Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979. 3 Svona gerum við — er við látum skoða bílana okkar Örn Smith i Svíþjóð skrifar: Þeir eru líklega fáir bíleigendurnir í Reykjavík sem ekki minnast þjónustuhagkvæmni Bifreiðaeftirlits ríkisins í Borgartúni þegar kom að hinni lögboðnu bifreiðaskoðun. Að stympast í kösinni framan við af- greiðsluborðið og beita hörku við að halda sínum stað i röðinni til þess eins að vera svo vísað yfir að næsta afgreiðsluborði með tilheyrandi ið- andi kös, vegna þess að þar er tekið á móti þeim sem ætla að láta skoða. önnur tímafrek stimpingarlota i þeirri kös. Og hafi maður verið svo forsjáll að hafa borgað trygginguna af bilnum, skattinn og útvarps- afnotagjaldið, þá kom sú stund að hægt var að ganga út i skúr skoð- unnarmanna ,,úti á plani”, og fram- vísa þar lítilli málmplötu með ígreyptu númeri sem gaf til kynna stöðu i einhverri röð. Og enn hefst bið. Þvi að þarna í skúrnum stendur mikið af fólki og handfjatlar og hampar svipuðum plötum og biður eftir lokaátakinu i hildarleiknum. En þessi bið er léttari en hinar fyrri og átakaminni vegna málmplötunnar góðu. Guð blessi hana. Skoðun bflsins ÖIl bið tekur enda og nú hefst aðal- gamanið. „Númer sjötíu og fimm”, segir sloppklæddur, grimmilegur maður og tekur við framréttri plöt- unni. „Hvar er bíllinn?” „Hann er niðri i Skúlatúni, ég fékk ekki stæði nær”. Og eigandinn hleypur við fót eftir bílnum og fær hann í hendur grimmilega mannin- um. Sá grimmilegi reynir eftir megni að halda reisn sinni meðan hann skríður í forinni í kring um farartæk- ið og gerir sínar athuganir með fing- urnar eina verkfæra. Eigandinn tipl- ar á eftir hálfboginn og lafhræddur og spyr um ástand stýrisenda og LESENDASÍÐUR ERU EINNIG Á BLS. 4 í DAG. Hringiö hemla í ljúfum róm til þess að styggja nú ekki þann grimmilega. Það sögðu nefnilega illar tungur að það væri varasamt að fara fruntalega að þessum skoðunarmönnum. Að hugsa sér að nokkrum skyldi detta Nagra ord om KONTROLL- BESIKTNING Í Sviþjóð eru gefnir út bæklingar til þess að leiðbeina fólki um bifreiða- skoðanir. svoleiðis í hug. Nú, nú. Þessu er að verða lokið og fulltrúi eftirlitsins á bara eftir að aka einn hring umhverf- is skúrinn og því lýkur hann léttilega á tiu sekúndum með tilheyrandi spóli og neyðarhemlunum. Og í þessu til- felli er fulltrúinn svo ánægður með spól og hemlunargetu farartækisins aðhannlímir hvítan miða í framrúð- una. Leiknum er lokið með sigri kúnnans að þessu sinni og hann hefur ekki tapað nema tveimur tímum frá vinnu vegna þessarar athafnar. Bifreiðaskoðanir í Svíþjóð Kveikjan að þessum óð til Borgar- túns er sú, að nú nýlega fór ég með bíl minn til skoðunar hér í sveit og varð það til þess að hugurinn reikaði til baka til Islands og „lögboðinnar skoðunar bifreiða” þar. Fyrirkomulag bifreiðaskoðunar hér er með nokkuð öðrum hætti og gæti sjálfsagt orðið til fyrirm>ndar ef vilji væri fyrir hendi hjá isltn .4 um yfirvöldum að notfæra ser að minnsta kosti það besta úr reynslu annarra þjóða. Má í þessu sambandi fyrst nefna, að hér hafa menn þrjá mánuði til þess að láta fram- kvæma hina árlegu, lögboðnu skoðun, og kostar það sjötíu krónur sænskar, eða um fimm þús. ísl. fyrir venjulega fólksbifreið. Færist við- komandi bíll ekki til skoðunar á þeim tíma þá hefur maður enn tvo mánuði á hækkuðu gjaldi, eða sem svarar hálfu áttunda þúsundi tsl. Nægi þessi tími ekki, þá er viðkom- andi bíll tekinn úr umferð með til-' heyrandi sektum og leiðindum. Sjálf skoðunin tekur ekki nema um fimm mínútur að öllu jöfnu. Þarf einungis að panta tíma símleiðis og er hægt að notast við hvaða prófunarstöð „eftir- litsins” sem er, en þær eru dreifðar um allt land. Hef ég enn ekki lent í því að vera ekki „tekinn inn” á því klukkuslagi sem pantað var og gefur það út af fyrir sig tilfinningu um að kerfið vinni vel. Prófunarstöðvar eru mjög hrein- legar og vel búnar tækjum og eru tveir menn um að skoða hvern bíl. Gengur það eins og áður sagði undra fljótt fyrir sig og þykir sjálfsagt að eigandinn fái að fylgjast með því sem fram fer. Finnist eitthvað athugavert við bifreiðina, eitlhvað sem er talið hættulegt öryggisins vegna er veittur eins mánaðar frestur til lagfæringar og siðan endurskoðunar á viðkom- andi atriðum gegn rúml. þrjátíu króna aukagjaldi. Líði aftur á móti lengri tími en einn mánuður þar til komið er til endurskoðunar, þá er tekið fullt gjald á ný. Er vel hægt að gera sér í hugarlund að þessar stig- hækkandi greiðslur tryggi það nokkuð vel að fólk trassi ekki að koma með bílinn til skoðunar á réttum tíma. Ég vil að lokum aðeins taka fram að ég hef ekki haft tækifæri til þess að sjá hvernig eftirlitið hefur búið um sig í nýja heimilinu ofan við Elliðaár. Vel má vera að þar sé nú allt orðið eins og það bezt gerist í henni Ameríku sé svo, bið ég viðkomandi að láta þessar línur sem vind um eyrun þjóta. isima 27022 milli kl. 13 og 15, eöa skrifiö Heimilis- iæknir Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heimii- islæknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. eins og þú óskar þér hann... í mótsetningu viðöll önnurstereo-heyrnar- tæki getur þú á KOSS Technican/VFR stjórnað hljómburðinum alveg eftir þínu höfði. ístaðinn fyriraðþúhlustiráuppáhalds tónverkin eins og aðrir heyra þau, nýtur þú þess að geta framkallað þann hljómburð sem er þér að skapi- aðeins með því að færa til VFR-stillinn. Tæknilegar upplýsingar: 50 mm aflhátalarar • Mótstaða : 230 ohm/1 kHz • Tíðnisvið: 10-22000 Hz • Næmleiki: 95 V-rms/1 kHz • Bjögun: Minni en 0,4%/1 kHz/100 dB SPL • Hljóðstyrkur við 1% bjögun: 108 dB/1 khlz • 3 metra gormlaga aðtaug • „Pneumalite" eyrnapúðar. • Tenging fyrir gálgahljóðnema • Þyngd: 483 g (u/aðtaug) FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Hlj ómbur ðurinn einmitt Spurning Ert þú fylgjandi aðild íslands að Atlantshafsbanda laginu? (Spurt í Menntaskólanum í Hamra- hlfð) Kjirtan Kárason: Já, ég held aö valda- hlutföllin i heiminum geri það nauð- synlegt. Þóra Sigurjónsdóttir: Já, ég vil að við séum i NATO. Ég tel að það skapi aukið öryggi fyrir okkur. Kristján Unnarsson: Það eru flestir menntaskólanemar á móti þvi og þar á meðal ég og a.m.k. þeir sem eitthvað segja. Benedikt Höskuldsson: Nei, það er ég ekki. Ég tel hana hreint og beint út í hött. Ólafur Magnússon: Nei, ég er alls ekki fylgjandi henni vegna þess að þetta eru útverðir heimsvaldastefnu vesturveld- anna. Ég er á móti allri heimsvalda- stefnu. Páll Valsson: Ég er eindregið á móti veru íslands í NATO og ég tel það grundvallarkröfu hverrar sjálfstæðrar þjóðar að her sé ekki í landinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.