Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 36
36 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979. Diskóiðnaðurinn íBandaríkjunum veltir1500000000000krónumíár Þær fréttir berast frá Bandaríkjun- um að diskóiðnaðurinn þar í landi sé « TÍZKAN Á 54 — Gestir frægasta diskóteks i heimi, Studio 54, eru þekktir fyrir djarfan klæðnað. Útgang- urinn á þeim hefur vafalaust mótandi áhrif á hina svokölluðu diskó-fata- tízku. orðinn umfangsmeiri en bæði sjón- varps- og kvikmyndaiðnaðurinn. Sifellt fleiri og fleiri koma þessa dagana auga á gróðavon i útgáfu diskóplatna, framleiðslu diskófata, rekstri diskóteka og smíði alls kyns tækniútbúnaðar fyrir diskótekin. Diskótek í Bandaríkjunum eru nú orðin tuttugu þúsund talsins. Talið er að þau og öll sú framleiðsla sem í kringum þau þrífst eigi eftir að velta upphæð sem nemur fimmtán hundruð milljörðum islenzkra króna á árinu. Stærsta ástæðan fyrir örri þróun diskóteka i Bandaríkjunum er kvik- myndin Saturday Night Fever. Hún er sögð hafa gert hið sama fyrir diskóiðnaöinn og Elvis Presley gerði fyrir rokktónlistina á sjötta áratugn- um! Or AFTONBLADET Tina Tumer ernú einábáti Hún vargiftlke Tumerísextánár Eftir sextán ára hjónaband er komið að kaflaskilum í lífi Tinu Turner. Hún er skilin við tónlistar- manninn og upptökustjórann Ike Turner og farin að heiman. Á þessum sextán árum eignuðust þau hjónin fjóra syni og hljóðrituðu yfir þrjátíu LP plötur saman. Þau gerðu nokkur lög, sem náðu gifurlegum vinsæld- um. Nægir þar að nefna lögin Nutbus City Limits og River Deep, Mountain High. „Ég hef.engan fundið sem gæti gert neitt fyrir mig sem ég gæti ekki gert betur sjálf,” sagði Tina Turner nýlega í viðtali, ,,og þess vegna hef ég ákveðið að standa á eigin fótum í framtíðinni.” Hláturinn sem fylgir þessum orðum sannar að söng- konan, sem af mörgum er talin sú villtasta í rokkinu, hefur fundið frelsið. Þrátt fyrir að Ike og Tina Turner hafi ávallt litið út fyrir að vera óaðskiljanleg og mótmælt harðlega öllum orðrómi um missætti sín í milli, gekk lífið hjá þeim ekki alveg eins rólega fyrir sig og ætla mætti. Bezta sönnun þess er sú að einn dag- inn pakkaði Tina niður helztu nauðsynjum og kvaddi. ,,Ég var nú ekki alveg peningalaus, þó að ég skildi allt eftir,” segir hún. ,,Ég tók dálitla upphæð með mér til að skrimta.” Kynntust árið 1956 Kynni tókust með Ike og Tinu árið 1956 og það breytti lífi hennar gjör- samlega. Hún var þá herbergisþerna og hann óþekktur bluessöngvari í St. Louis. Þau náðu frægð saman eftir að þau hófu að vinna fyrir tónskáldið og upptökustjórann Phil Spector. Það var til dæmis hann, sem átti stærstan þátt i að lagið River Deep, Mountain High sló í gegn. Sagan segir að Spector hafi borgað Ike Turner fyrir að hafa ekki komið nálægt því lagi, en látið það nægja að Tina syngi lagið. — Síðan þá hefur mikið vatn til sjávar runnið og Tina Turner er nú orðin fertug. TINA TURNER — Á þeim sextán árum sem hún var gift Ike Turner eignuðust þau hjón fjóra syni og hljóðrituðu yfir þrjátiu hljómplötur. Tina segist hafa gert sér grein fyrir þvf strax i upphafi hjónabandsins að það ætti ekki eftir að verða neitt sældarbrauð. Ekkert kyntákn „Strax þegar við giftum okkur gerði ég mér grein fyrir því að ég ætti ekki eftir að verða ánægð í hjóna- bandinu,” segir hún. „Ég reyndi þó að sjálfsögðu að gera mitt bezta úr því. Auðvitað áttum við okkar ánægjustundir, en mestur hlutinn var óttalega leiðinlegur.” Þó að Tinu Turner hafi verið lýst sem einu mesta kyntákni soultón- listarinnar, er hún ekki á því að sam- þykkja það. ,,í sannleika sagt finnst mér ég ekki neitt meira aðlaðandi en flestar aðrar aðlaðandi konur. Jú, ég reyni að halda mér til og vona að það hafi tekizt, en kyntákn, þá eru allar konur kyntákn, sem á annað borð gefa gaumaðútlitisínu. Sviðsframkoma mtn hefur ekkert með daglegt líferni mitt að gera. Ég hreyfi mig aðeins eins og mér er eðli- legt. Tónlistin sem ég syng býður upp á það.” Úr DAILY MIRROR Söngvari Sweet segir upp Brian Connolly söngvari hljóm- sveitarinnar Sweet hefur nú sagt skilið við félaga sína og hyggst hefja feril sem sólósöngvari. Hann vinnur um þessar mundir að breiðskífu sem á að koma út í sumar. Ekki mun verða ráðinn nýr söngvari í Sweet heldur ætla þeir þrir sem eftir eru að skipta söngnum á milli sín. Connolly hefur afar viðkvæma rödd og má ekkert reyna á hana að ráði. Til dæmis má hann ekki tala mikið og leyfir því blaðamönnum yfirleitt ekki að taka við sig viðtöl. Ástæðan til þessa er skemmdir á barka söngvarans sem hann hlaut eitt sinn í slagsmálum á knæpu. Sweet flutti fyrr á árum mörg lög sem náðu verulegum vinsældum. Upp á síðkastið hefur þó verið hljótt um hljómsveitina. Hún hefur sagt skilið við þýzka aðdáendur og snúið sér að Bandaríkjamarkaði. Þar í landi varð lagið Love Is Like Oxygene talsvert vinsælt með hljóm- sveitinni á síðasta ári. ÚrSOUNDS — hyggst nú reyna fyrir sér sem sólósöngvari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.