Dagblaðið - 02.04.1979, Side 7

Dagblaðið - 02.04.1979, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR2. APRÍL 1979. 7 „Ég er alinn upp við skráar- gat stjómmálanna... ” Rætt við Steingrím Hermannsson nýkjörinn formann Framsóknarflokksins „Nei, það verður engin stefnubreyting, því að Framsóknar- flokkurinn byggir á stefnu, sem er bæði gömul og margreynd,” sagði Steingrímur Hermannsson dómsmála- ráðherra, nýkjörinn formaður Fram- sóknarflokksins á aðalfundi miðstjórnar flokksins, sem lauk í gær. „Hann byggir náttúrlega á þeirri grundvallarhugsjón að við viljum frjálsa einstaklinga, en vitum hins vegar, að sameinaðir eru þeir sterkari og ég vil nú líta svo á, að þetta sé sú andstæða bæði ríkiskapitalisma og óheftrar einstaklingshyggju, sem beztur kostur,” sagði Steingrímur ennfremur. „Þessi grundvallarhugsjón er sú hugsjón sem við byggjum á..hitt er svo annað mál, að mér finnst að okkur hafi ekki tekizt að útfæra þessa hug- sjón í nútímaþjóðfélagi eins og við þurfum. Við höfum stundum tekið vel á eins og t.d. í efnahagsmálunum núna, að mínu mati í mörkun þeirrar stefnu í orkumálum, sem nú er unnið að, en ég held, að við þurfum að taka einstaka málaflokka fyrir á þessum hugsjóna- grundvelli.” Ekki ítízku? Nú hefur það verið sagt um flokkinn að hann sé bara ekki í tizku, og ungt fólk forðist hann eins og heitan eldinn. Hvernig ætlar þú að breyta þessu? ,,Já, já, þetta hefur stundum verið sagt. Ef ég lít nú til baka. . . ég er nú alinn uppvið þetta skráargat stjórnmál- anna. . . og ég er ekki frá því að mér hafi þótt þaðkannski.þegar ég ákvað að skipta mér ekkert af stjórnmálum, fór í verkfræðina og taldi mig örugglega ekki eiga heima í stjómmálum. En hins vegar varð mér fljótlega ljóst, að þessi grundvallarhugsjón, sem ég nefndi áðan, hún væri málefni hvers manns og við þyrftum að láta það til okkartaka. Ég skýri þessi ummæli fólks um flokkinn á þann hátt, að okkur hefur ekki tekizt, að skýra fyrir æskunni, að þarna er kostur, andstæða við öfgamar og ég held, að við þurfum að leggja mjög ríka áherzlu á það, sýna fram á þessan kost.” Miðflokkur ,,Ég held, að með vaxandi skilningi á lífsgæðum og lífskapphlaupi hins vegar, þá eigi Framsóknarflokkurinn möguleika í nútímaþjóðfélagi.” Er Framsóknarflokkurinn mið- flokkur? „Framsóknarflokkurinn er mið- flokkur í íslenzkum stjómmálum, þannig að hann er á milli þessara tveggja öfga. Hitt er svo annað mál, að ég held að Framsóknarflokkurinn, ef ég má nota þessi gömlu hugtök eins og vinstri og hægri, þá er hann tvímælalaust til vinstri að því leyti, að hann er frjálslyndur flokkur, hann er umbótaflokkur, hann vill ekki staðnað þjóðfélag, hann veit, að hér þarf að lagfæra marga hluti og er tvímælalaust umbótaflokkur. Svo er náttúrlega alltaf hægt að deila um það.... er hægt að kalla rikiskapitalisma til vinstri og auðvaldshyggju til hægri.... er nokkuð svo langt þarna á milli? Þetta eru spumingar, sem leita svona á hugann. Ég held fyrir mitt leyti, af því að þú ert að spyrja svona um breytingu, að breytingin verði fyrst og fremst sú, að Ólafur Jóhannesson, hefur verið þessi afburða sterki einstaklingur, sem borið hefúr höfuð og herðar yfir aðra, bæði í ríkisstjóm þennan tima.sem hann hefur setið í þeim og sem formaður Framsóknarflokksins og þetta hefur að sjálfsögðu einkennt mjög starf flokksins. Ég held fyrir mitt leyti, að við verðum í framtíðinni að byggja miklu meira á fjölda, kalla miklu fleiri menn inn tU stefnumótunar.” Nýir menn Nú hefur það verið sagt um stjórn- málaflokkana að þeir eigi enga menn i endurnýjum. Á Framsóknarflokkurinn einhverja unga menn? „Það held ég alveg tvímælalaust. T.d. á þessum fundi hefur það komið ljóslega fram. Hér hafa komið fram nýir menn, sem hafa kvatt sér hljóðsog á þá hefur verið hlustað. Ég get neint til dæmis, að í blaðstjórn flokksins, varð veruleg endurnýjun, þar komu inn ungir menn. Ungt fólk hefur æ meiri áhrif á gang mála og mér finnst að hægt sé að verða var við það. T.d. á þingi ungra Framsóknarmanna fyrir ári. Þar voru yfir hundrað manns bæði ungir menn og konur og mikið af því fólki hafði ég ekki séð áður og hafði mjög gaman af að hlusta á. Þetta er fólk sem einmitt virðist aðhyllast þessa hugsjón, einmitt að manngildið sé stórum betra en kapphlaupið. Það er auðviiað von mín, að sú hugsjón eigi eftiraðstyrkjast. E f það yrðu kosningar i dag, hvað myndir þú telja, að flokkurinn ætti að leggjaáherzluá? „Það er auðvitað augljóst að flokk- urinn verður að leggja áherzlu á efna- hagsmálin. Það eru málin, sem eru númer eitt, tvö og þrjú og verða það á næstu árum. Ef við ætlum að ná verðbólgunni niður, þá verður það að vera það. Við hljótum því að spyrja að því, er samstarfsflokkunum alvara? Og krefja þá svars við því, og spyrja þjóö- ina. Vill hún þetta? Sumir kalla þetta fórnir. Ég kall það ekki fórnir, verð- bólgan er mesta fómin I raun og veru. En vill þjóðin taka skref, sem kannski á augnablikinu kann að líta út, sem ein- hver kjaraskerðing? Það yrði okkar kosningamál.” -HP. Nýja testamentið endursagt á daglegu máli Bókaútgáfan Örn og örlygur hefur þessum sökum fara mikilvæg atriði gefið út Nýja testamentið endursagt á stundum framhjá fólki. í orðréttri daglegu máli. Hér er um að ræða þýðingu Biblíunnar er ógjörningur að íslenzka þýðingu á bandarísku biblíu- útskýra ýmis orð og hugtök en I endur- þýðingunni Living Bible. Hin íslenzka sögn sem þessari er það mögulegt. Þeir þýðing ber titilinn Lifandi orð og er er unnið hafa hina islenzku þýðingu endursögn á Nýja testamentinu, þar eru sr. Karl Sigurbjörnsson sr. Lárus sem reynt er að koma boðskap þess til Halldórsson, Friðrik Schram, dr. skila á skýran og einfaldan hátt og Hysteinn Sigurðsson og Andrés aðlaga það því máli sem talað er í dag. Kristjánsson. Living Bible hefur verið Höfundar Nýja testamentisins notuðu þýdd í heild eða að hluta á um 100 oftsinnis orð og myndrænt mál, sem tungumál og gefin út í öllum heimshlut- erfitt er fyrir nútímafólk að skilja. Af um- -GAJ- Biskup vísiteraði á ísafirði Biskup íslands, herra Sigurbjörn kirkjunum og í dag mun hann heim- Einarsson hefur vísiterað ísafjaröar- sækja Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði prestakall um helgina. Á laugardaginn '°g einnig mun hann ávarpa nemendur hélt hann fund með sóknarnefndum í IMenntaskólans á ísafirði og ræða við prestakallinu og skoðaði ástand, búnað M á sal. og viðhald kirkna. í gær predikaði biskup við guðsþjónustur í öllum -GAJ- „Við viljum frjálsa einstaklinga, en vitum, að sameinaðir eru þeir sterkari”.... ....„Hér hefur komið fram ungt fólk ogá það hefur verið hlustað”... DB-myndir HP. ...,Okkur hefur ekki tekizt að skýra þetta út fyrir æskunni". NÝKOMIÐ! Teg.226 Litur: Natur leður Stærðir 36—41 'ferð kr. 13.730.- Teg.231 Lrtur: Natur ieöur Stærðir:36—41 Verðkr. 13.730.- Teg. 244 Litur: Natur leður Stærðir: 36—41 Verðkr. 13.730.- Teg. 257 Litur: Natur leður Stærðir: 36—41 Verðkr. 13.730 Teg.858 Litir: Natur leður eða beinhvítt leður Stærðir: 36-41 Verðkr. 11.270. Teg.852 Litur: Ljósbrúnt leður Stærðir: 36—41 Verðkr. 11370. Teg. 854 Litír: Ljósbrúnt ieður eða natur leður Stærðir:36—41 Verðkr. 11370 - Teg. 855 Litur: Brúnt leður Stærðir: 36—41 Verðkr. 11370.- Teg. 851 Lhur: Brúnt leður Stærðir: 36—41 Verðkr. 12.470.- Póstsendum Teg. 850 Litur.Brúnt Nubuk leður Stærðir: 36—41 'ðkr. 12.470.- Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti8 v/Austurvöll — Sími 14181

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.