Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979. HINIR ÓHREINU Hildur skrifar: Frásagnir af því þegar almenningur ígrýtti holdsveika til bana fyrr á öldum hneyksla okkur siömenntaða jnútímamenn meira en orð fá lýst. Við skiljum ekki slíka framkomu við veikt fólk. Okkur dettur ekki í hug að kasta grjóti í sjúklinga, við faerum þeim frekar blóm og konfekt, segjum Við þá uppörvandi orð og brosum iblíðlega eins og góðu fólki sæmir. Er ekki dásamlegt að lifa í dag þegai allir eru svona góðir við þá sem eru' veikir? Ég hef samt tekið eftir því að það er einn hópur sjúklinga sem verður útundan í öllu konfekt- og blómaflóðinu og þó ekki sé beinlínis hægt að segja að almenningur grýti hóp þennan í hel þá hefur hann sannarlega margan manninn úr þessum hóp pínt til dauða á sízt sársaukaminni og mun langdregnari hátt. Vinir hverfa Þegar fólk verður þeim sjúkdómi að bráð sem í daglegu tali kallast geðveiki hverfa í flestum tilfellum vinir og kunningjar sjúklingsins. Ótrúlega oft má segja það sama um systkini, foreldra, maka og þá börn. Margir nánir aðstandendur geðsjúkl- inga í dag nenna ekki að lyfta litla fingri til hjálpar eigin afkvæmi maka, systur eða bróður. Hvað þá þeir sem ekki eru aðstandendur. Rétt mátulegt Þetta stafar af því að oft telur þetta fólk, og raunar allur almenningur, að geð eikin sé sjúklingnum sjálfum að ken.ia og þessi slæma líðan sem henr.i fylgir sé rétt mátuleg á hann. Þeir sem svona eru þenkjandi viður- kenna það ekki berum orðum en allt þeirra framferði og orðbragð sannar það. Eða hvers vegna er annars verið að bölva sjúklingnum, kalla hann letingja og fleiri ónefnum. Hver bölvar krabbameinssjúklingi fyrir sjúkdóm sinn? Hver segir um eigin- konu krabbameinssjúklings: Hún verður bara aðskilja við manninn, hann er greinilega kominn með krabba, þetta er bara roluskapur að vera að dröslast með mann sem er greinilega orðinn fárveikur. Af hverju hendir hún honum ekki út, helvítis manninum? Hver segir: Bölvað vesen á henni Gunnu alla tíð, hún er hreinlega að drepast úr þessu krabbameini stelpubjálfinn, aumingja foreldrar hennar að þurfa að standa undir dillunum í henni alla tíð. Sjúklingnum að kenna Ég veit ekki um neinn sem segir slíkt þegar krabbameinssjúklingur á í hlut, en fjöldamarga sem nota slíkt og enn verra orðbragð ef um er að ræða geðsjúkling nema í staðinn fyrir orðið krabbamein nota þeir orð eins og kUkkun, geggjun, brjálæði o.fl. Þetta sannar að mínu mati að fólk álítur að geðsjúkdómurinn sé sjúklingnum sjálfum að kenna. Sannarlega er þó geðveiki ekki fremur geðsjúklingum að kenna en krabbamein krabbameinssjúkling- um. Þeir fáu sem reyna að hjálpa eiga ekki hægt um vik. Þekking lækna og annars starfsfólks á sjúkrahúsum nýtist ekki til fulls sökum ófull- nægjandi aðstæðna innan sjúkrahúss sem utan og þekkingarskortur kemur oft í veg fyrir að þeir aðstendur sem reyna að hjálpa geti veitt nógu góða aðstoð í erfiðleikum sjúkUngsins. Málefni geðveikra Málefni geðveikra eru sem sagt i algjörum ólestri en þar getur þú gert mikið til bóta. Þú getur reynt að hreinsa hug þinn og annarra af for- dómum í þeirra garð. Þú getur hætt að líta á þá sem vonlausa aumingja, fúlmenni eða trúða. Þú átt að bera sömu virðingu fyrir þeim og öðru fólki, því þeir eru hvorki meiri né minni en aðrir, þó þeir eigi við erfiðan sjúkdóm að stríða. Ef þú hins vegar heldur áfram að hreyta í þá fúkyrðum og sýna þeim hrottaskap eða niðurlægjandi virðingarlausa vorkunnsemi, lokar áfram á bá SKARTGRIPIR Fermingargjöfín í ár SIGMAR 6. MARÍUSSON Hverfisgötu 16A — Sími 21355. t geðdeild Landspitalans. DB-mynd Sv. Þorm. dyrum heimilis þíns og fyrirtækis, heldur áfram að slúðra um þá, og heldur áfram að hneykslast eða hlæja að þeim, gerðum þeirra eða orðum sem sjúkdómur þeirra hefur stjórnað frekar en þeir sjálfir, er sekt þín sannarlega ekki minni en þeirra sem grýttu þá holdsveiku og sannarlega ertu ekki betri manneskja en þeir. í von um að við getum lagt niður þann ósið að auka á kvalir sjúklinga og auka þar með sjúkdóm þeirra læt ég bréfi þessu lokið. Raddir lesenda Á Alli ríki pleysið , ,Alli ríki — það er hann, sem á pleysið,” stóð í Morgunblaðinu. Ég tel ekki víst að Alli hefði fengið sína nafnbót hefði hann ekki verið svo heppinn að eiga bróður sér við hlið, sem er aðaleigandi á móti Alla, þótt hans sé að engu getið í viðtali Morgunblaðsins við þennan fram- einn? kvæmdamann. Einnig hefur mikið mætt á skrifstofustjóranum, því að Aðalsteinn hefur ekki alltaf verið við til að reka þetta einsamall. Kristinn bróðir hans og Magnús skrifstofu- stjóri eiga mikinn heiður af rekstrinum. Jóhann Þórólfsson. PÁSKASTEMMINGIN FYLGIR PÁSKALILJUNUM Lítið við í noestu blómaverslun og sannfœrist

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.