Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979 — 78. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. 57 ÁRA GAMALL MAÐUR SKORINN TIL BANA —Var í íbúð sinni ásamt 4 öðrum Óhugnanlegt morð var framið að Hverfisgötu 34 í gær. Þar var myrtur á hryllilegan hátt 57 ára gamall maður, sem bjó í íbúðinni er verknaðurinn var framin í. Maður fæddur 1943 — eða 36 ára — var handtekinn en að sögn Hallvarðs Einvarðssonar rannsóknarlögreglu- stjóra liggur bein játning enn ekki fyrir enda hefur nákvæm skýrsla enn ekki verið tekin af honum, vegna ástands hins handtekna. Hallvarður var að venju varkár í frásögn sinni við DB í morgun. Kvað hann manninn hafa látizt af hnífs- stungum og hnífristum. Hvorki vildi hann neita né játa að fjórar aðrar persónur hefðu verið í íbúðinni og kvað rannsókn enn ekki staðfesta hve löngu áður atburðurinn hafi átt sér stað en um hann var tilkynnt. Kvað Hallvarður rannsókn enn í fullum gangi og vildi ekki ræða nánar um at- burðinn. DB hefur það eftir áreiðanlegum heimildum að talið sé að verknaður- inn hafi verið framinn milli kl. 4 og 5 en ekki tilkynnt um hann fyrr en um klukkan 10 í gærkvöldi. Er lögreglumenn komu á staðinn var aðkoman ljót. Hinn látni mun bæði hafa verið skorinn á kvið og háls. Var þegar sett vakt um húsið og rannsókn sú hófst sem enn stendur. Ekki töldu lögreglumenn er að komu að um tiltakanlega ölvun hafi verið að ræða þegar komið var á vett- vang, en þegar virtist liggja ljóst fyrir hver framið hafði verknaðinn. Höfðu hinn látni og sá sem grunaður er um verknaðinn gengið afsíðis og aðrir ekki um vitað hvað gerzt hafði fyrrénsíðar. í morgun var hinn grunaði bana- maður í Síðumúlafangelsi, en kona var í geymslu í Hverfissteini í sam- bandi við málið. -A.St. Hverfisgata 34. DB-mynd Hörður. ! Á gangi i miðbænum. DB-mynd Hörður. Valdastöður Framsóknarflokksins: Róttækar breytingar „Fundurinn leggur áherzlu á, að efnahagsmálin verði að vera for- gangsverkefni Alþingis og ríkis- stjórnarinnar þar til jafnvægi er náð. Hallalaus ríkisbúskapur, markviss fjárfestingarstjóm og aðhald í peningamálum hljóta að verða kjarnaatriði í framkvæmd hinnar nýju efnahagslöggjafar næstu árin,” segir í stjórnmálaályktun aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins sem haldinn var núna um helgina. Breytturopn- unartími banka Frá og með deginum í dag opna bankar, sem áður opnuðu kl. 9.30 kl. 9.15. Bankar sem lokuðu kl. 18.30 eða 19, loka framvegis kl. 18. Betraástand íHarrisburg Jimmy Carter kom með eigin- konu sinni til Harrisburg og skoðaði hina biluðu kjarn- orkustöð. Fullvissaði hann íbúa um að allt kapp væri lagt á að ekki yrðu skaðar á fólki. Vísinda- menn og stjórnmálamenn i Frakklandi og Bretlandi hafa fullyrt að ekki geti komið til slíkra atburða hjá þeim. öryggis-' kerfi séu öðruvísi og fullkomnari heldur en hið bandaríska. Sjá nánar á blaðsíðu 9. Ekki er búið að koma í veg fyrir hættuástand í kjarnorkuverinu í Harrisburg en þó betri vonir en fyrir helgi um að það megi takast fljótlega. Margeir vann stór- meistarann Pachman — sjá bls.5 Markverðast á þeim fundi telst það að Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra lét af embætti formanns flokksins og var Steingrímur Hermannsson, dómsmálaráðherra kjörinn formaður í hans stað. (Sjá viðtal við hann ábls. 7). AUróltækar breytingar urðu á ýmsum val iastofnunum flokksins. Urðu þær hvað mestar á blaðstjóm Tímans en málgagn flokksins hefur að mati margra verið ákaflega vanrækt undanfarin ár. Þeir Ólafur Jóhannesson, Eysteinn Jónsson og Erlendur Einarsson viku úr blaðstjóminni, en í hana voru kjörin: Steingrímur Hermannsson, Magnús Bjarnfreðs- son, Vilhjálmur Jónsson, Geir Magnússon, Haukur Ingibergsson, Gerður Steinþórsdóttir, Heiður Helgadóttir, Einar Ágústsson og Pétur Einarsson. -HP. I gærkvöldi kl. 19.30 lagði hin aldna kempa Öiafur Ketilsson upp i ferð frá Umferðarmiðstöðinni til Laugavatns. Þessi ferð markaði nokkur timamót þar sem með henni endurheimti Ólafur sérleyfi sitt á leiðinni Reykjavik-Laugarvatn frá 1. april að telja i eitt ár, eftir að hafa barizt lengi við „kerfið” fýrir þessu leyfi. GAJ/DB-mynd Hörður. Mikið tjón grásleppubáta á Húsavík — vegnahafíss — sjá bls. 25 Ljósmyndavörum fyrir tvær milljónir stoiið —sjá bls.5 Belgískur togari færður tilhafnar -sjábis.14

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.