Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979.
ÍTjálst,úháð dagblað
Útgefandi: Dagblaflið hf.
Framkvœmdastjód: Sveinn R. Eyjólfsson. Rttstjód: Jónas Kristjánsson.
Fréttastjóri: Jón Bkgir Pétursson. Rhstjómarfultrúi: Haukur Heigason. Skrtfstofustjóri rttstjómar
Jóhannas ReykdaL Iþróttin HaHur Simonarson. Afletoflarfréttastjóran Atii Steinarsson og Ómar Valdi-
marsson. Mennkigarmák Aflalsteinn Ingólfsson. Handrft: Asgrimur Pélsson.
Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragl Blgutflsson, Dóra Stafánsdóttir, Gtosur Slgurfls-
son, Gunnlaugur A. Jónsaprr, Haflur Haflsson, Helgl Pétursson, Jónas Haraldsson, ólafur Geirsson,
ólafur Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Pátoson.
Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, BjamleHur BjamtoHsson, Hörflur Vlhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls-
son, Sveinn Þormóflsson.
Skrtfstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þrálnn ÞoriaHsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjóri: Már E.M. Haldórsson.
Ritstjóm Siflumúla 12. Afgrelflsta, áskrtftadelki, augiýsingar og skrif stofu r Þ verhofti 11.
Aflabfmi blaðsins ar 27022 (10 Ifnur). Áskríft 3000 kr. á mánufli innantonds. I iausasöki 150 kr. eintakifl.
Setning og umbrot Dagbtofllfl hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siöumúla 12. Prantun:
Árvakur hf. SkeHunni 10.
Misrétti útrýmt
Gífurlegt misrétti felst í núverandi lif-
eyriskerfi. Félagsmálaráðherra hefur
látið liggja að því, að hann muni beita
sér fyrir umbótum, en hann þarf ekki
langt að leita að raunhæfri lausn. Fyrir
Alþingi er nú þegar frumvarp, sem felur
í sér nauðsynlegar úrbætur. Þar er þá „byltingu” í líf-
eyrismálum að finna, sem menn svipast um eftir.
Flutningsmenn frumvarpsins eru sjálfstæðismennirnir
Guðmundur H. Garðarsson, Oddur Ólafsson, Eyj-
ólfur K. Jónsson og Guðmundur Karlsson.
Samkvæmt frumvarpinu á að stofna Lífeyrissjóð ís-
lands, sem verði sameiginlegur tryggingarsjóður lands-
manna. Sjóðurinn á að veita ellilífeyri, örorkulífeyri og
barnalífeyr', auk fæðingarlauna.
Guðmundur H. Garðarsson flutti sams konar frum-
varp í ársbyrjun 1976, en það hlaut ekki nægan skiln-
ing þingmanna. Þorri landsmanna býr enn við ófull-
komið, flókið og ranglátt kerfi. Meingallar þess eru
hverjum manni augljósir.
Verðbólgan hefur gert lífeyrissjóðunum upp til hópa
ókleift að standa við skuldbindingar sínarog greiða líf-
eyri, sem gerir fólki kleift að lifa við mannsæmandi
kjör í ellinni. Undantekningar frá þessu eru hinir verð-
tryggðu sjóðir, sem opinberir starfsmenn, bankamenn
og nokkrir aðrir njóta. Meginþorri hinna um eitt-
hundrað lífeyrissjóða er þannig upp byggður, að sjóð-
félagar inna af hendi greiðslur iðgjalda, sem eiga að
safnast upp og ávaxtast og standa undir væntanlegum
lífeyrisgreiðslum til viðkomandi sjóðfélaga. Þetta
mætti kalla söfnunarkerfi. Iðgjöldin eru yfirleitt um
tíu af hundraði af dagvinnutekjum félagsmanna og
yfirleitt greiða menn í um 30. ár. Þegar til greiðslu fulls
lífeyris kemur, má segja, að sjóðfélagar hafi almennt
greitt sem svarar þrennum árslaunum sínum. Við 67
ára aldur er ólifuð meðalævi um 14 ár. Verðbólgan
hefur valdið, að vextir hafa ekki getað haldið í horfinu,
og má ætla, að iðgjöld lífeyrissjóðsfélaga, sem nú
tekur lífeyri, nægi aðeins til að greiða honum lífeyri í
eitthvað um þrjátíu mánuði.
Þessi uppbygging sjóðanna, söfnunarkerfið, gerir
því að verkum, að lífeyrissjóðir eru óhæfir til að gegna
því hlutverki sínu að veita bærilegan lífeyri og stefna í
gjaldþrot. Auk þess felst í kerfinu mikið óréttlæti
gagnvart þeim þorra fólks, sem aðeins hefur aðgang að
óverðtryggðum sjóði, í samanburðinum við hina, sem
njóta verðtryggðs sjóðs. Stór hluti landsmanna er enn-
fremur enn ekki í lífeyrissjóði, og margir einungis
tryggðir varðandi dagvinnutekjur. Vinna húsmæðra er
að engu metin.
Frumvarpið eyðir þessum vanda. Lífeyrissjóður ís-
lands á að vera svonefndur gegnumstreymissjóður,
sem þýðir, að á hverjum tíma verður lagt á iðgjald, sem
mætir þeim tryggingargreiðslum, sem sjóðurinn á að
inna af hendi á þeim tíma.
Ellilífeyririnn verður miðaður við ævitekjur, og talið
eðlilegt, að einstaklingar þurfi um 60 af hundraði af
meðaltekjum sínum um ævina til að lifa viðunandi
lífi, og að sjálfsögðu verða þessar tekjur metnar á nú-
gildi, þegar taka lífeyrisins fer fram, það er lífeyririnn
verður fullkomlega verðtryggður. Með ákveðnum
reglum skal tekjulitlu fólki einnig tryggður viðunandi
lífeyrir, og húsmæðrum tryggður lífeyrir á grundvelli
tekna heimilisins.
Lífeyrissjóðunum, sem fyrir eru, skal breytt í lána-
sjóði fyrir þá, sem eiga aðild að þqim.
Augljóst er, að í frumvarpinu er bent á raunhæfa
leið til að útrýma einhverju því mesta misrétti, sem við
búum við.
Állt að fjórar
milljónir fyrir
ungabarnið
— höf uðástæðan sögð vera erf iðar f élagslegar og
f járhagslegar aðstæður ógiftra mæðra og mikil eftir-
spum barnlausra foreldra eftir að ættleiða börn
Í Grikklandi er það ekki óalgengt,
að ungabörn séu seld fyrir dágóða
upphæð. Stúlkur, sem eignast börn i
lausaleik eiga erfitt með að ala önn
fyrir þeim auk þess, sem lausaleiks-
börn þykja nærri óbærileg skömm
fyrir viðkomandi. Er þá oft skásti
kosturinn, sem þessar stúlkur koma
auga á sá, að selja barn sitt fremur en
að hafa það hjá sér án föður.
Gríska félagsmálaráðuneytið eða
sérfræðingar þess segja að sala á
börnum sé nú orðin svo umfangs-
mikil að það ógni jafnvel eðlilegu
fjölskyldulífi í landinu. Höfuðástæð-
an er sú að sögn aðstoðarfélagsmála-
ráðherra Grikklands Önnu
Synodinou, að algjörlega skortir lög-
gjöf, þar sem fjallað er um ætt-
leiðingu barna og aðstoð við ógiftar
mæður.
Yfirmenn sjúkrahúsa hafa látið
hafa eftir sér, að barnasala hafi
staðið með sívaxandi blóma á undan-
förnum tuttugu árum. í þessum
viðskiptum hafi bæði tekið þátt
Grikkir og annarra þjóða menn. Sé
hér meira að segja bæði um inn og út-
flutning að ræða. Eftir einum tals-
manni sjúkrahúss kemur fram að
honum var kunnugt um fleiri en þrjú
hundruð slíkar sölur í fyrra. Verðið
var nokkuð mismunandi og voru þess
dæmi að það færi jafnvel upp í 400
þúsund drökmur eða jafnvirði hátt í
fjórar milljónir íslenzkra króna.
Öll þessi börn voru afkvæmi
ógiftra mæðra, sem sáu enga aðra
leið út úr vanda sínuir en þá
að selja börn sín. Er það ein-. og áður
sagði vegna skorts á lögum og reglu-
gerðum þar sem kveðið er á um rétt-
indi þeirra og barna þeirra til ein-
hverrar aðstoðar frá hinu opinbera.
Þess munu jafnvel dæmi, að börn,
sem ekkieru heil heilsu séu seld. Er
það þá yfirleitt til útlendinga sem eru
í heimsókn í Grikklandi.
Viðskipti þessi fara oftast fram
fyrir tilverknað umboðsmanns, sem
þá sérhæftr sig á sviði barnaútveg-
r
V
SAMIR VIÐ SIG
Ævisögur stjórnmálamanna eru
oftast fróðlegur lestur, þeim sem
sýsla um stjórnmál og um þau hugsa.
Einkum á þetta kannski við um ævi-
sögur erlendra stjórnmálamanna sem
oft greina opinskár frá mönnum og
málefnum, en starfsbræður þeirra
íslenskir sem ritað hafa æviminn-
ingar sínar.
Við lestur slíkra bóka rekst maður
stundum á hliðstæður sem eru svo
ótrúlegar að ástæða er til að nema
staðar og hugleiða svolítið nánar.
Fyrir skömmu las ég æviminningar
finnska jafnaðarmannaforingjans og
fyrrverandi forsætisráðherra Finn-
lands, K.A. Fagerholms. Bókin heitir
Talmannens röst og kom út hjá
Tidens förlag í Svíþjóð fyrir tveimur
árum.
Auðvitað er ólíku saman að jafna
um stjórnmál i Finnlandi og á
íslandi. Þó eru ýmsar hliðstæður.
Þar hafa samsteypustjórnir einnig
verið reglan, minnihluta stjórnir
tíðar og stjórnir oft skammlífar,
a.m.k. á því tímabili sem Fagerholm
fjallar ítarlegast um. Efnahagsvandi
að styrjöldinni lokinni var gífurlegur,
þungur baggi stríðsskulda hvíldi á
þjóðinni og á tímabili nálgaðist verð-
bólgan það sem hún hefur mest orðið
hjáokkur.
En það sem ég staldraði einkum
við í bók Fagerholms og varð mér
tilefni þessarar kjallaragreinar voru
lýsingar Fagerholms á finnskum
kommúnistum. Á flokksþingi
finnskra jafnaðarmanna í nóvember
1949 gerði Fagerholm grein fyrir
stjórnarmyndunarviðræðum sem þá
voru fyrir nokkru afstaðnar, en hann
var þá forsætisráðherra í minnihluta-
stjórn jafnaðarmanna. í stjórnar-
myndunarviðræðunum hafði
kommúnistum verið boðin fyrst 4 og
síðan 5 ráðherraembætti en 4 ráð-
herraembætti voru talin nokkurn
4to „Það er grundvallarspurning, hvort yfir-
^ íeitt sé hægt að vinna með Alþýðubanda-
laginu...”
í Dagblaðinu þann 9. mars sl. viðrar
Einar Ingvi Magnússon svo hrikalega
ranga skoðun varðandi störf lögregl-
unnar að rétt er að taka hann til
bæna. Einar kemst að þeirri niður-
stöðu að eltingaleikur lögreglu í ein-
kennisbúningum og á merktum bílum
hafi þann 24. febrúar sl. valdið stór-
slysi.
Rétt er það, að þann dag varð sorg-
legt slys, en atburðir voru þeir að lög-
reglan varð vör við ökumann, sem
ástæða þótti til að athuga nánar og
við tilraun til stöðvunar, fór svo að
hann ók utan í lögreglubíl og síðan
áfram í annan árekstur, sem slys varð
af.
Einar telur vegna þessa ástæðu til
annarra vinnubragðaaf hálfu lögreglu
og rétt er að þó nokkur fjöldi fólks er
á sama máli og Einar um þetta. Því er
rétt að viðra aðrar skoðanir, enda er
lögreglan í þeirri aðstöðu að geta
ekki staðið í blaðaskrifum um rétt-
mæti aðgerða sinna.
Almenningsálit á aðgerðum lög-
reglu þarf hins vegar að mótast af
skynsemi og allar aðgerðir lögreglu
þurfa að njóta skilnings almennings
til þess að gagnkvæmt traust ríki
milli aðila. Það sem Einar leggur til
er þetta, í stað lögreglumanna í ein-
kennisbúningum skuli koma óein-
kennisklæddir menn í ómerktum
bílum, og þá hvers vegna? Jú vegna
þess að ölvaðir menn eru svo hræddir
við menn í lögreglubúningi að það
eitt veldur hraðakstri.
Við skulum líta alvarlega á þessa
vitleysu Einars. Við hættum að
hræða ökumenn með lögreglu í bún-
ingum og á merktum bílum og hvað
gerist þá Einar minn? Jú ölvaði öku-
maðurinn verður í þess stað hræddur
Kjallarinn
Kristinn Snsland
viö alla ökumenn, í stað þess að vera
hræddur við sem svarar kannski
hundraðasta hvern bíl þá verður öku-
maðurinn hræddur við hvern einasta
bíl.
Það verður nóg til að valda stór-
hættu ef þú Einar aðeins horfir úr bil
þínum grunsamlega lengi á ökumann
næsta bíls. í stað þess að ölvaður
ökumaður lendi stöku sinnum á
flótta undan lögreglunni, ert þú
Einar að fara þess á leit að ölvaðir
ökumenn verði stöðugt á flótta und-
an sérhverjum bíl sem þeim kann að
finnast vera of nærgönguli
Því er þér svarað að þessi skoðun
þín er ekki þitt persónulega sjónar-
mið heldur eru fleiri meðal almenn-
ings jafnvitlausir.
Við skulum því af fullri alvöru at-
huga hvort eitthvað er hægt að gera
til að draga úr þeirri hættu sem þú
talarum.
1 fyrsta lagi, miðað við núverandi
reglur, þá eru lögreglumenn sérstak-
lega þjálfaðir í því hvernig bregðast
skuli við í sambandi við ölvaða öku-
menn, sú þjálfun felur í sé að að-
gerðir valdi sem minnstri áhættu fyrir
almenning, þannig að lögreglan
gripur ekki til hraðaksturs nema í þvi
sem flokkast myndi undir neyðartil-
felli.
{ raun og veru ert þú Einar að fara
fram á að ökumaður sem grípur til
hraðaksturs vegna ölvunar, verði lát-
inn sleppa. Ef lögreglumenn eiga að
fara svo varlega gagnvart ölvuðum
ökumanni að þeir megi ekki elta
hann, nema óeinkennisklæddir og á
ómerktum bílum þá má í raun fella