Dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR2. APRÍL 1979. V. -Þýzkur Plasthúðaður. 4 á- ferðir, glans', silki, matt, hálfmatt. ' Normal eða harður. TURA high SPEED Ljósmyndapappír nýkominn Vegna hagstæðra samninga getum við nú boðið heimsþekkta gæðavöru á mjög lágu verði. TURA Mjög góöur til high SPEED handlitunar Verð: Ath. veitum magnafslátt. 9+13 100 bl. 18 25 bl. 18 + 24 100 bl. 24 + 30 10 bl. 30 + 40 10 bl. 40 + 50 10 bl. 50 + 60 10 bl. 3.570.- 1.990.- 12.800.- 2.770.- 4.450. - 7.450. - 9.880.- VERZLUNIN . SlM112630 LAUGAVEGI 121 JJLVK/AVflí BOX 71 Ljósmynda- VERZLUN , OPID KL. 9-9 i Allar skraytingar unnar af fag- . mönnum. N*ag bilaitall a.a.k. é kvöldla liIÓMLAVIXIIH HAFNARSTRÆTI Simi 12717 Ti/sölu: Renault 4 Van árg. '78 Renault 4 TL árg. '75 Renault 5 TL árg. '74. Renault 12 TL árg. '71. Renault 12 TL árg. '75 Renault 12 station árg. '75 Renault 12 TL árg. '77. BMW 316 árg. '77 BMW 318 árg. '78 Opið laugardaga kl. 2-6. Kristinn Guðnason Suðuriandsbraut 20 - Sími 86633. stígvél sem standa sig CZF Þegar þú ætlar aó kaupa þér stlgvél þá velurþú auóvitað KONTIO-atfgvél fra NOKIA NOKIA hefur sett heióur sinní aö framleióa stigvél sem eru falleg I útliti, niósterk og þægileg áfæti. NOKIA hefurennfremur hugaóaó vellióan þeirra sem stigvélin nota. Meó sérstakri meóferó á fóóri náóst verulegur árangur. Þetta sérstaka fóöur er bakteriudrep- andi og hindraróeólilegamikinn fótraka. Já, þú ættir aó varast allar eftirlik- ingar og kaupa KONTIO-stlgvél, þaó borgarsig. TH. Benjamínsson & Co. Laugarásvegi 24 - Simi 81377 Fýrir skömmu ritaði ég að beiðni Dagblaösins grein i blaðið um vanda þess fólks sem reka verður heimili sitt í leiguhúsnæði. Ræddi ég þar nokkuð um félagslegar ástæður þessa fólks og sagði sögu sem nýverið gerðist hér í borginni, sem dæmi um þetta ástand. Einnig reyndi ég að fjalla nokkuð um hinn þjóðfélagslega bak- grunn sem ástandi þessu veldur, eftir því sem það er hægt í stuttri grein. Tilgangurinn með beiðni Dagblaðsins var að fá fram báðar hliðar málsins en einhverjir menn höfðu þá stuttu áður sent blaðinu hugleiðingar sínar um vonsku Leigjendasamtakanna og jafnframt þá miklu sæluvist sem þeir telja leigjendum búna í samfélagi okkar. Allt frá því þessi mál komu til auk- innar umræðu á síðasta ári hafa skotið upp kolli í blöðunum menn sem reyna með allskyns reiknikúnst- um að sanna það að ekki borgi sig að byggja eða reka leiguíbúðir, aðrar fjárfestingar borgi sig betur, og að leigjendur lifi reynar lúxuslífi í sam- félaginu og ekkert þurfi því að gera til lausnar húsnæðisvanda, því hann sé ekki til. Ég þykist vita að þeir sem þannig skrifa hafi sjálfir lítið kynnst kjörum leigjenda og hafi enn minni áhuga á félagslegum markmiðum, réttlæti og jöfnuði. Skrif þessi benda eindregið til þess að þarna séu á ferð einhverslags gróðapungar sem telja stefnu Leigjendasamtakanna til lausnar hins mikla húsnæðisvanda á félagslegum grundvelli og til bættrar réttarstöðu leigjenda, í líkingu við það sem gerist hjá öðrum þjóðum, höggva nærri hagsmunum sínum og ef til vill forréttindaaðstöðu. Að þarna séu á ferð menn sem græða á leigjendum og hafa það sem efnahagslegt markmið fékk ég stað- fest hjá einum þessara höfunda, Carli J. Eiríkssyni verkfræðingi, er hann hringdi heim til mín eftir að áöurnefnd grein mín birtist og kvartaði undan því að ég hefði veist að sér persónulega í greininni, þar sem ég talaði um þá sem einungis væru að hugsa um hvernig þeir gætu ávaxtað arfahlut sinn eða aflafé, en ekki um það sem ég taldi og tel að umræða þessi eigi að snúast um: Hvernig er á hagkvæmastan hátt fyrir samfélagið í heild og einstakl- ingana, sem mynda það , mögulegt að leysa hinn mikla húsnæðisvanda þannig að fjármagn það sem til þess- ara mála þarf að verja nýtist sem best og sem mest húsnæði fáist fyrir það. Þetta tel ég merg málsins. Það er ljóst að skipulagsleysið sem nú rikir og ríkt hefur er bæði mjög dýrt og tryggir hvergi nærri öllum viðunandi húsnæðisaðstöðu, Carl þessi Eiríks- son fræddi mig á því að hann leigði út íbúðarhúsnæði sem hann hefði erft eftir foreldra sína. Þuldi hann mikla útreikninga um reksturskostn- að og kjör leigusala og íbúðareigenda Jón frá Pálmholti sem hann svo endurtekur í Dag- blaðinu 19. mars sl. í grein þessari eru hugleiðingar af ýmsu tagi og hinir margvíslegustu út- reikningar. Því miður hefur sökum annríkis orðið dráttur á því að ég svaraði þessu en mér þykir ástæða til að fara nokkrum orðum um mál- flutning þennan. Verði byggt á félagslegum grunni Ég veit sannast að segja ekki hvar ég á að byrja á þessari hvelju sem grein verkfræðingsins er, en iíklega er best að leiðrétta fyrst þann , .misskiln- ing” að við Carl séum að ræða sama hlutinn.Carl er að reikna út hvernig hann sem miljónaerfingi geti ávaxtað arf sinn þannig að hann hagnist sjálf- ur sem mest á arfinum. Ég er aftur að ræða um hvernig leysa eigi vanda þeirra húsnæðislausu á félagslegum grundvelli, og á skipulagðan hátt. Vitaskuld kostar allt húsnæði eitt- hvað, um það þarf varla að ræða og síst við mann ::m kostaður hefur verið það til ..ims að hann getur titlað sig verkfræðing. Þá hlýtur húsnæði að sjálfsögðu að lúta þeim almennu lögmálum sem ríkja í sam- félaginu og ekki einungis þvi að vera á uppboðsmarkaði, svo sem algengt er um leiguhúsnæði sem boðið er á markaðnum, heldur einnig þeim lög- málum fjármagns og rerkstrarkostn- aðar sem farið er eftir. Það hlýtur að gilda hið sama um leiguhúsnæði sem fjármagnað er með lánsfé og annan rekstur eins fjármagnaðan, að í okkar fjármálakerfi verður um tals- verðan fjármagnskostnað að ræða, einkum í upphafí reksturs. Þetta hélt ég að ekki væri ástæða til að rífast um í blöðunum, nema menn vilji breyta ástandinu og þá hverníg þeir vilja breyta því. Úteikningar miljónaerfmgjans um það hve hann græði meira á því að eiga verðtryggð spariskirteini heldur en íbúð, sem hann notar ekki sjálfur en leigir út, eru, eins og ég sagði í fyrri grein minni, aðeins braskaratal sem lítið erindi á inn í umræður um húsnæðismál. Það er skoðun mín og einnig stefna Leigjendasamtakanna að húsnæði eigi að reisa á félagslegan hátt en ekki með þvi að einstakir gróðapungar byggi og reki húsnæðið i hagnaðarskyni. Ef verðtryggð spari- skírteini koma eitthvað við þessa sögu þá er það einungis sem spurning um það hvort ríkissjóður geti lagt eitthvað af tekjunum sem hann fær fyrir skirteinin til húsnæðismála. / ■ Þriðjungur tekna í leigu Nú ætla ég að vitna beint í grein verkfræðingsins. Þar segir:,,Ég held að vissir herskáir meðlimir Leigj- endasamtakanna hafi fyrir löngu reiknað út í huga sér að þeir ætli sér aldrei að borga kostnaðarverð fyrir leiguhúsnæði og helst að fá frítt húsnæði hjá hinu opinbera og láta al- menning borga brúsann.” Það er ekki furða þótt miljónaerfinginn hrópi. Minna má nú ekki vera en hel- vítis pakkið borgi kostnaðarverð (og helst hagnað til leigusala líka svo hann fái arð af). Það er vitaskuld allt annað að fá húsnæði í arf eftir for- eldra sina en að njóta samfélagslegrar aðstoðar við uppfyllingu þeirra nauð- þurfta sem menn ráða ekki við að uppfylla sjálfir og einir, vegna þeirra reglna sem látnar eru ríkja á fjár- magns- og Iaunamarkaði. Þeir sem eru svo vitlausir að velja sér eigna- lausa foreldra og arka arflausir út i lífið, að maður nú tali ekki um foreldralausir í þokkabót, þeim er nú ekki of gott að borga fyrir sig. Sé leiga fyrir litla íbúð ca 65 þúsund á mánuði, eins og Carl J. Eiríksson segir, og útborguð laun leigjandans ca 180 þús. á mánuði, sem eru algeng laun, þá skal pakkið sannarlega greiða þriðjung launa sinna í húsa- leigu og helst meira svo eigandinn hafi einhvern hagnað. Til þess að fá 2% arð af fé sínu segist Carl þurfa að leigja þessa sömu íbúð á kr. 88,338 á mánuði. Það er íbúð sem kostar 14 milljónir i staðgreiðslu, án þess fram komi hvernig það fé er til- komið. Þarna er settur upp mjög nákvæmur reikningur með hinum ýmsu gjaldaliðum, þar á meðal viðhaldskostnaði kr. 280 þúsund (sem er nú meira en ég þekki af 12 ára reynslu sem leigjandi) auk ýmissa skatta og annarra útgjaldaliða. Með því að teygja allt þetta til fær hann út að kostnaðarleigan sé 658. þús. á ári, þ.e. 53 þús. 872 kr. á mánuði, og er þá gert ráð fyrir að leigan sé öll talin fram og útsvar og aðrir skattar greiddir af henni allri, sem oft er nú ekki. En sé nú leigan hærri en þetta er um hreinan hagnað leigusala að ræða. Hvert er rétta s Aldrei hefur mér dottið i hug, að iað sé dýrara að byggja leiguibúð en éreignaríbúð. En rekstur leiguíbúðar er auðvitað dýrari.vegna skatta, sem Íá þeim eru um Lækkun þeirra sögðu stuðla almennt. Þess tökin einnig Það er þeirri spumingu blaðinu þ. 5. mars si., P ”sr'rsi. <3' r'</. , væri ekki markaðsvar. heldur átt að seg' A,^ . **’’ ' fatnaður t.d. markað /' \N'\ ***$ ***£»' '6 nauðsyn líka. Ekk; _ ’ ^\ matvörur væru ^ ^ ákvæðum. Hvf ýty^*°/> niöurgreiddi húsnæði um saman. .1.1. \ margar ibuði. opinbera.eru leigo. sið- - ^ ^ S Q, . + % & **** í'ir ° % ^ % e jraheimilið sé b. 'Ö/Jj A.' A DÞé lel að margt fÓlk’Ví .*•«. - f *» •<ar þurft, þori ekki að 16 aðila af ástæðum, sem^ rormaður barnavernd <*% agt, að það sé þao™ ngjaC: ý • „Eftir hin mv reikninga, þar st, ofsagróða en talsmenn k 2—3 miiijónir á ári, langaou, svarinu um kostnað við ieiguhúsn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað: 78. tölublað (02.04.1979)
https://timarit.is/issue/227958

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

78. tölublað (02.04.1979)

Aðgerðir: