Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 39

Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 39
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978. « Útvarp Sjónvarp I r~-------------------------------------------\ BÍÓMYNDIN—sjónvarp í kvðld kl. 22.00: TAGLHNYTINGURINN Úr kvikmyndinni Taglhnýtingurinn; það er Pierre Clement sem er til vinstri á myndinni. Taglhnýtingurinn (II Conformista) nefnist ítölsk bíómynd sem sjónvarpið sýnir í kvöld kl. 22.00. Myndin er frá árinu 1970 byggð á sögu eftir Alberto Moravia. Handrit og leikstjórn gerði Bernardo Bertolucci en með aðalhlutverk fer Jean Louis Trintignant. Myndin er ekki við V hæfi barna. Sagan hefst skömmu fyrir siðustu , heimsstyrjöldina á Ítalíu. Ungur heim- spekiprófessor, Marcello, er í nánu sambandi við fasistaflokkinn. Hann er sendur til Parisar i erindagjörðum fyrir flokkinn og fer þá ýmislegt að koma í ljós. Kvikmyndahandbók okkar vildi ekk- ert gefa upp um þessa mynd, svo við , verðum bara að bíða og sjá hvort hún er góð eða slæm. Myndin stendur í einn tima og fjörutíu og fimm mínútur og er í lit. Þýð- andi er Kristrún Þórðardóttir. -ELA. _________________________________/ Útvarp Laugardagur 16. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Ljösaskiptí: Tónlistarþáttur i umsjá Guð mundar Jónssonar píanóleikara. 8.00 Fréttir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.30 óskalög sjúklinga: Kristin Sveinbjörns- dóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir). 11.20 Að lesa og leika. Jónina H. Jónsdóttir leik- kona sér um bamatíma. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. í vikulokin. Blandað efni i samantekt Eddu Andrésdóttur, Áma Johnsens, Jóns Björgvinssonar og Ólafs Geirssonar. 15.30 Á grænu Ijósi. óli H. Þórðarson framkvstj. umferðarráðs spjallar við hlustend- 15.40 íslenzkt mál. Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag. talar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Breiðfirzkt efnL a. Viðtal við konu sem nú er hundrað ára, Sveinn Sæmundsson talar við Sigurrós Guðmundsdóttur frá Sauðeyjum (Áður útv. fyrir 9 árum). b. Bjart er yfir Breiðafirði. Stefán Þorsteinsson i Ólafsvik flytur hugleiöingu. 17.45 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19J30 Fréttír. Frétttaauki. Tilkynningar. 19.45 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson kynnir sönglög og söngvara. 20.30 Á bókamarkaðinum. Umsjónarmaður: Andrés Bjömsson. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. — Tónleikar. 22.05 Kvöldsagan: Sæsímaleiðangurinn 1860. Kjartan Ragnars sendiráðunautur les annan hluta þýðingar sinnar á frásögn Theodors Zeilaus foringja í Danaher. Orð kvöldslns á jólaföstu. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22:45 Danslög. (23.50 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 17. desember 8.00 Fréttir. 8.05 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vígslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög. Boston Pops hjjómsveit- in leikur. Stjórnandi: Arthur Fiedler. 9.00 Hvað varð fyrir valinu? Tveir fornsögu- þættir úr Ólafs sögu T ryggvasonar enni mestu. Sigurður Blöndal skógræktarstjóri les. 9.20 Morguntónleikar. a. Tvíraddaðar hug dettur, Sarabande og Burrée, i h-moll eftir Johann Sebastian Bach. Ilse og Nicholas Alfonso leika á gitara. b. Serenaða i D-dúr fyrir flautu, Fiðlu og víólu op. 25 eftir Ludwig van Beethoven. Eugenia Zukerman, Pinchas Zukerman og Michael Tree leika. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Ljósaskiptí: Tónlistarþáttur i umsjá Guð mundar Jónssonar pianóleikara (endurt. frá' morgninum áöur). 11.00 Messa i Frikirkjunni. Prestur: Séra Kristján Róbertsson. Organleikari: Sigurður ísólfsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 Eiður og heitvinning i réttarfarí. Dr. Páll Sigurðsson dósent flytur siðara hádegiserindi sitt. 14.15 Arflcifð i tónum. Baldur Pálmason minnist þekktra erlendra tónlistarmanna, sem létust i fyrra, og tekur fram hljómplötur þeirra. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Á bókamarkaðinum. Lestur úr nýjum bókum. Umsjónarmaður: Andrés Bjömsson. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 18.00 Létt tónlist: „Glataði sonurinn”, ballett- tónlist eftir Scott Joplin i hljómsveitargerð Grants Hossacks, sem stjórnar Festival ballett- hljómsveitinni i Lundúnum; Michael Bassett leikur á píanó. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir.Tilkynningar. 19.30 í iðrum jarðar. Þórarinn Þórarinsson fyrr- um skóiastjóri segir frá komu sinni til námu- héraða í Wales. 19.55 íslenzk tónUst. a. „Lilja" eftir Jón Ásgeirs- son. Sinfóniuhljómsveit lslands leikur; Páll P. Pálsson stj. b. Sonorites III fyrir píanó, segul- band og ásláttarhljóðfæri eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Halldór Haraldsson, höfundurinn og Reynir Sigurösson leika. 20.20 „Þegar Kristur heimsóttí bóndann”, smá- saga eftír Nikolaj Leskoff. Jón Gunnlaugsson læknir þýddi og les. 21.00 Söguþáttur. Broddi Broddason og Gísli Ágúst Gunnlaugsson sjá um þáttinn. Fjallaö um „lslenzka miðaldasögu" eftir dr. Björn Þorsteinsson og „Gömlu steinhúsin á íslandi", bók eftir Hclge Finsen og Esbjöm Hiort. 21.25 Tónlist eftír Jean SibeUus. a. „Svanurinn i Tuonela", tónlist um finnskt söguljóð. Ung verska ríkishljómsveitin ieikur, Jussi Jaias stj. b. Sinfónía nr. 4 i a-moll op. 63. Konunglega fílharmoniusveitin i Lundúnum leikur, Loris Tjeknavorian stj. 22.05 Kvöldsagan: Sæsimaleiðangurinn 1860. Kjartan Ragnars sendiráðunautur heldur áfram lestri þýöingar sinnar á frásögn eftir Theodor Zeilau um islandsdvöl leiöangurs manna (3). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.50 Við uppsprettur sigildrar tónlistar. Dr. Ketill Ingólfsson sér um þáttinn. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp i Laugardagur 16. desember 16.30 Fjölgun í fjölskyldunnL Lokaþátturinn er m.a. um ungböm, sem þarfnast sérstakrar um- önnunar á sjúkrahúsum, þroska ungbama fyrstu mánuðina og þörf þeirra fyrir ást og umhyggju. Þýðandi og þulur Arnar Hauksson læknir. 16.50 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 18.30 Við eigum von á barni. Lokaþáttur. Ung- bamið kemur heim og mikiar breytingar verða á lifi fjölskyldunnar. Marit þykir sem allir hafi gleymt henni. Þýðandi Trausti Júliusson. (Nordvision — Finnska Sjónvarpiö). 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Lifsglaður lausamaður. Breskur gaman myndaflokkur. Annar þáttur. Tjaldað tíl einn- ar nætur. Þýðandi Ellert Sigurbjömsson. 2I.I0 Myndgátan. Getraunaleikur. Lokaþáttur. Stjórnendur Ásta R. Jóhannesdóttir og Þor- geir Ástvaldsson. Umsjónarmaður Egill Eðvarðsson. 22.00 TaglhnJtingurinn (U comformista). Itölsk bíómynd frá árinu 1970, byggð á sögu eftir Alberto Moravia. Handrit og leikstjórn Bemardo Bertolucci. Aðalhlutverk Jean Louis Trintignant. Sagan gerist á Ítalíu og hefst skömmu fyrir síðari heimsstyrjöld. Marcello nefnist ungur heimspekiprófessor. Hann er i nánu sambandi við fasistaflokkinn og er sendur til Parisar í erindagerðum flokksins. Myndin er ekki við hæfi barna. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 23.45 Dagskrárlok. Sunnudagur 17. desember 16.00 Húsið á sléttunnL Fjórði þáttur. óvæntir endurfundir. Efni þriðja þáttar: Haglél eyði- leggur hveitiuppskeru Ingallshjónanna og margra annarra í sveitinni, og Karl Ingalls verður að leita sér atvinnu fjarri heimili sínu. Hann fær starf i grjótnámu, en það er bæði erfitt og hættulegt. Annar vina hans þar, Peters sprengistjóri, hefur lofað konu sinni að hætta þessu starfi, en áður en til þess kemur ferst hann voveiflega. Karólína Ingalls fær fjölda kvenna I lið með sér, og þeim tekst að bjarga því sem bjargað verður af uppskerunni með þvi að nota ævagamlar aðferðir. Þýðandi óskar Ingimarsson. 17.00 Á óvissum tímum. Breskur fræðslu- myndaflokkur. Fjórði þáttur. Nýlenduhug- myndin. Þýðandi Gylfi Þ. Gíslason. 18.00 Stundin okkar. Kynnir Sigriður Ragna Sigurðardóttir. Stjórn upptöku Ándrés Indriðason. Hlé. 20.00 Fréttlr og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. V 20.40 Lagaflokkur eftir Ragnar Björnsson. Halldór K. Vilhclmsson syngur lög við ljóð eftir Svein Jónsson. Ragnar Bjömsson leikur á pianó. Stjóm upptöku Rúnar Gunnarsson. 21.05 Gagn og gaman. Starfsfiæðsluþáttur. Finnbjörg Scheving fóstra og Ragnar Karlsson flugvirki lýsa störfum sínum. Spyrjendur Gestur Kristinsson og Valgerður Jónsdóttir. Stjórn upptöku örn Harðarson. 22.05 Ég, Kládlus. Sjöundi þáttur.Drottning himinsins. Efni sjötta þáttar: Tiberius verður keisari að Ágústusi látnum. Germaníkusi er byrlað eitur. Agrippina, ekkja hans, sver að koma fram hefndum á morðingjunum, Gnaeusi Piso, landstjóra á Sýrlandi og Plasínu, eiginkonu hans. Tíberíus er talinn I' vitorði með moröingjunum, og hann lætur til . leiðast að setja á sviö réttarhöld til að hreinsa sie af öllum grun. Áður en dómur er kveöinn yfir PLócr honum gefinn kostur á að svipta sig lifi og deyja þannig mcð sæmd. Hann hikar við en kona hans rekur þá rýting i brjóst hans. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.55 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 23.30 Að kvöldi dags. Séra Magnús Guðjónsson biskupsritari flytur hugvekju. 23.40 Dagskrárlok. 39 ' SEGULLAMPAR TIL JÓLAGJAFA ^ VERÐ KR. 4770 OG 5420 MYNDLAMPAR TIL JÓLAGJAFA BARNALAMPAR TIL JÓLAGJAFA 15 TEGUNDIR PÖSTSENDUM LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL m LJÓS & ORKA Jjj Sudurlandsbraut 12 SB sími 84488

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.