Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 32
Nýskipan á eftirlaunum aldraðra Einstaklingur fær minnst 150 þúsund —á mánuði, segir félagsmálaráðherra—1680 milljóna viðfangsef ni „Ég held að menn muni sjá hve mikið réttlætismál þetta er og það fari greiðlega gegnum þingið. Forseti efri deildar hefur lofað að taka það fram yfir öll önnur mál,” sagði Magnús H. Magnússon félagsmála- ráðherra í viðtali við DB í morgun um frumvarp hans um nýskipan á eftirlaunum aldraðra. „Nokkur ágreiningur varð í nefnd- inni sem kannaði málið. FuUtrúar vinnuveitenda og launþega vildu að ríkið borgaði allt,” sagði Magnús. Hann sagði að málið hefði verið af- greitt í ríkisstjórninni með samkomu- lagi. Þó gætu komið fram á þingi til- lögur um að ríkið borgaði meira, en það ætti ekki að tefja málið. 4500 manns fá ný réttindi sam- kvæmt frumvarpinu. Einna lægstur samanlagður framfærslueyrir hjá öldruðum einstaklingi ætti eftir breytinguna að verða um 150 þúsund á mánuði, sagði Magnús. Hann fengi um 50 þúsund í eUilífeyri, 54 þúsund í tekjutryggingu, ef hann hefði ekki aðrar tekjur, og loks minnst um 46 þúsund samkvæmt breytingunni nú, til viðbótar hinu. Þá er miðað við, að ellilífeyrir sé tekinn strax við 67 ára aldur. Sé 'um hjón að ræða, fá þau 80% hærri ellilífeyri og tekjutrygg- inguenþessartölur. Magnús sagði að þetta væri stórt skref í átt til verðtryggingar eftir- launa. Hann vonaðist til, að verð- tryggður lífeyrissjóður fyrir aUa landsmenn kæmi tU eftir um tvö ár. „Það er margt nýtilegt í frumvarpi Guðmundar H. Garðarssonar,” sagði Magnús. Hann kvaðst þó ekki vUja láta gömlu lífeyrissjóðina standa áfram sem lánasjóði, eftir að lífeyris- sjóður fyrir landsmenn yrði á kom- inn. Breytingar á lánakerfi hús- næðismála, sem hann stefndi að, geysileg aukning lána þár, ætti að sjá um nauðsynleg húsnæðislán. Álög á Irfeyrissjóði og vinnuveitendur Kostnaður af hinum nýju eftir- launum og uppbót á þau, alls 1350 milljónir króna, svo og uppbót á eftirlaun Lífeyrissjóðs bænda 330 milljónir, á að berast af sameiginleg- um sjóði. Lífeyrissjóðir, sem standa utan samkomulags launþegasamtaka og vinnuveitenda, greiða 5% af ið- gjaldatekjum sínum eða um 470 milljónir í sjóðinn. Sjóðir, sem eiga aðild að samkomulagi launþegasam- takanna, greiða 1% af iðgjaldatekj- um sínum eða 100 milljónir. Sjálf- stæðir atvinnurekendur greiða „eftir- launaiðgjald”, sem nemur 0,5% af launaskattstofni eða um 200 millj- ónir. Rikissjóður, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og Atvinnuleysistrygg- ingasjóður greiða það, sem á vantar, og er hlutur hvers talinn verða rúm- lega300milljónir. -HH Ný tækni við hraða- mælingar Lögreglan var við hraðamælingar á Vesturlandsveginum í gærkvöldi og beitti þar nýrri tækni við mælingarnar, þ.e. radarinn var hafður inni í lög- reglubílnum. Voru fjölmargir bílar stöðvaðir á yfir 100 km hraða og þar á meðal einn bílstjóri sem var drukkinn. Að sögn Asmundar Matthíassonar varðstjóra í umferðardeildinm hafa þessar mælingar verið auknar verulega að undanförnu efdr að færðin batnaði. Á myndini sést Sveinbjörn Guðmunds- son lögregluþjónn við hraðamælingar á Vesturlandsveginum í gærkvöldi. GAJ/DB-mynd Sv. Þorm. Mondale kemur íkvöld Walter Mondale, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í opinbera heimsókn tíl íslands í kvöld og staldrar við þangað tíl á föstudagsmorgun. * Varaforsetinn hittir forsætis- ráðherra, Ólaf Jóhannesson, að máli þegar í kvöld. í fyrramálið hitta varaforsetínn og fylgdarlið hans forsætisráðherra, utanríkis- ráðherra og fleiri islenzka embættismenn í Ráðherra- bústaðnum. Á morgun skoðar Mondale Árnasafn, fer í snögga ferð tíl Þingvalla, og situr há- degisverðarboð - dr. Kristjáns Eldjárns forseta að Bessastöðum og kvöldverðarboð forsætís- ráðherra á Hótel Sögu annað kvöld. Héðan fer Mondale til Noregs, og byrjar heimsóknina þar óformlega í Mundal skammt frá Bergen, en þaðan er varafor- setinn ættaður og ber það nafn í ameriskri útgáfu. Undanfarna nokkra daga hafa verið hérlendis bandarískir leyni- þjónustumenn og öryggisverðir, sem undirbúið hafa komu vara- forsetans. - ÓV «««&%£ Þótt Sigrún verði ekki nitján ára fyrr en í haust þá ferst henni móðurhlutverkið greinilega vel úr hendi. En við fisk- verkunarborðið verður ófyllt skarð. p p. DB-mynd Ragnar Sigurjónsson. FYRSTU TVIBURARIEYJUM — sem fæðast ef tir gos „Nei, ég er ekki í neinum vandræð- um með bleiur. Það er búið að redda því öllu. Ég er líka búin að fá aðra vöggu,” sagði 18 ára móðirin Sigrún Sigurðardóttir, sem fæddi fyrstu tví- burana eftir gos þann 31. marz síðast- liðinn klukkan 17 og 17.15. Þeir voru 2460 og 2650 grömm. Hún sagðist alls ekki hafa átt von á því að bömin yrðu tvö, en það yrði allt í lagi, það væri búið að redda bæði bleium, vöggu og öllu, sem með þyrfti. Það vantaði eiginlega ekki nema nöfnin á börnin og nú væru hún og kærastínn að pæla í þeim. Kærastinn heitir ís- leifur Ástþórsson, er 21 árs og vinnur í vélsmiðjunni Magna. „Hann hjálpar mér örugglega með strákana,” sagði Sigrún, „annars eru þeir ofsa rólegir og voða góðir.” - IHH Týndur síðan á föstudag Lögreglan í Kópavogi hóf í morgun leit að tæplega þrítugum Kópavogsbúa, sem ekkert hefur til spurzt síðan kl. 3 síðdegis sl. föstudag. Um er að ræða Hilmar Bjarnason, Hlíðarvegi 46, sem fæddurer6.12 1949. Hann sást síðast við Lækjartorg í Reykjavík. Hilmar er stýrimaður á mb. Ólafi Gísla. Er hann fór að heiman var hann klæddur blárri vatteraði úlpu, dökkum flauelsbuxum, dökkri skyrtu og peysu og í gulum vinnuskóm. Hann er 178 cm að hæð, frekar dökkur yfirlitum, var vel á sig kominn líkamlega en gengur svolítið lotinn. Allir sem kunna að hafa séð Hilmar frá áðumefndum tíma eru beðnir að hafa samband við Kópa- vogslögregluna. -ASt. Alvarlegt holtsbraut f gærkvöldi var ekið á pilt á vélhjóli á mótum Breiðholtsbrautar og Bústaðavegar. Áreksturinn var sagður harkalegur og slasaðist piltur- inn mikið. Engar upplýsingar var um þettá slys að hafa hjá lögreglunni í morgun, en pilturinn lá i gjörgæzlu- :deild Borgarspítalans en var ekki tal- inn í alvarlegri lífshættu. Myndin er tekin á slysstað. ASt/DB-mynd S. Þorm. hjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 11. APRlL 1979 Skákþing íslands: Björn Þ. vannIngvar 6. umferð á Skákþingi fslands var tefld í gær. Þau úrslit sem mesta athygli vöktu voru að Ingvar Ásmunds- son tapaði fyrir Birni Þorsteinssyni. önnur úrslit í landsliðsflokki urðu þau, að Jóhann Hjartarson vann Jóhannes Gísla Jónsson, Hilmar Karlsson vann Jóhann öm Sigurjónsson. Jafntefli gerðu Elvar Guðmundsson og Bragi Halldórsson, Haukur Angantýsson og Sævar Bjarnason, Haraldur Haralds- sonog Jón Pálsson. Haukur heldur enn forystunni með 5 vinninga, Björn er nú kominn í 2. sæti með 4,5 vinninga og Ingvar er í 3. sætí með 3,5 vinninga og eina skák óteflda. Bragi HaUdórsson er með 3,5 vinninga og Sævar Bjarnason með 3. í áskorendaflokki er JúUus Friðjónsson enn efstur með 4,5 vinninga, en hann tapaði í gær. Ölafur Kristjánsson er i 2. sæti með 4 og biðskák. f meistara- flokki er Hannes Ólafsson efstur með 4 vinninga eftir 4 umferðir og í opnum flokki er efstur Óttar F. Hauksson með 4 vinninga. -GAJ- Sauðárkrókur: Bakaríið brann í morgun Milljónatjón varð á Sauðárkróki í morgun er Sauðárkróksbakarí brann. Eldurinn kom upp um áttaleytið og var slökkvistarfi að ljúka er DB fór í prerit- un. Bakaríið er við Aðalgötu og til húsa í riýbyggingu sem tekin var til notkunar í fyrra. Nýr bakarofn var í bakaríinu og var talið við fyrstu rannsókn, að eldur hafí komið upp við hann. fbúð bakarans og fjölskyldu hans var á hæðinni fyrir ofan og urðu þar skemmdir af reyk, en eldur komst ekki að. Veður var gott á Sauðárkróki í morg- un og var því komizt hjá enn meira tjóni, þar eð fleiri hús eru áföst bakaríinu. | -T.A. Sauðárkróki / HP Móttaka smáauglýsinga yfir hátíðina Móttaka smáauglýsinga verður opin til kl. 18 í dag og verður síðan lokuð, skírdag, föstudaginn langa, laugardag og páskadag. Opið verður annan páskadag kl. 18—22 fyrir aug- lýsingar sem eiga að birtast í næsta blaði, sem kemur út þriðju- daginn 17. apríl. Starfsfólk aug- lýsingadeildar sendir öllum les- endum beztu óskir um gleðilega páska.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.