Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 40

Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 40
frfálst, úháð dagblað Hunn cr ábúðarfullur á svip löy- reglumaöurinn sá, enda aö „skrifa upp" bíl, eins og það er kallaö. Þaö þýöir, aö hinn óheppni híleigandi veröur aö draga fram pyngjuna og yreiöa sína sekt í sameiyinleyan sjóð landsmanna. Flestir vilja þó i’reiöu sína skarta á einhvern annan hátt. Dtí-m vnd Höröur. „HINN GUÐLEGA ÞENKJANDI NÁ TTÚRUSKOÐANDr LEIDDI ÞJÓFANA FYRIR RÉTTVÍSINA Fyrir fimm vikum var bók, sem ber þann merka titil: „Hinn guðlega þenkjandi náttúruskoðandi” stolið úr fornbókaverzluninni að Skóla- vörðustíg 20, en hún er metin á 140 þúsund krónur. Bókin inniheldur þanka um náttúrufræði út frá guð- fræðilegum sjónarmiðum og var prentuð í prentsmiðjunni að Leirár- görðum í Borgarfirði 1798. Er hún nú mjög fágæt. Áður var þessi prentsmiðja í Hrappsey í Breiðafirði, fluttist svo frá Leirárgörðum til Viðeyjar og varð Viðeyjarprentsmiðja, síðan til lands og var nefnd Prentsmiðja landsins, sem varð upphaf Gutenberg prent- smiðjunnar. Efni umræddar bókar er nokkuð þungt aflestrar, svo þjófurinn eða þjófarnir bættu sér það upp með 300 „hasarblöðum” í leiðinni. DB er ekki nákvæmlega kunnugt um upprunaþeirra. Fornbókasalar eru kunnugir ihn- byrðis og lét sá sem fyrir tjóninu varð, starfsbræður sína vita um hvarf þessarar andlega innblásnu bókar, ef vera kynni að hana ræki á fjörur þeirra. Það var svo fyrir skömmu að piltar buðu bókina til sölu á fombókaverzl- un á Hverfisgötu. Egill Bjarnason, kaupmaður þar, kenndi strax bókina, en sagðist ekki eiga fyrir henni. Hins- vegar tók hann hana í sína vörzlu og benti þeim á að tala við bóksalann á Skólavörðustígnum, sem saknaði bókarinnar, og spyrja hann hvort hann ætti fyrir henni. Á meðan strákarnir voru á leið þangað var lögreglunni gert aðvart og. gómaði hún þá þar. Ekki voru þeir upphaflegu þjófamir, heldur höfðu þeir komizt yfir bókina eftir króka- leiðum og mun þjófurinn nú fund- inn. -GS. Flugmenn komu úr verkfalli í morgun: Halda áfram í þessari viku og páskavikunni Tveggja sólarhringa verkfalli flug- manna hjá Flugfélagi íslands lauk í morgun klukkan átta. Þar sem verk- falhnu lauk ekki fyrr varð tveggja tíma seinkun flugi til Glasgow og Kaupmannahafnar og eins og hálfs tíma seinkun á flugi til Olóar og Stokkhólms. Aðgerðir flugmanna halda áfram í þessari viku að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flug- leiða. Verður þá tekin fyrir einn staður á dag og flug til hans lagt niður. Þannig verður ekki flogið til Norðurlanda á morgun, né heldur til Egilsstaða og Norðfjarðar. Á miðvikudag verður ekki flogið til Egilsstaða, Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Á fimmtudag ekki til London og Vestfjarða. Á föstudag verður hins vegar flogið eins og vana- lega. Á mánudaginn skellur svo á 8 daga verkfall á öllu flugi. Sagði Sveinn það mjög alvarlegt verkfall þar sem páskarnir væru lang mesta ferðahelgi ársins. Ekki sagðist Sveinn vita hvað langt væri í land með samninga, en svo virtist vera að báðir aðilar færu sérákaflega hægt. -DS. Kortsnoj kemur til Islands: „ALVEG SAMA UM RÚSSANA” — segir Haraldur Blöndal, formaður Mjölnis „Jú. Kortsnoj gaf okkur ákveðið svar um að koma hingað í september. Það getur verið að við fáum hann til að flytja fyrirlestra um skák eða að hann taki þátt í skákmóti hér. Við höfum rætt um ýmsa möguleika en aðalatriðið er að sýna að hann sé ekki útilokaður,” sagði Haraldur Blöndal, formaður Skákfélagsins Mjölnis í samtali við DB í morgun. „Jú. Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum erlendan skákmann til okkar. Fyrir nokkrum árum vorum við búnir að semja við Rússann Taimanov um að hann kæmi og þjálfaði hjá okkur en hann hætti við á síðasta degi eða einhver ákvað að hann skyldi hætta við. Ég hugsa að ekki verði erfitt að fá sterka menn til að keppa hér á skákmóti með Kortsnoj nema þá Rússa en okkur er alveg sama um Rússana,” sagði Haraldur að lokum. -GAJ- Kjarasamningar fram- lengdir með lögum? —takist ékki að semja um f ramlengingu þeirra Ríkisstjómin hefur í athugun, hvort ekki eigi að framlengja kjara- samninga með lögum, ef ekki takast frjálsir samningar við launþegasam- tök um framlengingu þeirra. „Allt planið mundi springa, ef ein- stakir hópar launþega fengju kaup- hækkanir á miðju sumri,” sagði einn stjórnarþingmaður í morgun. „Ef litlir hópar fara af stað, er hætt við, aðstíflanbresti.” Samningar opinberra starfsmanna. renna úr gildi 1. júlí. Samningar blaðamanna eru útrunnir í. júní. ASÍ-fólk hefur samninga lausa, svo að engin trygging er fyrir ríkisstjóm- ina, að kjara,,plan” hennar standist. Margir alþýðubandalagsmenn eru reiðir yfir samkomulagi stjórnar- flokkanna um kjaramál. Búast má við vaxandi ókyrrð, á vinnumarkaði, þegar frá líður. -HH. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979. Strandaði við Akureyri Bliki ÞH 50 strandaði á laugardag við Sandgerðisbót, en það er smábáta- höfn í Glerárhverfi á Akureyri. Bliki, sem er 76 tonn að stærð lenti á blind- skeri og festist. Hann losnaði á flóði eftir 10—12 tíma. Smábátahöfn með ljósi er þarna í Sandgerðisbótinni og getur hún villt um fyrir mönnum. Svo virðist sem peir á Blika hafi tekið skakkan pól í hæðina. Talið er að báturinn sé frekar litið skemmdur. Bliki er eikarbátur, smíðaður í Svíþjóð árið 1946. Bliki var á leið frá Húsavík til Akureyrar og hafði tilkynnt það til- kynningarskyldunni. Þegar hann kom ekki á áætluðum tíma fór tilkynninga- skyldan að grennslast fyrir um bátinn og hafði samband við lögregluna á Akureyri. Lögregan vissi hvar báturinn var, fastur á skerinu fyrir framan bæinn. -JH. Tveir bjóða íVíðishúsið Tvö kauptilboð hafa borizt í Víðishúsið við Laugaveg í Reykjavik. Finnur Gíslason og Baldur Þorvaldsson buðu 15 milljónir í eina hæð hússins og Hagprent hf. bauð 45 milljónir í 3. hæðina eða 88 milljónir í 3. og 4. hæð saman. Til sölu eru alls 3 hæðir af 5 þar sem Ríkisútgáfa námsbóka hefur til umráða 1. og 2. hæðina. Víðishúsið kostaði á sínum tíma 259 milljónir. Afstaða hefur ekki enn verið tekin til tilboðanna tveggja. -DS. Halda banka- mennapríl- krénunum? Bankamenn fá 3% kauphækkun greidda út um þessi mánaðamót en verða aftur færðir niður um 3% um næstu mánaðamót, eftir samþykkt efnahagsfrumvarpsins. Talið er líklegt, að hækkunin 1. apríl verði ekki dregin af kaupi um næstu mánaðamót, að minnsta kosti telja lögfróðir menn mikinn vafa á lögmæti þess. -HH. Kjördæmisráð krata íReykjavík: 30 nýir menn Af fimmtíu og sjö fulltrúum, sem kosnir voru í kjördæmisráð Alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík í gær, voru þrjátíu nýir flokksmenn. Er þá miðað við síðustu kosningar. Allmargir voru sjálfkjörnir, svo sem formenn flokksfélaganna og þing- menn flokksins, sem og þeir, sem kosnir voru á ASÍ-og BSRB-þing. Fá atkvæði bar á milli þeirra, sem flest atkvæði fengu, en flest fékk Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, sem fékk 84 at- kvæði. Næstflest fékk Eggert G. Þor- steinsson, þá Gylfí Þ. Gíslason og Björgvin Guðmundsson. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.