi við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins og vildi fá að vita hvernig að þessum málum yrði staðið, sérstaklega með tilliti til þess frumvarps sem flokksstjórn Alþýðu- flokksins hefði samþykkt og rætt hefði verið um i fjölmiðlum. Nú myndi það gerast! Nú stendur Ólafur upp og segir að hann sé búinn að fá nóg af þessu öllu saman og Lúð- vik líka. Það sé ekki hægt að vinna meðsvona mönnum! „Mér er Ijúft að verða við tilmælum hæstvirts 4. þingmanns Reykvíkinga að gera grein fyrir þvi hver háttur mun verða á afgreiðslu þingmála á næstunni,” sagði Ólafur Jóhannesson og brosti lítillega til Geirs. Síðan gerði hann það: Sagði að stefnt yrði að af- TIL KL10 í KVÖLD Póstsendum Laugavegi 69 Sími 16850 greiðslu fjárlaga með tilheyrandi frumvörpum fyrir áramót og jafn- framt unnið að lánsfjáráætlun. Varð- andi tillögur alþýðuflokksmanna teldi hann þær vera nánari útlistun á því sem stefna ríkisstjórnarinnar væri og þau mál yrðu skoðuð nánar I ríkis- stjórninni og fjallað um þau þar! Geir reyndi að klóra í bakkann og lét að því liggja að verkstjórnin væri ekki í lagi hjá Ólafi. Það væru meira að segja feigðarmerki á þessari rikis- stjórn. Ólafur stóð upp og sagði að verk- stjórn yrði að meta hverju sinni, hvort hún væri góð eða vond við þessar að- stæður væri álitamál. „Þeir lifa oft lengst sem með orðum eru vegnir,” sagði Ólafur að lokum. Þingmenn smáhlógu og spennan hvarf undir yfirborðið. Það varð ekki séð að þessir atburðir hefðu tafið verkamennina við jólatréð á Austurvelli. -HP Ólafur sagði svo Geir hvernig hann ætlaði að hafa þetta allt saman ...

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.