Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979. TIL HVERS ERU ÍBÚÐIR? Sem áður sagði reiknaði erfinginn út að hann yrði að fá rúmar 88 þús. kr. á mánuði í leigu til þess að ná 2% arði af arfi sínum, það er 280 þús. kr. í hreinan hagnað áán. Það þýðir að eigi hann t.d. fremur lítið fjöl- býlishús meðl2 íbúðum igöllumeins hefur hann í hagnað 3 miljónir og 360 þúsund kr. yfir árið. Eigi hann hins vegarstórt fjölbýlishús sem í eru t.d. 40 íbúðir samskonar, þá græðir eig- andi rúmar 11 miljónir um árið, sam- kvæmt útreikningi Carls J. Eiríks- sonar. Menn geta svo deilt um hvort þetta sé mikill gróði eða ekki, en muna verður þá að þarna eru allir kostnaðarliðir taldir með, bæði skattar og annað. Þetta eru þær tekjur sem eftir verða þegar allt er greitt. Þó má geta þess að í síðasta dæminu a.m.k. færist skatturinn ef til vill upp um þrep. Þá er það hinn reikningurinn sem á að sanna hve leigjandinn sleppi billega. Lítum aðeins á hann. Enn er um tilbúið dæmi að ræða, það er þessa 14 miljón króna íbúð, en nú er gert ráð fyrir að hún sé ekki stað- greidd heldur taki eigandi lán til kaupanna að upphæð 5 miljónir króna til 10 ára. Hvað þarf svo vesa- lings kaupandinn að borga? spyr Carl. í fyrsta lagi er afborgun af láni kr. 500.000, þá vextir ein miljón kr. Það gerir til samans 1,5 milj. kr. og svo koma gjöld og skattar alls kr. 454.860. Þetta gerir kr. 1.954.860. Skattar lækka svo um kr. 335.541. Eigandi greiðir því alls kr. 1.719.319 á árinu vegna kostnaðar við að eignast íbúð sína. Á sama tíma, segir Carl, þarf leigjandinn aðeins að greiða kr. 65 þús. á mánuði, þ.e. 780 þús. yfir árið fyrir að búa í íbúðinni. Þetta á að sanna að leigjandi búi við betri kjör en eigandinn, eða sjá ekki allir að eigandinn þarf að borga tæpri miljón meira fyrir húsnæði sitt en leigjandinn? Hve margar íbúðir borgar leigjandinn upp? Ég hélt nú ekki að menn þyrftu að læra til verkfræðiprófs til að geta reiknað á þennan hátt, og smeykur er ég um að Sigurði mínum skólastjóra á Laugum hefði þótt þetta heldur óburðug lausn á gagnfræðaprófi. í fyrsta lagi eru greiðslukjörin í dæmi verkfræðingsins í litlu samræmi við það sem almennt er þegar alþýðufólk eignast húsnæöi. Greiðslukjör fram- kvæmdanefndar, verkamannabú- staða og byggingarsamvinnufélaga eru öðruvísi, en verkafólk og þeir aðrir, sem á svipuðum launum vinna, eignast helst íbúðir á þann hátt, ef það eignast húsnæði á annað borð. Hitt er svo, hvor hafi greitt meira fyrir húsnæði sitt á þessum 10 ára lánstíma í dæminu áðan. Húsaleigan hækkar trúlega í krónutölu með verðbólg- unni, meðan skuldin stendur i stað. Þá langar mig að spyrja hvort verkfræðingurinn sé að gera grín að sjálfum sér þegar hann lætur vaxta- kostnað vera óbreyttan hvernig sem borgað er af láninu. Hvað borgar þessi kaupandi t.d. á 7. eða 8. ári skuldar sinnar? Þá er skuldin væntanlega komin allmikið niður. Ég tala nú ekki um þegar kaupandi er orðinn eigandi að skuldlausri eign, en leigjandinn jafneignalaus og fyrr. Að ég nú ekki spyrji hvor hefur greitt meira um ævina fyrir það eitt að fá að búa i húsi. Það gæti verið fróðlegt að reikna út hve margar íbúðir leigjandinn er búinn að borga upp á segjum 50 til 60 ára starfsævi. Ég býst ekki við að neitt þýði fyrir mig að ræða við þennan mann um það sem kallað er félagsleg samhjálp. En ég get þó spurt hvort hann hafi kannski reiknað dæmin þar líka, úr því hann virðist hafa nægan tíma ti! að iðka þessa kúnst Hvað skyldi t.d. maður sem hefur unniðverkamanna- vinnu i hálfa öld eða meira og ekki getað eignazt íbúð, því hann átti aldrei fyrir þeirri útborgun sem krafist var og hafði ekkert veð að setja og fékk því hvergi lán, hvað skyldi þessi maður hafa hjálpað mörgum til að eignast húsnæði og hver veit hvað, meðan hann greiddi húsaleigu sjálfur, trúlega á kostnaðarverði og kannski aðeins betur? Niðurgreiðsla á húsaleigu er tíðkuð víðast hvar í einhverjum mæli af sömu ástæðum og hér niðurgreið- um við matvörur. Ég hef haldið því fram að það sé miklu ódýrara og jafnframt meiri félagsleg aðstoð að greiða niður húsaleigu heldur en mat, þegar greitt er eftir efnum og ástæð- um leigjenda. Kannski rikið eigi að greiða niður kaupið lika, hrópar miljónaerfingínn Carl, og er víst ekki í vafa um að lýðurinn fái það sem hann áskilið. Fyrir okkur sem höfum reynsluna af því að flytjast með fjölskyldu milli borgarhverfa, eða bæja, rifa börn uppmeðrótum úr sínu umhverfi og færa þau milli skóla sitt á hvað, kannski á fárra ára fresti, kannski árlega eða oftar og hrósum jafnvel happi ef við fáum leigt hjá sæmilegu fólki og með mögulegum kjörum, fyrir okkur er þýðingarlaust að reikna út sæluna af því að vera leigj- andi í okkar samfélagi eins og nú er. Við trúum reynslu okkar betur. Fyrir stuttu átti ég þess kost að sitja ráðstefnu um húsnæðismál sem haldin var á vegum Sambands ungra framsóknarmanna. Þar voru fluttar mjög fróðlegar framsöguræður um þessi mál af mönnum sem við þau starfa og til þeirra þekkja. Þar voru einnig tveir stjórnarmenn Húsnæðis- málastofnunar ríksisns og sátu m.a. fyrir svörum. Allt var þetta góða fólk á einu máli um það að núverandi ástand í húsnæðismálum væri með öllu óviðunandi og fullnægði ekki þörfum fólksins. En íbúðabygginga- kerfi sem ekki fullnægir þörfum fólksins, til hvers er það? Fólk er misjafnt. Það gildir jafnt um leigjendur og leigusala, og í hópi þeirra síðarnefndu eru margir sóma- menn, sem leigja fólki ibúðir á sann- gjörnum kjörum. Það er bull og vit- leysa, að Leigjendasamtökin séu til þess eins stofnuð að berjast við ein- staka leigusala. Margir leigusalar leita til skrifstofu Leigjendasamtak- anna til að fá upplýsingar og ráð, þegar vanda ber að höndum og þeim er ekki ljóst hver þeirra réttur er. Þeir fá að sjálfsögðu þau ráð og þær upplýsingar sem hægt er að veita, eins og aðrir. Leigjendasamtökin eru fyrst og fremst stofnuð til þess að breyta ríkjandi ástandi. Ég læt svo þessu karpi lokið og bið miljóna- erfingjann Carl J. Eiríksson vel að lifa og una við sinn arf. Jón frá Pálmholti Hlutafjárboð Nýtækni á Islandi Stofnun Skipafélagsins Bifrastar hf. fyrir tveim árum markaði tímamót í sögu íslenskra farmflutninga. Tilgangur og markmið félagsins frá upphafi var að efla samkeppni á sviði samgangna, sem er í raun líftrygging frjálsrar verslunar í landinu. í því skyni var m.a. innleidd ný tœkni í farmflutningum sem íslendingum hafði ekki staðið til boða áður, svonefnt RO/RO (Roll on/Roll off.) Augljós árangur Þessi nýja flutningatœkni leiddi til stóraukinnar hagkvœmni og bœttrar vörumeð- ferðar sem sýndi sig best í pví að þar sem Bifröst hf. hefur fengið að spreyta sig hafa farmgjöld lœkkað um 25%, en hækkað á öðrum siglingaleiðum um allt að 25%. Lœkkun á farmgjö Idum kemur síðar fram í lœkkuðu vöruverði, neytendum til góða. Aukin umsvif og viðgangur Bifrastar hf. er því hagsmunamál neytenda jafnt sem farmflytjenda. Góð aðstaða í landi Sú hafnaraðstaða sem Bifröst hf. er búin í Hafnarfirði er glœsileg og býður uppá nœr ótœmandi vaxtar- og athafnamöguleika. Þar rekur fyrirtœkið sína eigin vöru- l afgreiðslu sem staðsett er nánast við skipshlið. Það auðveldar að sjálfsögðu alla afgreiðslu og baetir þjónustuna til muna. Gagnvart landsbyggðinni stendur Bifröst hf. einnig vel að vígi. Bifröst hf. skilar vörunni á állar þœr hafnir sem Skipaútgerð Ríkisins og Hafskip sigla á umhverfis landið, án aukakostnaðar. Framundan er Evrópa Framundan bíða mörg verkefni.í ráði erað kaupanýtt skip og stefna því á Evrópukafnir. Á þeirri leið opnast því auknir möguleikar á hagkvæmari vöruflutningum en til þessa. Stöðugt verður og leitast við að fylgjast með og kynna nýjungar á þessu sviði sem gœtu komið viðskiptavinum jafnt sem hinum almenna neytenda til góða á einn eða annan hátt. Margt er sannarlega ógert ennþá. Bréf í framtíð Með hliðsjón af glœstum framtíðarhorfum félagsins og áætluðum skipakaupum hefur verið ákveðið að auka hlutafé félagsins. Með kaupum á hlutabréfi íBifröst hf. gerist þú ekki aðeins þátttakandi í uppbyggingu félags með framtíð, heldur leggur þú þinn skerf til frjálsrar og heilbrigðrar samkeppni á því sviði sem reynslan hefur kennt okkur að hennar er mjög þörf. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Bifrastar hf. ..áhjólumyfir hafið.! SKIPAFELAGIÐ BIFROST HF Klapparstíg 29. Símar 29066 og 29073.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.