Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Arsenal í úrslitin Liver- pool og Man.Utd. leika á ný Jafntefli Liverpool og Man. Utd. ífrábærum leik íundanúrslitum FA-bikarkeppninnar á Maine Road ,,Það er slæmt að annað þessara liða þurfi að vera slegið út eftir leik þeirra nú hefðu bæði átt skilið að leika í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þetta er áreiðanlega bezti leikur, sem leikinn hefur verið i undanúrslitum bikarsins í áratugi,” sagði Dennis Law, knattspymukappinn frægi, eftir leik Livcrpool og Man. Utd. á Maine Road Manchester — leikvelii Manchester City — á laugardag. Leiknum lauk með jafntefli 2—2 og skoraði Lipverpool jöfnunarmarkið, þegar átta mínútur voru til leiksloka. Liðin verða þvi að leika að njju og verður sá leikur á miðvikudag á Goodison Park, leikvelli Everton í Liverpool. Arsenal vann hins vegar öruggan sigur á Úlfunum, 2—0 á Villa Park i Birmingham í hinum leikn- um í undanúrslitum. Hefur þvi tryggt sér sæti i úrslitum annað árið i röð. Tapaði í fyrravor i úrslitum fyrir Ipswich á Wembley. Það varð strax mikil spenna í leikn- um á Maine Road og knötturinn gekk markanna á milli. Joe Jordan var valinn sem miðherji i lið Man. Utd. en ekki Andy Ricthie, sem skoraði þrjú mörk gegn Leeds laugardaginn áður — en Liverpool var með óbreytt lið í sjöunda leiknum í röð, þar sem liðið hafði aðeins fengið á sig tvö mörk — og ekki mark i bikarkeppninni. ,,Við getum leikið frábæra knatt- spyrnu í sumum leikjum, en í öðrum erum við eins og ellefu einstaklingar, sem eru að leika saman í fyrsta sinn,” sagði Steve Coppell, háskólastúdentinn i liði Man. Utd. nýlega — og þetta varð einn af þeim leikjum, sem Man. Utd. lék vel. Hafði lengstum yfirtökin gegn hinu frábæra Iiði Liverpool — og það segir ekki litla sögu. En leikmenn Liverpool voru fyrri til að ná tökum á taugum sínum og á 17. mín. skoraði Ken Dalglish frábært mark. „Töfrar” sögðu þulir BBC. En aðeins 90 sekúndum síðar lá knötturinn í marki Liverpool — fyrsta markið, sem liðið fær á sig i keppninni. Jimmy Greenhoff átti snilldarsendingu á Joe Jordan, sem skallaði knöttinn í markið án þess Ray Clemence hefði nokkra möguleika að verja, 1—1. Jöfnunar- mark, sem gat ekki komið á þýðingar- meira augnabliki fyrir United. En áfram hélt leikurinn og oft héldu 52 þúsund áhorfendur niðri í sér and- anum af spenningi. Á 37. mín. léku Jimmy Case og Dalglish með knöttinn inn í vítateig mótherjanna og dómarinn flautaði. „Vítaspyrna” hrópaði þulur BBC steinhissa ,,ég veit ekki hvað hefur komið fyrir. Kannski hefur knettinum verið spymt í hönd Martin Buchan, því dómarinn dæmdi ákveðinn vitaspyrnu.” Leikmenn United beinlínis æröust — mótmæltu Alan Hansen — skoraði sitt mark á leiktímabilinu. fyrsta Joe Jordan — jafnaði fyrir United með frábærum skalla. ákaft, og í látunum var Gordon McQueen, miðvörður United, bók- aður Terry McDermott tók víta- spyrnuna — spyrnti knettinum fast neðst á markið, en knötturinn lenti i markstönginni og hrökk út.Bjargað í hom. Eftir þetta atvik tvíefldust leik- menn Manchesterliðsins og sóttu mjög lokakafla hálfleiksins. Tókst þó ekki að skora. United skorar Það sama var uppi á teningnum í byrjun síðari hálfleiks. United sótti og það bar árangur á 56. mín. Brian Greenhoff sendi knöttinn í mark 'Liverpool — og spenna var gífurleg. Ray Clemence varði tvívegis á stór- kosdegan hátt og eftir hornspyrnu skallaði McQueen rétt framhjá marki Liverpool. Það var á 74. mín. og nokkmm sekúndum síðar renndi Dalglish sér í gegnum vörn United — komst frír að markinu. Hinn 19 ára markvörður Man Utd., Gary Bailey, hljóp á móti honum. Dalgish lyfti knettinum yfir hann — en líka yfir þverslána. Sjálfur Dalglish í dauðafæri en brást. Mikil mistök McQueen, sem lét knöttinn fara framhjá sér — og knötturinn rúllaði beint til Datglish. Hálfri mínútu síðar var hætta hinu megin — Steve Coppell, sem oft lék Emlyn Hughes, vinstri bakvörð Liverpool, grátt i leiknum, komst frír í gegn. Átti aðeins Clemence einan eftir en spyrnti framhjá. Liverpool kippti Case út af. Steve Heighway kom í hans stað — og var ógnandi á vinstri kantinum gegn Jimmy Nicholl. Bailey varði vel frá Ray Kennedy og rétt á eftir var bjargað á marklínu Man. Utd. Sex góð tækifæri á stuttum tíma — gífur- leg spenna. „United reynir allt til að gera út um leikinn — ,,going for the kill” — og það talsvert á kostnað varnar- innar,” sagði Dennis Law. Það átti eftir að hefna sin fyrir liðið. Liver- pool fékk hornspyrnu á 82. mín. Skallað var út úr vítateig United — Heighway fékk knöttinn á vinstri kanti. Lék á Nicholl og gaf fyrir. Þar tókst Skotanum stóra, Alan Hansen, að stýra knettinum í mark United. 2—2, fyrsta mark Hansen á leiktíma- bilinu. Eftir markið sótti Liverpool meira — en opin færi sköpuðust ekki. Leiktíminn rann út og eftir leikinn klöppuðu áhorfendur lengi fyrir ieikmönnum. Þökkuðu j>eim fyrir stórsnjallan leik og þulur BBC stundi. ,,Því miður er þessum frá- bæra leik lokið”. En liðin reyna með sér á ný á miðvikudag. Þau voru þannig skipuð: Gordon McQueen lék sinn bezta leik með Man. Utd. frá þvi hann var keyptur frá Lceds. Liverpool. Clemence, Neal, Thomp- son, Hansen, Hughes, Ray Kennedy, Souness, Case (Heighway), McDer- mott, Dalglish og Johnson. Man. Utd. Bailey, Nicholl, Buchan, McQueen, Albiston, Brian Green- hoff, Mcllroy, Coppell, Jimmy Greenhoff, Jordan og Thomas. Flestir áttu mjög góðan leik — Hansen, Thompson, Dalglish og Kennedy hjá Liverpool auk Clemence, sem varði frábærlega. Hjá Manc. Utd. áttu Skotarnir McQueen og Jordan, sem mjög hafa verið gagnrýndir frá því þeir voru keyptir frá Leeds, báðir stórleik. Arsenal íúrslit Arsenal tryggði sér rétt úrsUtin með því að sigra Úlfana í slökum leik á Vflla Park. Arsenal án Liam Brady, sem komst ekki í gegnum upphitun fyrir leikinn, var lengi að ná sér á strik — og Úlfrunum tókst aldrei að ná svipuðun leik og gegn Arsenal i defldakeppninni. Sigruðu Arsenal þar í báðum leikjunum. „Heppni að við lýstum leiknum á Maine Road,” sagði Pathe Feeney hjá BBC, sem fylgdist með leiknum á Villa Park í sjónvarpi. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en á 50. min. tókst Frank Stapleton að skora fyrir Arsenal. EUefu min. fyrir leikslok guUtryggði svo Alan Sunderland, sem áður lék með Úlfunum, sigur Lundúna- liðsins. öruggur sigur — en greinilegt að Arsenal verður að gera miklu betur i úrsUtaleiknum á Wembley fyrst i mai ef liðið ætlar að tryggja sér þar sigur. En án Liam Brady er Arsenal aðeins skuggi þess liðs, sem það getur verið. Tapaði þó ekki án hans nú — en hefur tapað fimm leikjum af átta án Brady í IdeUd. .hsim. Einum færri og markvörð- urinn handleggsbrotinn! — Aberdeen varð fyrir miklum áföllum lokakaf la urslitaleiks skozka deildabikarsins. Rangers skoraði þá tvívegis og sigraði 2-1. Celtic tapaði í úrvalsdeildinni Glasgow Rangers hafði heppnina með sér, þegar liðið sigraði Aberdeen í úrslitaleik skozka deildabikarsins 2—1 á Hampden Park á laugardag. Sigurmark Rangers var skorað þremur mínútum eftir að venjulegur leiktími var runninn út — og síðasta stundarfjórðungínn lék Aberdeen einum færri, auk þess, sem mark- vörður liðsins var illa slasaður. Fyrri hálfleikur leiksins var slakur. Lítið sem gladdi augað — cg fá tæki- færi. Ekkert mark skorað en í þeim siðari varð spenna mikil. Aberdeen náði forustu, þegar Duncan Davidson skoraði gott mark á 58,mín. en Rangers tókst að jafna á 79. mín. Bobby Clark, markvörður Aberdeen, lá þá meiddur á vellinum, þegar Alex MacDonald sendi knött- inn í markið. Óttazt að hann væri handleggsbrotinn en Clark vildi ekki. yfirgefa leikvöllinn. Lék til loka og gat aðeins notað annan handlegginn. Fjórum mín. síðar rak dómarinn miðvörð Aberdeen, Doug Rougvie, af vellinum fyrir brot á Derek John- stone, þegar knötturinn var hvergi’ nálægt. Leikurinn var harður — sex aðrir leikmenn bókaðir. Aberdeen lék því með 10 mönnum síðasta stundarfjóröunginn — og á 93.mín. tókst Colin Jackson, elzta leikmanni Rangers, miðverði, að skalla knöttinn í mark eftir hornspyrnu McLean. Aberdeen gerði örvæntingarfullar tilraunir til að jafna þaö, sem eftir var leiksins. Dómarinn flautaði ekki af fyrr en sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, enda miklar tafir vegna þeirra atburða, sem höfðu átt sér stað í leiknum. Fjórir leikir voru háðir í úrvals- deildinni og þar tapaði Celtic fyrir Hibernian í Edinborg, 2—1. Dundee Utd. sigraði neðsta liðið Motherwell með naumindum í Dundee og hefur nú fimm stiga forustu á Rangers. Hefur hins vegar tapað þremur stigum meir en Rangers — og tveimur stigum meir en Celtic. Úrslit urðu þessi. DundeeUtd.— Motherwell 2—1 Hibernian — Celtic 2— 1 Morton — Partick — Hearts St. Mirren 2—2 3-1 Staðan er nú þannig: Dundee Utd.28 14 7 7 41—29 35 Rangers 24 11 8 5 32—22 30 St. Mirren 27 12 5 10 37—30 29 Hibernian 27 9 11 7 33—31 27 Morton 28 9 9 10 40—44 27 Aberdeen 25 8 10 7 43—26 26 Celtic 22 10 5 7 33—24 25 Partick 25 9 7 9 27—26 25 Hearts 24 6 7 11 32—46 19 Motherwll 27 4 5 18 23—62 13

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.