Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979. SYNING FRETTA- UÓSMYNDARA Hluti blaöaljósmyndaranna vinnur aö þvf aö leggja sfdustu hönd á verkin. — nær allir f rettaljósmyndarar sýna sameiginlega bezta afrakstur undangenginna ára Sýning fréttaljósmyndara verður opnuð nk. laugardag og stendur sýningin næsta hálfan mánuð þar á eftir. Sýningin er m.a. opin á páska- dag, en helga daga er opnað kl. 2, en virka daga kl. 4 og er opið til kl. 10 á kvöldin. Þarna sýna 19 fréttaljósmyndarar, sem allir eru í nýstofnuðum samtök- um fréttaljósmyndara. Myndirnar sýna ýmsa merkisatburði á liðnum árum og allt til þessa dags. Allar myndirnar eru til sölu. DB-myndir Hörður. Guðjón Einarsson ljósmyndari á Tfmanum handfjatlar eitt meistaraverka sinna, en það er mynd af þeim atburði, er þakið fauk af Hekluhúsinu. Vfsismennirnir Jens Alexandersson og Þðrir Guðmundsson við upplimingar. *.. .. .. ....... * Snæfellsannáll DB-mynd Rögnvaldur Finnbogason. Nú líður að sumarmálum og harður vetur er senn á enda hér í Staðarsveit, a.m.k. er hann það sam- kvæmt almanaki og stjarnfræði- legum útreikningum, þótt enn liggi þungir skaflar við bæi víða og vegir séu tepptir af snjó í Breiðuvík. Senni- lega hefði þetta orðið fellivetur fyrir einni öld, en bændur voru nú vel heyjaðir eftir gott sumar, þótt einstaka bóndi hafi misst hluta af heyfeng sínum í norðan hvassviðri sem hér gerði á áliðnum slætti sl. sumar. Þeir sem farið höfðu um Vestfirði og Austfirði undruðust það fyrir fáum árum hve Snæfellsnesið og leiðin vestur þangað úr Borgarnesi var langt á eftir þessum landshlutum hvað vegagerð snerti. Nú er þetta smám saman að breytast þótt hægt miði. Enn teppast allar leiðir á vetri hverjum vegna sömu vegleysanna, þ.e. stuttra ófærukafla sem hafa gleymst á óskiljanlegan hátt þegar nýr vegur var lagður um næsta nágrenni. Þar gerir stórskefli vetur eftir vetur og þar myndast forar- vilpur vor eftir vor. Fróðir menn hafa r.eiknað það út að búið sé að greiða andvirði fimmfalt lengri vega að jafnaði í snjómokstur og ofaníburð þegar vegurinn er loks færður og lagður á nýjum stað. Póst- og síma- mál svatanna á Snæfellsnesi sunnan- verðu eru þó enn frumstæðari en vegirnir. Simstöðvar eru opnar 4—6 tíma á sólarhring og pósthúsið í Borgarnesi 80 km leið héðan. Veikist menn á ógætilegum tima sólarhrings eða utan símatíma, að ekki sé talað um að nóttu til, má heita útilokað að ná sambandi við þessar nýtískulegu líknarstofnanir sem heilsugæslustöðvar kallast, og er mönnum það helst til bjargar sem víðar að þeir hafa tekið mikla líkams- hreysti í arf frá forfeðrum sínum, sem ólust upp við selspik og lúðurikl- ing og drukku helst ekki annað en öl — sem í öðrum sveitum er kallað ölkelduvatn. Þótt nú sé daufleg vist í Dritvík þá er þó enn róið til fiskjar af Nesinu hér sunnanverðu, bæði frá Arnarstapa og Hellnum og jafnvel líka úr Staðar- sveit. Lúðan sem heita mátti útaf dauð veiðist nú aftur, þótt ekki sé jafnmikið af henni og í æsku Jakobínu í Melabúð, en hún sagði mér að þær konurnar í landi hefðu getað talið lúðumar sem bændur þeirra drógu upp i landsteinum með því að telja smellina þegar þeir rotuðu þær við borðstokkinn. En það var í hennar bemsku og síðan er langur tími liðinn. Óvíða mun á íslandi vera að finna jafnmörg eyðibýli og hér í Staðarsveit og Breiðuvik. Ýmsir náttúruunnandi efnamenn úr Reykjavík hafa þó fest kaup á sumum þessara býla og tínast sumir þeirra vestur í dymbilviku til að njóta friðsældar og fegurðar undir Jökli. Sum þessara eyðibýla voru áður fyrr stórbýli, jafnvel sögu- frægir staðir eins og Búðir, sem nú hafa staðið í eyði um nokkur ár. Náttúruverndarráð hefur ásett sér að frelsa þennan skika lands frá manninum og ætlar sér að girða af Búðahraun, eitt mesta grasasafn þessa lands. Ekki eru þó allir á einu máli um það, að allt sé fengið með því að flæma burt bændur og sauðfé af landinu, þá sé því borgið, heldur verði að stuðla að eðlilegum Langavatn í StaðarsveiL búskaparháttum og byggð á hverjum stað. öðrum þykir einsætt að upp risi á jafnfögrum stað og Búðum heilsu- hæli eða hótel þar sem menn geti notið fegurðar náttúrunnar og mystiskra áhrifa Jökulsins sém gnæfir yfir hraunið, ekki bara hverfula sumarmánuði heldur árið um kring. Því hér eru töfrar náttúrunnar engu minni á hausti og vetri en á vori og sumri. Skammt frá Búðum er Lýsuhóll. Þar er fræg laug sem hér í sveit er talin allrameinabót og hefur verið notuð sem heilsulind allt frá Sturlungaöld. Þar er nú i ráði að byggja nýja sundlaug sem verður einstök í sinni röð, fyllt heilsubótar- vatni, ölkelduvatni sem ekkert jafnast á við að dómi sérfræðinga. En útlendum vísindamönnum sem hér voru á ferð nýlega þótti það mikil firn að slíkur staður skyldi liggja ónotaður. Niður undan Lýsuhólslaug eru vötnin bæði í austri og vestri krökk af fugli — himbrimi, lómur, álft, endur og mávar — paradís fuglaskoðara. Undir sumarmál gleymist mótlæti vetrar og menn bíða upprisu lífsins fullir trúnaðartrausts. Gamall vinur minn var hér á ferð fyrir skömmu. Hann var að sækja sér öl til Þórðar á ölkeldu. Sagðist löngu Rögnvaldur Finnbogason. DB-mynd Hörður. mundu dauður ef hann hefði ekki þennan drykk, sagðist meira að segja hafa haldið lífinu í nokkrum vinum sínum síðustu árin með því að sækja þeim öl hingað vestur. Og þessi gamli vinur minn, sem þekkir Snæfellsnes flestum mönnum betur, benti mér á ýmsa staði þar sem hann sagði ölkeldur vera: í Ölkeldu- botnum á Fróðárheiði, í fjöllunum inn af Búlandshöfða, en þar væru þrjár ölkeldur skammt hver frá ann- arri, í Grundarfirði, í Bjarnarfosskoti, i Bláfeldarskarði, í Arnartungu; við Heydalsveg; í Grimsstaóabotnum, svo taldir séu nokkrir staðir utan þeirra sem allir þekkja eins og Rauðamels ölkeldu og Ölkeldu í Staðarsveit. Fyrri tíðar menn þekktu gildi þcssa öls, ríkir menn og snauðir áttu aðgang að þessum uppsprettum ókeypis og sóttu þangað drykk, öl, sem kom í veg fyrir kvef, inflúensu, brjóstsviða og alls kyns innanskömm sem svo var nefnd, og gerði unglinga svo hrausta og heilbrigða að þeim varð aldrei misdægurt. Og við spyrjum hér á Nesinu sem þykjumst vita um gildi þessara hluta: Hvenær verður ölkelduvatnið, ölið snæfellska, metið að verðleikum af þeim sem drekka kókakóla fyrir áundruð milljóna á ári og flytja inn lanskt bjórglundur fyrir milljónir? Sr. Rögnvaldur Finnbogason Staöastað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.