Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979. Kona týndist í Bláfjöllum — komfram heilá húfiíSelvogi Kona týndist í Bláfjöllum síðdegis á laugardag og var kallað út fjölmennt leitaiiið vegna þess. Konan kom hins vegar fram heil á húfi um kvöldið og hafði þá gengið undan veðrinu, allt suður i Selvog. Lögreglunni var tilkynnt um það um kl. 18.30 á laugardag, að kona um fimmtugt væri týnd í Bláfjöllum. Konan hafði verið í BláfjöUum með dætrum sínum en hún mun hafa verið á gönguskíðum og ætlað í göngutúr. Hvasst var og lágrenningur og er dæturnar fór að lengja eftir móður sinni var það tilkynnt til lögreglu. Slysavarnafélagið og Hjálparsveitir sendu þegar leitarflokka á vettvang. Konan kom hins vegar sjálf fram í Selvogi kl. rúmlega hálftíu á laugar- dagskvöld. Að sögn lögreglu gerði konan það eina rétta, að halda undan veðrinu, því lítið hefði þýtt aðandæfa. -JH. Lína sprengdi Stapann — í óeiginlegri merkingu Lína langsokkur er mesti æringi eins og allir vita og seinasta afreksverk hennar var að sprengja Stapann í Njarðvikunum á laugardaginn. Ekki í ciginlegri merkingu, heldur með því að yfir fimm hundruð manns sóttu sýninguna á þessu skemmtilega barna- leikriti, en það er metaðsókn á leikrit á Suðurnesjum. Varð fjöldi manns fráað hverfa og er farið að panta miða á næstu sýningar sem eru í kvöld (mánudag) og þriðjudag, að því er Hilmar Jónsson, formaður Leikfélags Keflavíkur tjáði okkur, svo að betra er fyrir fólk að hafa tímann fyrir sér, ætli það að komast ásýningarnar. -emm AÐEINS 169.500.- Faðu mikið fyrirlítið fé Cltvarp — Plötuspilari — Kasettusegulband — 2 hátalarar Magnarinn er25 wött. Útvarpið er með langbylgju, miðbylgju, FM bylgju og stuttbylgju Lilja Möller sem Lina langsokkur, Þór Helgason, Dröfn Gústafsdóttir og Gísli Gunnarsson. Þyrla Landhelgisgæzlunnar, TF GRO var m.a. notuð við leitina að konunni. DB-mynd Sv.Þorm. aumn* : flf/ íslenzkir skiptinemar til Japans og N-Sjálands í sumar munu sextán íslenzkir unglingar halda utan sem skiptinemar á vegum skiptinemasamtaka þjóðkirkj- unnar. Skiptinemar þessir munu halda til ýmissa heimshluta. Einn fer til dæmis til Japans, annar til Nýja Sjá- lands, sá þriðji til Mexíkó o.s.frv. Undirbúningur er þegar hafinn og hitt- ast þeir annan hvern sunnudag í Hall- grímskirkju, þar sem skrifstofa sam- takanna er til húsa. íslendingar hófu þátttöku í kristileg- unr alþjóðlegum ungmennasam- skiptum árið 1961 og voru meðal fyrstu þjóða sem tóku þátt í þessum sam- tökum. Samtökin voru upphaflega stofnuð árið 1948 milli Bandaríkjanna og Þýzkalands, ekki sízt í þeim tilgangi að auka skilning milli þessara þjóða á þeim tíma, sem gagnkvæmur fjand- skapur ríkti í lok stríðsins. Alls hafa nú á fjórða hundrað íslendingar dvalizt á vegum þessara samtaka víðs vegar um heiminn og langflestir þeirra talið sig hafa mikið gagn af. Skiptinemasam- tökin hér á landi vinna nú að þvi að út- vega fjölskyldur til að taka á móti erlendum skiptinemum en nokkurrar tregðu virðist gæta hjá fslendingum til þess. Enn vantar tíu fjölskyldur til að hægt séað taka á móti þeim, sem óskað hafa eftir því að dvelja hér á landi. Samtökin munu standa fyrir flóa- markaði á Lækjartorgi næstkomandi föstudag til fjáröflunar fyrir starfið en það kostar 600 þúsund fyrir hvern íslending að halda utan. -GAJ- ENtXJRSKINS- MÉRKI ERU NAUÐSYNLEC FYRIR ALLA UMFERÐARRÁÐ BLAÐIÐ Iijálst.úháð rlarjMafi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.