Dagblaðið - 27.01.1979, Page 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979.
15
Don Vesco viö Kawasaki, straumUnulagaða mótorhjóUð sitt. Don Vesco náði mestum hraða allra kepp enda á Bonneville saltsléttunni að þessu sinni eða 556 km/klst. hraðaTl hjóUnu” eru tvær 1000 cc vélar
með afgasforþjöppum og ganga þær fyrír bensini. ’ ”
„Og hraðinn var hrein fegurð”
Við stöndum í miðri auðninni og
hvert sem við lítum sjáum
rennislétt hvítt yfirborð jarðarinnar
Víðáttan er slík að kúlulagað
jarðarinnar sést greinilega en purpura-
rauð fjöllin teygja sig upp yfir sjón-
deildarhringinn og hina gömlu strönd
úthafsins sem var hér fyrir 1
árum. Ekki sést nein lífvera og þögnin
er slik að við heyrum greinilega tifið í
armbandsúrinu okkar. Það marrar i
yfirborði jarðarinnar er við færum
okkur um set. Við teygjum okkur
niður, snertum jörðina, brögðum á
henni og komumst að raun um
undir fótum okkar eru milljónir tonna
af hreinu borðsalti. Skammt frá okkur
stendur staur upp úr jörðinni og á
honum stendur „4 mílur”.
En skyndilega er þögnin rofin af
skerandi hvin sem hækkar stöðugt.
Við litum i vestur en sjáum einungis
hvítt saltský. Dökkur díll fyrir framan
skýið virðist vera orsök þess og þegar
hann kemur nær sjáum við að díllinn
er sivalur og minnir einna mest á flug-
skeyti. Vélar farartækisins veina und-
an átökunum, enda er þeim nú snúið
langt yfir þau mörk sem þeim eru ætl-
uð. Heil eilífð virðist liða þar til farar-
tækið þeytist framhjá okkur á svo
miklum hraða að við getum vart fest
auga á þvi. Vélarhljóðið breytist er
inn, en það er klúbbur þeirra er hafa
ekið á yfir 200 mílna hraða (334
km/klst.), Meðal þeirra sem komust í
200 mílna klúbbinn að þessu sinni var
Marcia Holley en hún er fyrsta konan
sem nær þeim árangri.
Johann A Knstjánsson
Denny Golden hlaut að þessu sinni
viðurnefnið „Hamingjusamasti
maðurinn á saltinu” og verðlaunin
sem því fylgir.
Golden tókst að ná 206 mílna hraða
en Street Roadsterinn hans má keyra
á gtítum i Bandaríkjunum.
farartækið fer framhjá okkur og vél-
arnar fá langþráða hvild.
Fallhlífar springa út eins og rósir
þegar ökumaðurinn byrjar að hægja á
farartækinu og stuttu siðar hverfur
farartækið niður fyrir sjóndeildar-
hringinn. Við stöndum aftur 'einir og
yfirgefnir á Bonneville saltsléttunum I
Utah í Bandaríkjunum. Það fer hroll-
ur um okkur í heitri eyðimerkursólinni
og þrúgandi þögninni sem umlykur
Bert Peterson og John Sprenger ætluðu að sanna að Camaroinn værí jafn
straumlinulagaður og ’ 53 Studebaker. Settu þeir 426 kúbika Hemi Chrysler vél i
kamaróinn og þungt farg á bensínfót John Sprengers. Með þessum útbúnaði náðu
þeir 245 milna hraða.
okkur aftur, er við hugsum til þess er
við höfum orðið vitni að. „Farar-
tækið” sem við sáum var straumlínu-
lagað mótorhjól með tveimur for-
þjöppuðum 1000 cc vélum og var það
á 333 mílna hraða. (556 km/klst) er
það fór fram hjá okkur.
„En hraðinn var afl og hraðinn var
gleði og hraðinn var hrein fegurð.”
Þetta uppgötvaði Jónatan Livingston
Mávur er hann var að æfa sig í hrað-
flugi. En það eru fleiri en Jónatan sem
hafa uppgötvað þennan sannleika. Á
hverju ári þyrpast hundruð ökumanna
út á Bonneville saltslétturnar með það
eitt í huga að aka hratt.
í október sl. var haldin þritugasta
árið í röð svokölluð „Hraða vika" á
saltsléttunni. Að þessu sinni voru
keppendur 270 og dunduðu þeir sér
,við það alla vikuna að ná sem mestum
hraða. Ökutækin eru flokkuð niður
eftir gerð þeirra, vélarstærð og elds-
neytinu sem þau nota. Að þessu sinni
voru sett þrjátíu og tvö ný hraðamet i
fólksbilaflokkum og 41 met I mótor-
hjólaflokkum. Auk þess tókst 15
manns að komast í 200 mílna klúbb-
Arið 1958 setti Phil Freudinger nýtt heimsmet í D/Modified flokki. Náði hann
214 milna hraða I Roadster með forþjappaðri 258 kúbika Chevrolet vél. Willie
Freudinger, sonur Phils var þá þriggja ára. Siðastliðin tuttugu ár hafa margir gert
tilraun til að slá met Freudingers og hafa margar vélarnar gefið upp tíndina við
það. í tuttugu ár stóð metið óhaggað eða þar til þeir feðgar birtust aftur á salt-
sléttunni, aö þessu sinni á ’27 Roadster með beininnspýtta 302 kúbika Fordvél.
Að þessu sinni ók sonurinn Willie og náði hann 219,5 milna hraða.
Ekki áttu allir keppendur láni að fagna í keppninni. Jack Choate og Bruce Geisler mættu á ’53 Studebaker með 305 kúbika Chevroletvél, en á henni voru tvær afgasforþjtíppur. Ætluðu þeir sér að slá
nokkur met að þessu sinni. Jack Choate var búinn að ná 220 milna hraða (368 km/klst.) þegar óhappið skeði. Vinstra afturdekkið sprakk og i stímu andrá tættist magnesíum felgan. Billinn kastaðist til og
lyftist allur frá jörðu. Choate sleppti fallhlifunum lausum og tókst honum að stöðva bilinn án þess að meiri skemmdir yrðu á honum.
„Hraða vikan” á Bonneville saltsléttunni