Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979. 9 Harrisburg: kjamorkustöðina Jimmy Carter Bandaríkjaforseti og Rosalynn eiginkona hans, fóru um svæðið þar sem hið bilaða kjarn- orkuver er við Harrisburg í Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum. Reyndu þau að fullvissa íbúana þar að ekki væri ástæða tíl að óttast skaða af geislavirkum efnum. For- setinn sagði að aðalatriði allra aðgerðanna væri að tryggja öryggi fólks. Vísindamenn vinna að því að koma aftur í samt lag kælikerfi orkuversins sem bilaði á miðvikudaginn var. Ekki hefur enn fundizt leið til að losna á öruggan hátt við geislavirkt gas og vatn, sem myndaðist við bilunina. Þungaðar konur og böm hafa verið flutt af því landsvæði um- hverfis kjarnorkuverið, sem hættast er við geislavirkni. Carter forseti hefur lofað því að gaumgæfileg rannsókn muni fara fram á orsökum bilunarinnar. Mikil gagnrýni hefur komið fram gegn stjómendum kjarnorku- stöðvarinnar. Létu þeir undir höfuð leggjast að tilkynna um bilunina fyrr en nokkmm klukkustundum eftir að hún kom í ljós. Æðstu embættisn-.enrt í Harrisburg og Pennsylvaniu irétti; fyrst af atburðum er sjónvarps- stöðvar í New York og Texas hringdu til þeirra og spurðu fregna. - * ::: W L' Lítil hætta á atvinnuleysi Alexander Haig yfirmaður hers Atlantshafsbandalagsins er nú að láta af störfum. Á fundi með blaðamönnum í Danmörku en þar var hann á ferð nýlega vildi hann ekki upplýsa að hvaða starfi hann mundi hverfa. Ekki þarf Haig þó að óttast atvinnu- leysi. Fyrrum yfirmenn í bandaríska hernum fara mjög margir i vel launuð störf hjá einkafyrírtækjum og þá gjarnan þeim sem mikil viðskipti hafa við bandaríska hcrinn. Orðrómur hefur veríð á kreiki um að Haig hygðist snúa sér sð stjórnmálum. Myndin er frá þvf þegar Haig kannaði heiðursvörð danskra hermanna. San Francisco: Patrícia gengin i það heilaga Erfingi bandaríska blaðahringsins Patricia Hearst gekk í gær að eiga fyrrverandi lífvörð sinn Bemard Shaw. Athöfnin fór fram í San Francisco en ekki þótti annað fært öryggisins vegna en dvelja á meðan í herstöð þar. Patricia Hearst hefur margoft fengið hótunarbréf þar sem lífi hennar var ógnað. öryggisverðir gættu hennar meðan á athöfninni stóð. Patricia kynntist núverandi eigin- manni sínum Bemard þegar hann var lífvörður hennar er hún gekk laus gegn tryggingu á meðan málaferlum gegn henni stóð fyrir þátttöku í bankaráni með Symbionesiska frels- ishernum, sem rændi henni frá heim- ili hennar árið 1974. Foreldrar hennar greiddu þá tvær milljónir dollara í lausnargjald, sem notað var til að dreifa fæðu meðal fátækra í San Fransisco. Skömmu síðar lýsti Patricia Hearst því yfir að hún hefði geng- ið í Symbionesiska frelsisherinn og hefði tekið upp nafnið Tania. Skömmu síðar var tekin mynd af henni þar sem hún stóð vörð vopnuð vélbyssu við bankarán. Var hún síðar dæmd í sjö ára fangelsi fyrir þátttöku sína í því. Carter Bandaríkjaforseti náðaði Patriciu Hearst í fyrra, er hún hafði setið í fangelsi í tuttugu og tvo mánuði. Brúðarmær Patriciu Hearst við giftinguna var Trish Tobin dóttir bankastjóra þess banka, sem hún tók þátt í að ræna á sínum tíma. Viðstaddir brúðkaupið voru um það bil þrjú hundruð ættingjar og vinir þar á meðal Kathryn Crosby ekkja söngvarans Bing Crosby. Janey Jiminez hin þeldökka lögreglukona fyrrverandi sem vakti mikla athygli á meðan á réttarhöldum yfir brúðinni stóð. Var hún þar fylgdarmaður hennar og vörður og beindist athyglin oft á tíðum jafnmikið að henni og Patriciu. Bandaríkin: Lesturinn vinsælli en kynlífið Bandarískar miðstéttarhúsmæður er örlítið hrifnari af kynlífi en sauma- skap. Aftur á móti kunna þær lang- bezt við lestur bóka. Kemur þetta fram í niðurstöðum félagsfræðinga og sálfræðinga, sem birtar hafa verið i bandaríska tímaritinu Psychology. Rannsóknin fór fram í ónefndri borg í suðurausturhluta Bandaríkj- anna. Þar kom meðal annars fram að karlar í þessari sömu borg hafa meiri áhuga á kynlífi en íþróttum, sem komu í öðru sæti meðal þeirra sem vinsælasta tómstundaiðjan. 36% þeirra kvenna, sem þátt tóku í könnuninni höfðu mest gaman af því að lesa bækur. Kynlífið náði naum- lega öðru sæti með aðeins einu prósenti meira en saumaskapur. 26% völdu kynlífið í öðru sæti. Eins og áður sagði var kynlífið í fyrsta sæti hjá körlum. Völdu það 45%. þróttir komu í öðru sæti en töluvert færri voru i þeim hópi. NewYork: Kræktuí milljón ígulli Innbrotsþjófar kræktu sér í gull og silfurnisti og keðjur fyrir um það bil eina milljón dollara í gærkvöldi frá skartgripaverksmiðju í New York. Er þetta jafnvirði rúmlega þrjú hundruð milljóna islenzkra króna. Talsmenn lögreglunnar í New York sögðu að líklegast væri að þjófarnir hafi leynzt í byggingunni þar sem verk- smiðjan er til húsa, þegar henni var lokað á föstudagskvöldið. Portúgal: Pinto biður um aðstoð til að koma í veg fyrireinræði Carlos Pinto forsætisráðherra Portúgal skoraði á alla stjórnmála- fiokka landsins að sameinast um að koma landinu út úr núverandi erfið- leikum til að koma í veg fyrir hættuna af nýrri einræðisstjórh.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.