Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979
TILVALIN
FLRMINGARGJÖF
Foreldrum fermingarbarna er sérstaklega bent á
bókina til fermingargjafa.
BÓKIN ER TILEINKUÐ ISLENSKRI ÆSKU.
Ungmenni ættu að kynna sér ábendingar hennar,
því mesta hamingja þeirra er að finna Jesu Krist -
og fá að njóta handleiðslu hans um alla ævidaga.
Höfundurinn,
rTil fermingargjafa
STEREO - BEKKIR
77//hvítmá/uðu á kr. 40.050,-
hnota — og dökk eikkr. 63.775.-
JÓN LOFTSSON HF.
HRINGBRAUT121 - SÍM110600
Lyftingatæki
fyrirallaþá erstunda
Ukamsrækt
ISLENZK SMÍÐI
HELMINGI
ÓDÝRARI EN
ERLEND TÆKI
Verð á iyftingasetti:
Lyftingabekkur
kr. 60.000.-
Tækjahaldari kr. 50.000.-
Lyftíngastöng með lóðum
kr. 125.000.-
Handlyftaraöxlar
kr. 25.000.-
Verð á settí alls
kr. 260.0001 einingum.
Ef eitt sett er keypt í einu er 20 þús. kr. afsláttur ef um 2 sett
er aö rœða 45 þús. kr. afsláttur og um 3 sett 60 þús. kr. af
sláttur.
Hver eining fœst keypt sér. Nánari uppl. hjá auglýsinga-
þjónustu Dagblaðsins fyrst um sinn í síma 27022 — eða í
pósthólfi 4231,104 Reykjavík. — H—888
SENDUM MYNDALISTA EFTIR ÓSKUM
AÐ HLAUPA APRÍL
Ýmsir gerðu sér ferð út á Granda í
gær, sunnudaginn 1. apríl. Þar kann að
hafa ráðið nokkru að útvarpið sagði
frá því í hádegisfréttum að varðskip
hefði komið með ísbjörn, er þar yrði til
sýnis. En ekki var ísbjörn að sjá á
Grandanum, enda um aprilgabb þeirra
útvarpsmanna að ræða.
Dagblaðið kom ekki út í gær og ekki
Vísir heldur, þannig að síðdegisblöðin
gátu ekki brugðið á leik að þessu sinni í
tilefni dagsins. En morgunblöðin
fundu út ýmsar furðufréttir.
Morgunblaðið greindi frá því að
skíðakappinn frægi Ingimar Stenmark
væri kominn hingað til lands og dveldi í
Bláfjöllum. Tíminn sagði frá komu
heimsmeistarans í skák, Karpovs og að
hann hyggðist hnekkja heimsmeti
Horts í fjöltefli. Þjóðviljinn var með
hrikalegar framkvæmdaáætlanir fyrir
Viðey, þar sem reisa átti olíugeyma eigi
smávaxna umhverfis Viðeyjarstofu.
-JH
DB-mynd Sv. Þorm.
Um kl. 6.30 í laugardagsmorgun stóð varðskipið Óðinn belgíska togarann Belgian Lady 0—317 að meintum ólöglegum
veiðum ó Grindavikurdýpi ó svæði sem bannað er fyrir togveiðar. Að sögn Þrastar Sigtryggssonar var togarinn um eina
mílu innan þessa svæðis en skipstjórinn taldi sig vera utan svæðisins. Svæði þetta hefur verið lokaðfyrir togveiðum fró
20. marz síðastliðnum. Var togarinn færður til hafnar og hófust réttarhöld í Sakadómi kl. 14 i gær. DB-mynd Sv.Þorm.
-GAJ-
BELGÍSKUR TOGARI
FÆRDUR TIL HAFNAR
DB-mynd Magnús Hjörleifsson
UMF Biskupstungna:
íslands-
klukkan
frumsýnd
Föstudaginn 30. marz frum-
sýndi Ungmennafélag Biskups-
tungna íslandsklukkuna eftir
Halldór Laxness í félagsheimilinu
Aratungu. Húsið var þéttskipað
og var flytjendum og stjórnanda,
Sunnu Borg, ákaft fagnað í leiks-
lok. Var það mál manna að
sýningin hefði tekizt með
ágætum, enda skiluðu leikendur
allir hlutverkum sínum með
prýði, en hinar öru sviðsskipt-
ingar gengu snurðulaust.
Fyrirhugaðar eru a.m.k. sex
sýningar á íslandsklukkunni.
Hún var sýnd í annað sinn í gær-
kvöldi og verður sýnd í þriðja
sinn á þriðjudag á Hvoli, á mið-
vikudag á Flúðum, föstudag að
Borg í Grimsnesi og f>TÍrhugað er
að sýna verkið í Árnesi þriðju-
daginn 10. apr'tl og í FélagsheimUi
Seltjarnarness á skírdag. Allar
sýningarnar hefjast kl. 21.
-JH