Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979. Smjörfjöll víða um heim Viggó Oddson Jóhannesarborg skrifar: Það eru núna um það bil 20 ár síðan ég fór að reyna að vekja athygli á því, með að vitna í „fjárlögin” og verðlag erlendis, að landbúnaðurinn kostaði landsmenn tvöfalda skatta— þrefalda tolla — og allt að tífalt vöru- verð. Þessi fundvísi mín fékkst ekki birt í neinu dagblaði á fyrri áratugn- um, 2 vikurit birtu stundum niður- stöður athugana minna, á ,,mína Raddir lesenda ábyrgð,” allir voru hræddir við bændavaldið. Dreifibréfum mín um t il ASÍ og annarra áhrifa-afla var ekki svarað (Hannibal var þá með nokkrar kindur). 4.000 milljónir Fyrir nokkrum vikum birti Dag- blaðið þá frétt að smjörframleiðsla landsmanna kostaði um 4.000 milljónum of mikið, eða 20.000 kr. á hvern landsmann, fyrir utan þann gjaldeyriskostnað sem fer í fóður- bæti, áburð, olíur og vélakost til bænda. Út um allan heim eru smjör fjöll. Rússar keyptu eitt fjall á 108 kr. kg og mun það vera um 30 sinnum ódýrara en raunverulegt verð á ísl. smjöri. Reykjavík og svertingjar Árum saman hefi ég bent á það að ‘þéttbýlisfólk á íslandi hefur aðeins brot af því atkvæðavaldi sem dreif- býlisfólk hefði, t.d. væri meira en nóg fyrir Vestfirði að hafa einn þing- mann. Reykjanes- og Reykjavíkur- kjördæmi ætti að skipta í fleiri kjör- dæmi, með fleiri þingmönnum, eða fækka um helming þingmönnum í dreifbýli, einmenningskjördæmi mundu fækka þarflausum klofnings- flokkum og því styrkja Alþingi. íslenzka kosningamisréttið er svipað og í Rhodesiu, meirihlutinn hefur minnihluta á þingi. Misréttið í Rhodesiu er réttlætt með því að þeir surtar, sem ekki hafa nógu háar tekjur til að komast á skattskrá, taki ekki þáttíþróun landsins og eigi því ekki rétt á atkvæðisrétti. Hlunnindi jafngildi mannréttindum? Því hefur stundum verið haldið fram að mismunun á þéttbýlisfólki sé mannréttindi og atkvæða-jafngildi væri réttiætanlegt vegna þeirra þæginda sem borgarbúar nytu; vera nærri búðum, skrifstofum og njóta hitaveitu og gnægðar skemmtistaða. Þetta sýnir hvers vegna ég fékk ekki að kjósa, ég bý í þessu dásamlega út- landi, því er sanngjarnt að refsa mér með því að svipta mig kosningarétti og fleiru. Þótt ég greiddi mín borgar-, gjöld af fyrrverandi eign, fékk ég ekki að velja þá í borgarstjórn sem bezt væri trúandi til að gæta hags- muna minna. í Salisbury hafa allir umráðamenn húsnæðis kosningarétt til borgarstjórnar, jafnvel á fyrsta ári i landinu. Að heyra og sjá Brot íslands á grundvallarmann- réttindaskrá Sameinuðu þjóðanna, kosningamisréttið, vekur enga athygli þingmanna, né heldur að bændavesenið kostar landsmenn að óþörfu um 4.000 milljónir vegna smjörsins eingöngu, tvöfalda skatta, þrefalda tolla og þrítugfalt smjör- verð. Margt furðulegra hefur verið rannsakað: að heyra og sjá. Sparivelta Jafngreiðslulánakerfi Samvinnuban'kinn kynnir nýja þjónustu, SPARIVELTU, sem byggist á mislöngum en kerfisbundnum sparnaði tengdum margvíslegum lána- möguleikum. Hið nýja spariveltukerfi er í 2 flokkum A og B, sem bjóða upp á fjölda mismunandi lántökuleiða, með lánstíma allt frá 3 mánuðum til 5 ára. Auk þess er þátttak- endum heimilt að vera með fleiri en einn reikning í Spariveltu-B. Fyrirhyggja í fjármálum Lengri sparnaður leiðir til hagstæðara lánshlutfalls og lengri lánstíma. Ekki þarf að ákveða tímalengd sparnaðar umfram 3 mánuði í A-flokki og 12 mánuði í B-flokki. ■/' Allir þátttakendur eiga kost á láni með hagstæðum vaxta- og greiðslukjörum. Þátttaka í SPARI- VELTUNNI auðveldar þér að láta drauminn rætast. Markviss sparnaður = öruggt lán LÁNAMÖGULEIKAR MEÐ HÁMARKSSPARNAÐI SPARIVELTA-A Sparnaðarflokkar: 25, 50 og 75 þús.kr. á mánuði. Sparnaöar- tímabil Mánaðarlegur sparnaður Sparnaður í lok tímabils Láns- hlutfall Lán frá Sam- vinnubanka Ráðstöfunarfé með vöxtum Mánaðarleg endurgr. Endurgr. tími 3 mánuðir 4 mánuðir 5 mánuðir 6 mánuðir 75.000 75.000 75.000 75.000 225.000 300.000 375.000 450.000 100% 100% 100% 100% 225.000 300.000 375.000 450.000 454.875 608.875 764.062 920.437 78.108 78.897 79.692 80.492 3 mánuðir 4 mánuðir 5 mánuðir 6 mánuðir SPARIVELTA-B Sparnaðarflokkar: 15, 25 og 35 þús.kr. á mánuði. Sparnaðar- timabil Mánaðarlegur sparnaður Sparnaðuri lok timabils Láns- hlutfall Lán frá Sam- vinnubanka Ráðstöfunarfé með vöxtum Mánaðarleg endurgr. Endurgr. tími 12 mánuðir 18 mánuðir 24 mánuðir 30 mánuðir 36 mánuðir 35.000 35.000 35.000 35.000 35.000 420.000 630.000 840.000 1.050.000 1.260.000 125% 150% 200% 200% 200% 525.000 945.000 1.680.000 2.100.000 2.520.000 982.975 1.664.420 2.677.662 3.411.474 4.165.234 49.819 45.964 55.416 64.777 73.516 12 mánuðir 27 mánuðir 48 mánuðir 54 mánuðir 60 mánuðir Gert er ráðfyrir 19.0% innlánsvöxtum og 24.69% útlánsvöxtum svo og lántökugjaldi. Vaxtakjöreru háð ákvörðun Seðlabankans. Upplýsingabæklingur er fyrir hendi í öllum afgreiðslum bankans. Samvinnubanklnn REYKJAVlK, AKRANESI, GRUNDARFIRÐI, KRÓKSFJARÐARNESI, PATREKSFIROI.SAUÐARKRÓKI, HÚSAViK, KÓPASKERI, VOPNAFIRÐI, EGILSSTÖÐUM, STÓÐVARFIROI, VlK ( MÝRDAL, KEFLAVlK, HAFNARFIRÐI. 1 Akurnes- ingar —akið ekki svona hratt Lesandi skrifar: Laugardaginn 23. marz ökum við áleiðis upp á Akranes. Er við komum ,upp á Kjalarnes mættum við dökk- brúnum Saabbíl af Akranesi. Ók hann mjög hratt eða á ca. 90—100 km hraða. Ekki minnkaði hann hraðann neitt er hann mætti okkur og auðvitað varð grjótkastið mjög mikið. Við fengum stóra sprungu í rúðuna, en gátum þó haldið áfram. Inn í Kjós mættum við svo öðrum bíl frá Akranesi á álíka hraða og fengum við sprungu í hina framrúðuna er við mættum honum. Mig langar til að biðja Akur- nesinga sem keyra til Reykjavíkur að taka tillit til annarra og sleppa bensíngjöfinni á bílnum er þeir mæta bilum og aka ekki svona hratt. Ljósmynda- fyrirsæta Dagblaðsins — vill ekki láta birta myndiraf sérþar Ljósmyndafyrirsæta Dagblaðsins skrifar: Vegna myndar, sem birzt hefur að mínu áliti of oft, rita ég þessar linur. Myndin var af mér og karlmanni nokkrum og hefur valdið miklu fjaðrafoki sem virðist ætla að vera lengi að gleymast vegna þessara eilifu birtinga. Myndin hefur birzt alls 4 sinnum og er þá verið að tala um unglingavandamál, útivist unglinga, kynlíf og kossa. Þetta er mér að vonum mjög illa við. Bið ég ykkur því hér með að gefa hana eldinum. Hér eftir getur bréfritari andað rólega því umrædd mynd hefur þegar verið rifin í eins smáa hluta og hægt er og fleygt i ruslafötuna. Að öllum líkindum er hún bara á leið á haugana þegar þú lest þcssar línur. Svo biðjumst við afsökunar á því að hafa komið þér í einhver vandræði. Það varekki ætlunin. Raddir lesenda /Z RAGNHEIÐUR \ KRISTJÁNfeDÓtTII

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.