Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 24
24
/■
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978.
Guðbergur Bergsson.
EMIL I KATTHOLTl
Tvísýnt eins
og maðurinn
Guðbergur Bargsson:
FLATEYJAR-FREYR.
Ljóðfömir. Mál og menning.
Raykjavik 1978.44 bb.
Nú rifjast það upp að Guðbergur
Bergsson hóf rithöfundarferil sinn
með Ijóðakveri, Endurtekin orð, 1961.
Það hefur með öllu horfið i skugga
prósaverkanna sem á eftir fylgdu. En
þessar „ljóðfórnir” Guðbergs benda
eindregið til aö slikt form láti honum
vel. Enda er ljóðformið hentugt til að
gera ýmiss konar tilraunir, róta upp í
máli og hugmyndum, prófa sprengi-
kraft orðanna. Þetta er það sem Guð-
bergur gerir hér, enda hygg ég að Flat-
eyjar-Freyr sé sérkennilegasta og að
likindum ferskasta Ijóðabók ársins.
Guðbergur Bergsson er róttækur
höfundur. Slika einkunn skilja ýmsir
líkast til þannig að hann „sé á móti'
ihaldinu”, boði rómantiskar kenningar
um ný eignarhlutföll stétta, andæfi
stóriðju og hersetu. Þetta eru einmitt
klisjur af þvi tagi sem „róttækir”
menn flagga, þótt Ijóst sé að margt i
hugsanaferli þeirra verði miklu fremur
kennt við íhaldssemi. En þess háttar
róttækni boðar Guðbergur ekki. Hann
er róttækur i eiginlegri merkingu orös-
ins. Jafnt heimsmynd sem mál þessara
Ijóða vitnar um gagnrýna hugsun,
andstöðu við hefðbundin og stöðnuð
viðhorf.
\
Leikur að máli
Augljósasta einkenni í Ijóðum Guð-
bergs er leikur hans að málinu sjálfu.
Hann getur virzt alvörulítill, en svo er
ekki: Einmitt í meðferð höfundar á þvi
tæki sem mál hans er birtist frumleiki
hans og máttur, lífsmark hans. I þessu
er annar höfundur yngri, Pétur Gunn-
arsson, dálítið áþekkur Guðbergi. Sem
dæmi má taka þriðja ávarp Guðbergs
til Freys:
Freyr
ég hef sagt i þinu nafni við hjón:
Notið aldrei maka yðar i þolfalli
umgangistaldrei konuna í þágufalli
litið aldrei á börn yðar i eignarfalli
eða likt og afbrigðilega sögn.
Segi menn svo að málfræðistaglið sé
L
einskis vert! Afstaðan til orðsins sem
tækis kemur auðvitað fram í sjálfri
málbeitingunni, og einnig i ræðu' um
hjð eingilda orð i íslenzkri list. óhagg-
anleg skáld „sem skrifa bækur líkar
velreyttum hænum”:
Freyr
þeir segja að orðið megi ekki
vera í hættulegri umferð
milli manna
fljúga milli fingra tanna
augna vinda blóma
lenda i vondum veðrum
atast for fjúka fá spark
eins og fótboltinn.
Freyr
viðerum knattspyrnumenn orðsins.
Uppbygging og
niðurrif
Freyr er frjósemisguð. Því stendur
hann hér andspænis geldri samtíð,
staðnaðri hugsun, steingerðum skoð-
unarhætti. Freyr táknar umfram allt
hreyfingu, verðandi lífsins, annað mál
er hvert sú hreyfing stefnir og á að
stefna. Þar kemur til siðferðismat sem
veltur á hugarfari:
Freyr
þaö er einna líkast og allt
hafi verið þegar gert en
eins og allt sé þó ógert um leið.
og að þessar andstæður athafnarinnar
myndi samstæðu
ogsameinist í þeim punkti
sem allt veltur á: Okkur.
Og sá tími ríkir í huganum
þegar engin leið er að vita
eða ákveða hvar eigi að byrja
að velta og hverju
og hvað eigi að byggja og hvar. En við
stöndum andspænis fæðingunni.
Freyr
eðli uppbyggingarinnarogeðli
niðurrifsins er eitt og það sama:
eðli athafnar hugsjónar og sköpunar.
Freyr
við óttumst ekki við þorum aðskapa
hvor annan af skemmdarfýsn.
Þessi vafi um það hvert hreyfingin
stefnir, hverju eigi að velta og hvað að
byggja er einmitt það sem gæðir tilver-
DÖMUSTÓLLINN
Hann er fundinn.
Bólstrun
Guðmundar
Langholtsvegi 49
Sími 33240
I AKLÆÐI EFTIR VALI
Var þaö ekki svona
stóll sem þú varst
að leita að?
Jœja! Þú þarft ekki
að leita lengur.
Styrkir til nðms við
lýðháskóla eða menntaskóla
í Noregi
Norsk stjóruvðld bjóða fram nokkra styrki handa erlendum ungmennum til námsdvalar við
norska lýðháskóla eða menntaskóla skólaárið 1979—80. Er hér um að ræða styrki úr sjóði
sem stobiaður var 8. mai 1970 til minningar um að 25 ir voru liðin frá þvi að Norðmenn
endurheimtu frelsi sitt og eru styrkir þessir boðnir fram I mörgum löndum. — Ekki er vitað
fyrirfram hvort nokkur styrkjanna kemur i hlut lslendinga. Styrkljárhæðin á að nægja fyrir
fæði, húsnæði, bókakaupum og einhverjum vasapeningum. — Umsækjendur skulu eigi vera
yngri en 18 &ra og ganga þeir að öðru jöfnu fyrir sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu á
sviði félags- og mennlngarmála.
Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytisins, HverBsgötu 6 Reykja-
vík, fyrir 25. janúar nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást I ráðuney tinu.
Menntamálaráðuneytid
12. daaembor 1978.