Dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRlL 1979. Egyptaland: Sadat tekur á móti Begin i Kairó í dag Menachem Begin forsætisráðherra ísraels kemur í dag til Kairó í Egypta- landi og verður þar með fyrsti forsætis- ráðherra lands síns sem þangað kemur i þrjátíu ára sögu þess. Ekki veröa þó neinir aðrir leiðtogar eða fulltrúar annarra arabaþjóða en Egypta, sem fagna honum þar. Allir sendimenn arabaríkja í Kairó verða farnir og kemur brottför þeirra i kjölfar samþykktar fundar leiötoga rikjanna i Bagdad á dögunum. Þar var ákveðið að hætta öllum samskiptum við Egyptaland og jafnframt að hætta allri efnahagsaðstoð og viöskiptum við ríkið. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti, sem Menachem Begin kemur til Egyptalands. Hann kom til Ismailia rétt við Suezskurðinn árið 1977. Það var þó aðeins óformleg heimsókn en í þetta skiptið verður tekið á móti honum, sem þjóðhöfðingja sæmir. Rauði dregillinn tekinn fram og sjón- varpað frá móttökuathöfninni um allt Egyptaland. Miklar varúðarráðstafanir eru í Kairóum þessar mundir. Mikill hópur lögreglumanna gætir gistihússins þar sem 158 ísraelskir opinberir starfsmenn og blaðamenn dvelja en þeir komu til Kairó í gær. Annar hópur og mun stærri mun síðan fylgjast með þjóðarleiðtogunum, bæði hinum ísraelska og egypzka frá því að þeir heilsast á Kairó flugvelli. Erlendar fréttir REUTER Ródesía: Skutuá flugvél Rauða krossins Skothríðin buldi á flugvél á vegum ródesíska Rauða krossins, þegar hún flaug yfir suðurhluta landsins í gær. Enginn særðist í skothríðinni og vélin komst klakklaust á áfangastað. Anwar Sadat forseti Egyptalands var fagnað mjög þegar hann kom heim tii Kairó eftir undirritun friðarsamninganna við ísrael, sem fram fór i Washington. Á myndinni er hann ásamt konu sinni Jihan. Róm: Páfi reynir sættir milli Chile og Argentínu Fulltrúar ríkisstjórna Chile og Argentínu eru nú komnir til Rómar þar sem þeir munu sitja fundi með Jóhannesi Páli páfa öðrum, sem tekið hefur að sér að leita sátta í deilu rikjanna. Er þar deilt um yfirráðin yfir Beagle sundi suður af Suður-Ameriku. Bæði ríkin krefjast sundsins og þriggja eyjasem þar eru. Ekki munu það þó vera eyjarnar eða hafsvæðið í kringum þaö sem er aöalat- riðið, heldur framtíðar yfirráð á hluta Suðurskautslandsins sem falla mun í skaut því ríkinu, sem eyjamar fær. Deilur á milli Chile bg Argentinu hafa staöiö langa hríð vegna þessa máls og lá við styrjöld milli landanna á síöasta ári. Buðust fulltrúar Vatikansins þá til að leita sátta á milli hinna tveggja kaþólsku landa og i janúar síðast- liönum fóru ríkisstjómirnar tvær þess formlega á leit við páfa sjálfan að hann ieitaði sátta. Uganda: Taka Kampala- borgar boðuð Frelsissamtök Uganda, sem nú virðast hafa tekið við opinberum yfirlýsingum og stjórn aðgerða við Kampala höfuðborg Uganda létu hafa eftir sér í morgun að ekkert væri hæft í þeim fregnum að hersveitir þeirra hefðu verið hraktar frá borg- inni. Hafði verið frá því skýrt í Ugandaútvarpinu. Fregnir hafa borizt af því að her- sveitir frá Líbýu standi einkum fyrir vörn Kampala en mikill flótti mun vera kominn i hersveitir Uganda- stjórnar. Engar fregnir hafa borizt af Idi Amin þjóðarleiðtoga sem nú virðist vera að missa völdin. Síðast fréttist af honum á leið til norðurhluta Uganda en þaðan er hann ættaður. Fjölskylda hans eiginkonur og börn munu vera komin til Líbýu. Sérstakur vinskapur hefur um hríð verið með þeim Gaddafi leiðtoga Líbýu og Amin. Frelsissamtök Uganda hafa lýst því yfir að nú líði að því að þau taki Kampala en hingað til hefur verið ;agt að verið væri að gefa flóttafólki færi á að forða sér. Bretar og Frakkar sverjaafsér geislavirknihættu Ekki er að sögn sérfræðinga nein hætta á því að alvarleg bilun á kjarn- orkuveri verði I Bretlandi af sömu or- sökum og í Harrisburg i Banda- rikjunum. Ástæðan er sögö sú aö í stað vatns nota Bretar gas til kælingar. Bilunin í kjamorkuverinu í Harrísburg mun þó vekja mikið umtal I Bretlandi þar sem brezkir visindamenn hafa verið þess mjög fýsandi að taka upp banda- rísku aðferðina. Segja þeir að sllk breyting mundi auka mjög útflutnings- möguleika á kjamaofnum frá Bretlandi. Vatnskælingin er langal- gengust i heiminum í dag. Orkumálaráðherra Breta, Tony Benn, hefur þó lýst því yfir að ákveöið sé að halda sig við gaskælinguna og ekki er líklegt að siðustu atburðir i Harrisburg verði til að auka líkurnar á að þeirri ákvörðun verði breytt. Raymond Barre, forsætísráðherra Frakka, sagði í gær að slys eins og varð í Harrisburg getí ekki orðið í Frakklandi. öryggiskerfi í frönskum kjamorkustöðvum væri öðruvísi en hið bandariska.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað: 78. tölublað (02.04.1979)
https://timarit.is/issue/227958

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

78. tölublað (02.04.1979)

Aðgerðir: