Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979. ( Flugleiðaforstjórarnir éttast að sundrungin ríði félaginu að fullu: ) „GANGA UM OG RÆGJA YFIRMENN SÍNA” — sagði Örn Ó. Johnsen á aðalfundi Flugleiða í gær. Telur stjórnarfyrirkomulagið úr sér gengið og býðst til að segja af sér „Mikill meirihluti (starfsfólks) vinnur störf sín í hljóði, af sam- vizkusemi og hlutleysi, og blandar sér ekki í deilur þeirra hópa, sem ganga um rægjandi yfirmenn sína, stjórnar- menn, forstjóra og framkvæmda- stjóra, og skipa jafnvel starfsfélögum sínum í flokka, ýmist sem óalandi og óferjandi eða sem goð á stalli,” sagði örn Ó. Johnson, aðalforstjóri Flug- leiða, í ræðu sinni á aðalfundi félagsins ígær. ítrekaði Öm þau orð sín frá aðalfundi fyrra árs, að mesta vanda- mál Flugleiða hf. væri sú sundrung, sem ríkti innan félagsins. Hann sagði vera viðsfjarri að það vandamál væri úr sögunni. „Sundrung og flokka- drættir innan félagsins og einstakra starfshópa hafa ágerzt til muna og ekkert bendir til batnandi ástands,” sagði forstjórinn. Hann sagði að vægast sagt væri vafa- samt, að Flugleiðir geti i framtíðinni_ gegnt ,,hinu þýðingarmikla hlutverki sínu og skyldum sínum við þjóðfélagið.” Lagði hann til, að ríkis- sjóður eignaðist stærri hlut í félaginu en þau 6%, sem hann ætti nú. Enn væru óseld önnur 6% hlutabréfa og taldi hann að nú ætti að bjóða ríkis- sjóði þau til kaups. Ríkissjóði „væri einnig í lófa lagið að festa frekari kaup á hlutabréfum félagsins, hjá ýmsum aðilum, sem nú vilja selja sína hluti,” sagði Örn Ó. Johnson. „Ég er andvígur ríkisrekstri sem slíkum,” sagði hann, ,,en ég tel fullkomlega eðlilegt, sérstaklega úr því sem komið er, að ríkissjóður eignist t.d. 20—25% í félaginu og gæti hann þá skipað það jafnvægisafi innan félagsins og þá festu, scm það þai I'nú a að halda frekar en flestu öðru.” Hann sagði síðan: ,,Ég tel að sú; skipan mála, sem við búum við í dag, við stjórnun félagsins, þ.e.a.s. svokölluð stjórnarnefnd, skipuð þrem- ur forstjórum, sé ekki heppileg eins og nú er komið og sé gengin sér til húðar. Hér þarf það til að koma, að fyrir- tækinu sé stjórnað af einum forstjóra, svo sem almennt tíðkast. Slíkur maður þarf að hafa til að bera þekkingu, festu og hæfileika til stjómunar. Verði þessi ■stefna upp tekin er það i verkahring stjórnar félagsins að finna slikan mann og eigi síðar en þegar hann er fundinn mun ég segja upp starfi mínu sem aðal- forstjóri, með eðlilegum uppsagnar- fresti.” Sigurður Helgason forstjóri ræddi einnig um deilurnar i félaginu og sundrungina í sinni ræðu. Hann ítrekaði óskir sínar um sameiningu og góðan anda frá aðalfundinum í fyrra og kvaðst telja, að síður en svo hefði dregið saman með mrtnnum. „Þvcrl á móti tcl ég að crjurnar.sundrunginog óeiningin liali mkiztstói' gaogerþað allt til hins verra. Ég tel sérstaklega, að á þessum tímamótum sé ekkert nauðsynlegra, en að starfsmenn allir geri sér grein fyrir því, að sameiningin er endanleg. Þau öfl, sem eru að verki og stuðla að áframhaldandi sundrung og óeiningu, eru að vinna félaginu mikinn skaða og gera þá sjálfum sér um leið hinn versta grikk. Það fer heldur ekki framhjá neinum manni, sem fylgist með, að þessi óeining og sundrung innan félagsins smitar út frá sér. Rógurinn um félagið Flugleiðafundurinn: „Engin lausn að fara bónarveg til kommúnista í ríkisstjórn” — segir Jón Sólnes, alþingismaður hefur aukizt mikið út á við, bæði í fjöl- miðlum og jafnvel í sölum alþingis. Tel ég það til hinna verstu verka, að þeir sem standa að óeiningunni og sundrunginni skuli verða lil þess að sverta álit félagsins út á við sem raun ber vitni.” -ÓV. Sigurður Helgason, forstjöri hugsar sitt ráð á aðalfundinum enda fataðist honum hvergi þegar i pontuna var komið. ,,Það kann ekki góðri lukku að stýra þetta ósamlyndi i stjórn félagsins. Það fæst engin lausn á vandamálunum með því að fara bónar- veg til kommúnista í ríkisstjórn íslands,” sagði Jón Sólnes i umræðum, sem urðu á aðalfundi Flugleiða að lok- inni skýrslu stjórnarformanns, Arnar Ó. Johnson. Hann bætti við: „Þeir menn, sem hér sitja nú í stjórnar- stólunum eiga að segja af sér störfum. Það hljóta að vera til aðrir menn til þessara starfa,” sagði Jón Sólties al- þingismaður. „Þeir stjórnendur, sem ekki ráða við sitt starfsfólk, eiga að segja af sér. Þeir valda ekki verkefni sínu,” sagði Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Óttarr Möller sagði, að menn ættu ekki að standa upp með jafnfráleitar á- sakanir og fram hefðu komið á stjórn Flugleiða i máli síðustu ræðumanna. „Ég sé ekkert athugavert við, að ríkið ætti stærri hlut i Flugleiðum. Við erum háðir ríkisvaldinu. Þangað þurfum við að sækja um alla skapaða hluti, hvort sem þeir varða leyfi, verðlag eða bók- staflega hvað sem er,” sagði Óttarr. Hann kvað stjórn félagsins hafa gert það, sem hún gat bezt eftir ástæðum, og ekki mætti kenna henni um erfiða afkomu félagsins. Hún ætti allt aðrar rætur en óheilindi stjórnarmanna eða ódugnað. Fleiri tóku ekki til máls um skýrslu formanns. -BS. Stjórn Flugleiða endurkjörin — þrír gáf u ekki kost á sér af tur Eftir að atkvæði höfðu verið talin í kosningu aðalstjórnar Flugleiða hf., þakkaði Örn Ó. Johnson þeim þrem mönnum, sem gengu úr stjórn og vara- stjórn og ekki höfðu gefið kost á sér við kjör, fyrir mikil og giftudrjúg störf í þágu flugfélaganna og Flugleiða frá stofnun þess félags. Þessir menn voru Kristján Guðlaugsson, formaður, Svanbjörn Frímannsson ogThor R. Thors. Fundarsókn á aðalfundinum, var, mælt i hundraðshlutum atkvæða, 92.84%. Þessir menn hlutu kosningu í aðalstjórn með atkvæðamagni innan sviga: Sigurgeir Jónsson (19.820.593), Alfreð Elíason (19.200.256), E. Kristinn Olsen (18.069.071), Örn Ó. Johnson (17.889.150), Grétar Br. Kristjánsson (17.858.508), Halldór Jónsson (17.585.324), Óttarr Möller (17.553.461), Bergur G. Gíslason (17.529.859), Sigurður Helgason (17.493.906). Þess má geta, að þessir menn voru 'allir kosnir að tillögu stjórnar Flugleiða. Upp á fleirum var stungið. Næstur áðurgreindum stjórnarmönnum að atkvæðum var Árni Jónsson (6.039.778) og aðrir með færri atkvæði. í varastjórn voru kosnir: Dagfinnur Stefánsson, Einar Árnason, sem ekki gaf kost á sér í aðalstjórn, og Ólafur Ó. Johnsoo. Endurskoðendur voru endur- kjörnir: Björn Hallgrímsson og Þor- leifur Guðmundsson, og til vara: Stefán J. Björnsson og Valtýr Hákonarson. -BS. Flugleiðafundurinn: Tillöguf lutningur og X | |M#|o kI aIc — óheilbrigt að hafa tvö fslenzk UnUdHUIV flugfélögsemkepptuinnanlands Allmargar tillögur lágu fyrir fundinum og voru bornar fram og ræddar. Tillaga nr. 1 um fríför hlut- hafa var felld, tillaga nr. 2 að efnt verði til samkeppni um gerð nýs merkis fyrir félagið var einnig felld. Sömuleiðis tillaga um að leitað verði eftir nýju heiti félagsins á enskri tungu. Tillaga um að félögin verði aðskilin og hvert félag stundi áfram flugrekstur á sama hátt og áður var einnig felld. Samþykktar voru tillögur um 2.95% arðgreiðslur til hluthafa. Ejnnig tillaga um stjórnar- laun og laun endurskoðenda. Þeir Svanbjörn Frímannsson og Kristján Guðlaugsson tóku báðir til máls og þökkuðu góð orð. Kristján Guðlaugsson sem um 30 ára skeið hefur starfaö að flugmálum flutti i lokin ávarp þar sem hann þakkaði samstarfsmönnum sinum fyrr og nú gott samstarf og ánægjulega samvinnu. Hann sagði að óheilbrigt og óeðlilegt væri að hafa tvö íslenzk flugfélög sem kepptu hér innanlands. Hann hefði unnið að sameiningu félaganna og talið það heillavænleg- ast til þess að íslenzkt flug stæðist. Hann hvatti að lokum Flugleiðafólk, hvar svo í flokki sem það stæði, til sameiginlegra átaka, til þess að styrkja félagið og að berjast gegn andróðri innanfélags og utan. -BS. Séð yfir fundarsalinn. DB-mynd Hörður. örn Ó. Johnson, formaður og forstjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.