Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 10
10 MMBIABIÐ frjálst, úháð dagblað Útgefandl: DaQbUiðtö hf. Framkvaemdastjóri: Sveinn R. EyJÓH a\. Ritstjód: JAfiay Krietjánseon. Fréttastjóri: Jón Birglr Péturseon. •ttstjómerfuétrúi: Haukur Hsigason. Skrtfstofustjóri rttstjómar. Jóhannes ReykdaL íþróttir. Haiur Sbnonarson. Afletoóarfréttastjórar Atfl 8taknarsson og Ómar Vaidh marason. Mennlngarmál: Aflalatainn IngóHsson. Handrit Asgrimur Pálsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Asgeir Tómæson, Bragi Slgurfleeon, Dóra 8tafánsdóttir, Qissur 8igurfls* son, Gunnlaugur Æ Jónsaon, Halur Haflsson, Heigi Pétureson, Jóflas Haraldsson, Ólafur Geirsson, ólafur Jónsson. Hfinpm: Gufljón H. Páisson. Ljósmyndir. Ami Pálf Jóhannsson, BJamlelfur Bjamieifsson, Hfirflur Vlhjálmsson, Ragnar Th. Slgurfls- son, Sveinn Þormóflsson. Skrtfstofustjóri: Ólafur EyJóHsson. GJaldkeri: Þrálnn Þorielfsson. Sfikistjóri: Ingvar SVéinsson. Drelfing- arstjóri: Már E.M. Hafldórsson. Rltstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskrtftadeild, augiýslngar og skrif stofur ÞveritoM 11. Aðalslml blaðsina ar 27022 (10 Knurl. Askrtft 3000 kr. é ménuðl Innanlands. 1 lauaasðki 150 kr. abitaklð. Satning og umbrot D^gblaðlð ht. Slðumúla 12. Mynda- og plðtugarð: HDrnk hf. Slðumúla 12. Prantun: Arvakur hf. Skalfunnl 10. Núllináfram Tvöföldun á verðgildi krónunnar átti f& að vera tákn þess, að vinstri stjórnin hefði horfið frá verðbólgustefnu fyrri ára. Viðskiptaráðherra samþykkir nú, að framkvæmd breytingarinnar verði frestað um eitt ár. Hún komi ekki í gagnið fyrsta janúar næstkomandi. Greinilegar varð ekki sagt, að ríkisstjórnin hefur gefizt upp í baráttunni við verðbólguna í ár. Veigamesta röksemdin fyrir þessari gjaldmiðils- breytingu átti að vera, að hún kynni að hafa hagstæð sálræn áhrif, draga úr verðbógluhugsunarhætti og ,,gæti orðið tákn þess, að ný stefna væri tekin upp í efnahagsmálum,” eins og sagði i greinargerð með frumvarpi viðskiptaráðherra um gjaldmiðilsbreyting- una. Það væri pólitískt mat, hver líkindi væru á, að þessi hagstæðu áhrif næðust, en reynsla annarra þjóða benti til þess, að slíkt mundi aðeins gerast, að samtímis ætti sér stað veruleg stefnubreyting í meðferð efna- hagsmála almennt, segir þar. Stjórnarliðar gáfu sér þannig strax í upphafi þær forsendur, að til lítils væri að klippa tvö núll aftan af krónunni, ef ekki yrði samtímis snúið við blaðinu i efnahagsmálum. Stýfing krónunnar yrði unnin fyrir gýg, ef verðbólgan æddi áfram. Hún mundi þá ekki hafa teljandi áhrif á verðbólguhugsunarháttinn. Fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar hefur haft nógan tíma til að afgreiða málið. Það var unnt að gera, áður en efnahagsfrumvarp Ólafs Jóhannessonar tók tíma nefndarmanna. Nefndarmenn segja, að þá hafi langað til að kenna Seðlabankanum lexíu. Seðlabankinn hafi geyststaf stað með undirbúning gjaldmiðilsbreytingarinnar, löngu áður en stuna eða hósti hafi heyrzt frá stjórnvöldum. Seðlabankinn kynnti hina nýju mynt, og sumir nefnd- armenn segja, að bankinn hafi gert pantanir og aðeins átt eftir að staðfesta þær. Mikið er til í því, að Seðlabankinn hafl ætlað sér fullmikið í þessum efnum. Almenningur mun hins vegar lítið leggja upp úr, hver telji sig hafa móðgazt við hvern. Meginatriðið er auðvitað það sjónarmið, að gjaldmiðilsbreyting yrði til lítils unnin, af þeirri ein- földu ástæðu, að skilyrðið um stefnubreytingu í verð- bólgumálum hefur ekki verið uppfyllt. Með efnahagsfrumvarpi forsætisráðherra stefnir í þrjátíu og fímm prósenta verðbólgu á árinu að mati Þjóðhagsstofnunar og yfir fjörutíu af hundraði að mati Vinnuveitendasambandsins. Þrjátíu prósent markmiðinu, sem ríkisstjórnin hafði sett og ekki var ýkja merkileg breyting, hefur verið kastað fyrir borð. Allir viðurkenna, að verðbólgan verði í ár svipuð og hún hefur verið nokkur síðustu ár. Ríkisstjórnin hefur gefizt upp í þessu efni, sem átti að verða hennar aðall. Nú segja stjórnarliðar, að ástandið verði betra á „næsta ári”. Því mætti tvöfalda verðgildi krónunnar fyrsta janúar 1981. Menn nefna til dæmis, að láglaunabætur eigi að falla niður fyrsta desember, og verði þá eitthvað dregið úr verðbólgu fyrir þær sakir. í rauninni horfir málið þveröfugt við. Augljóst er af ummælum forystumanna launþegafélaga, að þeir hugsa til hreyfings í síðasta lagi ánæstahausti. Þetta kom greinilega fram í viðtali við Benedikt Davíðsson, formann Sambands byggingamanna, í Dagblaðinu í fyrradag. Horfurnar eru því, að stefni í óróa á vinnumarkaði, og litlar líkur á, að við sjáum stefnubreytinguna, sem átti að vera undirstaða gjaldmiðilsbreytingar. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979. Kjamorkuverum fjölgar i Svíþjóð — en óvinsældir þeirra aukast —sérstaklega eftir óhappið í Harrisburg Fyrir nokkrum dögum söfnuðust 112 konur saman fyrir utan heimili sænska forsætisráðherrans Ola Ullsten. Þær kröfðust þess að hann stöðvaði alla kjarnorkuframleiðslu i Svíþjóö og það strax. En konumar fá tæplega vilja sín- um framgengt. Þaö er þegar búið að ákveða að byggja tvö ný kjarn- orkuver innan skamms. Og ríkis- stjómin bíður nánari frétta af því hvað raunverulega gerðist þegar geislavirka vatnið rann út í ána viö Þriggjamílna-eyju í Harrisburg í 'Pennsylvaniu. Sænskir stjórnmálamenn hafa skriöiö í skjól, ef svo má segja, og bíða þess að óveðrið gangi niður nema formaður Miðflokksins, Thorbjörn Fálldin, sem hefur heimtað að stöðvuð veröi starfsemi kjamorkuvers á vesturströnd Sví- þjóðar, við Ringhals. Þetta kjam- orkuver er af nákvæmlega sömu gerð og það sem skelfinguna vakti i Harrisburg. Fálldin vann á sínum tíma kosningasigur með því að lofa að berjast á móti kjarnorkuverum í Svíþjóð og varð út á það forsætis- ráðherra, en neyddist síðan til að segja af sér þegar hann gat ekki stöðvað sigurgöngu kjarnorkunnar í landinu. í Svíþjóð em nú sex kjarn- orkuver í fullum gangi. Þau fram- leiða einn fimmta hluta af öllu raf- magni í landinu. Tvö til viðbótar veröa fljótlega hlaðin með úraníum, önnur tvö eru i byggingu og verið er að teikna og skipuleggja tvö. Alls gerir þetta tólf. Andstaðan magnast Stjómmálamennirnir höfðu hugs- að sér aö láta þingið samþykkja þess- ar framkvæmdir í kjamorkumálun- um í maí og þá mundu allir vera búnir að gleyma því í september, þeg- ar næstu alþingiskosningar verða í landinu. Falldin og flokkur hans vildi hins vegar hafa þjóðaratkvæða- greiðslu um kjarnorkuna i tengslum við kosningamar — og var óspart sakaöur um aö vera á atkvæða- veiöum. En geislavirka vatnið i Pennsylvaniu virðist ætla að hafa Þarfnast þorsk- urínn NAT0? Þegar NATO hélt upp á þrjátíu ára afmælið um daginn vom rifjuð upp ýmis atriði, sem voru forsendur stofnunar þess, og hérlendis hafa enn á ný risið deilur um gagnsemi NATO. í leiðinni hefur dvöl banda- rískra hermanna á Keflavíkurflug velli orðið tilefni umræðna. Hernaður og hernaðabandalög eru alvörumál. Það fer hins vegar ekki hjá því að ýmislegt skoplegt komi fram í umræðum um þessi alvarlegu málefni. Eitt af því skoplega er um- fjöllun manna um það ákvæði varnarsáttmála íslands og USA, að hér skuli ekki vera herlið á friðar- tímum. Menn virðast alls ekki geta komið sér saman um hvað séu friðartímar, og sýnist mér helst, að afstaða manna til þess atriðis hvort friðartímar séu eða ekki, fari eftir afstöðunni til NATO og bandaríska herliðsins í Keflavík. Þeir sem eru hlynntir dvöl herliðs- ins í Keflavík virðast alls staðar sjá ófrið. Ófriður í negraríki hinum megin á hnettinum nægir til þess að þeir segi, að það sé sko langt i frá að nú séu friðartímar. Andstæðingar hersetu segja hins vegar sem svo.að þess háttar ófriður séekki réttlæting þess. aðhafaherlið á íslandi, og er það óneitanlega rökrétt skýring. Tregðulögmál Flestir fslendingar eru sammála um að herliðið á Keflavíkurflugvelli sé ekki frekar „varnarlið” ef til styrjaldar kemur en landhelgis- gæslan. Reyndar er ég viss um, að strákarnir í gæslunni yrðu að miklu meira gagni ef til styrjaldar kæmi en hermennirnir í Keflavík. Það er hins vegar tregðan til að breyta, sem veldur því að menn vilja ekki segja herliðinu að hypja sig. En auk tregðunnar líta menn á peninga- hliðina — okkur hefur nefnilega verið talin trú um aö við græðum á hernum. Hvað er það svo, sem við græðum? Atvinnu — myndu flestir svara. Það er alveg rétt, að margir vinna hjá hernum og hafa það gott. Hins vegarer alveg víst, að þessir sömu menn, sem nú vinna hjá hernum og eru margir hverjir miklir dugnaðar- menn, hefðu ekki setið auðum höndum ef enginn her hefði ráðið þá í vel borgaða vinnu. Nei, þeir hefðu byggt upp atvinnu- fyrirtæki, sem hefðu skapað fjölda annarra Suðurnesjabúa atvinnu. Þei'r. hefðu stofnað íslensk iðnfyrirtæki, þeir hefðu nýtt möguleika flugsam- gangnanna til viðskipta um allan heim — þeir hefðu í stuttu máli sagt beitt hæfileikum sínum í þágu sinnar eigin þjóðar, en ekki óbeint selt þá úr landi. Rússagrýlan Fyrir nokkrum vikum óð kínverskur her inn í Víetnam. Heimurinn stóð á öndinni, því að Rússar höfðu lofað Víetnömum „vernd”. AUir óttuðust meiri háttar átök, en hvað gerðist? Jú, Kinverjar héldu áfram inn- rásinni, en sögðu í öðru hverju spori, að, nú væru þeir alveg að fara að snúa við. Ekkert gerðist af því sem menn höfðu óttast. Rússagrýlan sem íslendingar eru svo hræddir við, sú sama Rússagrýla sem hafði lofað Víetnömum „vernd”, virtist hafa gefist upp á rólunum. Mönnum fannst Rússarnir hafa svikið Víetnama, en fannst það þó svolítið skrýtið, þvi að allii vita að Rússar og Kínverjar hatast. Ég er viss um, að margir hafa líka velt því fyrir sér hvað Bandaríkja- menn myndu gera, ef Kínverjar réðust á f sland. Myndu þeir senda kjarnorku- sprengju á Kína? Myndi stóri bróðir fóma fyrir okkur heimsfriðinum? Ég er viss um að það myndi hann ekki gera — Kinverjarnir fengju bara að eiga okkur með öllum gögnum og gæðum. Þar til Bretinn sveltur á ný... Enn er niðurstaðan neikvæð fyrir bæði herinn og NATO og er þó margt, smálegt ótalið. Keflvíkingar reka bæjarsjóðinn sinn með halla vegna hermannanna, íslenskum vegum er slitið endurgjaldslaust og sjónvarpið komið í lokaða rás. A „Reyndar er ég viss um, aö strákarnir í w „gæzlunni” yröu aö miklu meira gagni ef til styrjaldar kæmi en hermennirnir í Kefla- vík.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.