Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979. 37 „Gula er ágætt gælunafn á þessa plötu. Það er ekki nóg með að umslag hennar sé gult, platan sjálf er einnig þannig á litinn og sömuleiðis plötumiðinn,” sagði Jakob Magnús- son tónlistarmaður meðal annars er hann kynnti nýja hljómplötu sina í Hljóðrita á mánudaginn. Jakob er kominn hingað til lands gagngert til að kynna plötu sína sem hann hljóðritaði vestan hafs. Platan, sem ber nafnið Special Treatment, kemur út hér á landi í lok þessa mánaðar. í Bandaríkjunum verður hún send á markaðinn í mailok og í júní kemur hún út í öðrum Evrópu- löndum eníslandi. Eins og skýrt hefur verið frá í Dag- blaðinu er Jakob Magnússon samningsbundinn hjá jazzdeild stór- fyrirtækisins Warner Brothers. Við gerð plötunnar Special Treatment naut hann aðstoðar fjölda frægra tónlistarmanna. Sem dæmi má nefna gítarleikara Doobie Brothers Jeff „Skunk” Baxter, Manolo Badrena ásláttarleikara Weather Report og Richard Green fiðluleikara úr hljómsveitinni Seatrain. >á kemur við sögu á plöt- unni saxófónleikarinn Ernie Watho, sem hefur leikið með Frank Zappa, Herbie Hancock, Lee Ritenour og fleirum. Hann kemur einnig lítillega við sögu á Greaseplötunni. — Einnig leikur á plötunni tékkneski fiðlu- leikarinn Michael Urbaniak. Það þykir tíðindum sæta, því að hann hefur ekki komið fram á plötum annarra en sjálfs síns um fjögurra til fimm ára skeið. Þá má ekki gleyma þeim þremur tónlistarmönnum sem eru í hljóm- sveit Jakobs. Þeir eru Steven Ander- son bassaleikari, David Logeman trommuleikari og Carlos Rios, sem spilar á gítar. Þessir menn fara með Jakobi í hljómleikaferð um Banda- ríkin. Hún hefst væntanlega í júní næstkomandi. Að sögn Jakobs er ekki endanlega ákveðið með hvaða hljómsveitum þeir félagar eiga að koma fram, en Yes og Stanley Clarke Band koma til álita. Á fundinum, sem Jakob Magnús- son boðaði til í Hljóðrita, kvaðst hann hafa verið fjóra mánuði við að hljóðrita plötuna Special Treatment. Upptökur fóru fram í hljóðverum i Los Angeles og New York. ,,Ég hef ákveðið að taka næstu plötuna mína ekki upp í Banda- ríkjunum,” sagði Jakob. „Menn vinna þar fullhægt fyrir minn smekk. Þá er einnig mjög dýrt að fá tónlistar- menn til liðs við sig og sömuleiðis á maður í alls kyns útistöðum við stéttarfélög og þess háttar. Ég reikna með því að ég kjósi að taka næstu plötu upp í Frakklandi, Plata Jakobs Magnússonar Special Treatment er tilbúin GULTER i; H i Fjöldi þekktra hljóðfæraleikara kemur fram á plötunni JAKOB MAGNÚSSON — Næsta plata, sem upptökur hefjast á á hausti komanda, verður ekki hljóð- rítuð vestanhafs heldur f einhverju Evrópulandi. /S ÁSGEIR TÓMASSON STEINAR BERG — Fullur hugur er f CBS mönnum að koma fslenzkrí tónlist á ffamfærí á alþjóóamarkaói. STEINARHF. FÁ BNKAUMBOD HJÁ ÞREMUR RISAÚTGÁFUM Samningurínn víð CBS ergagnkvæmur Þýzkalandi eða einhvers staðat annars staðar í Evrópu. Þá myndi ég einnig nota Hljóðrita eitthvað. — Ég stefni að því að byrja á þeirri plötu næstahaust.” Á plötunni Special Treatment eru níu lög, öll leikin. Þau eru eftir Jakob og Steven Anderson bassaleikara. Hljómplötuútgáfan Steinar hf. hefur öðlazt einkarétt á innflutningi hljómplatna frá risaútgáfunum CBS, WEA og K-Tel. Samningurinn við fyrstnefnda fyrirtækið er gagn- kvæmur, þannig að CBS öðlast einkarétt á útgáfu hljómplatna frá Steinum alls staðar í heiminum nema áfslandi. Að sögn Steinars Berg forstjóra Steina hf. er þessi gagnkvæmi samningur við CBS meira en orðin tóm. Fullur hugur er í mönnum að reyna að koma íslenzkri tónlist á framfæri á alþjóðamarkaði. Þetta er ný leið, sem ekki hefur verið áður opin, til að koma islenzkri tónlist á framfæri erlendis. Nýjar plötur frá erlendu fyrir- tækjunum þremur fá nú í framtíðinni svipaða meðhöndlun hjá Steinum hf. og ef íslenzk plata væri að koma út. Kynningar verða mun stærri í sniðum en áður, innflutningur á tveggja laga plötum verður aukinn mjög, en hann hefur nánast legið niðri til skamms tíma. Þá verður veggspjöldum og alls kyns útsdllingarefni dreift til verzlana. I RAFÆKI NÚ ER RAFTÆKJADEILDIN í NÝINNRÉTTUÐU HÚSNÆÐI Á1.HÆÐ 6 fyrren um « hf ætlar voru kynnt m veriö sýnd l*" lagi aö metsöluplötu nokkru ^ ^ heimssekjum, áöur , eintaki fylgir ein tópa sto sjWfir á staölnn- ,1, sérstök kvikmynd en v,ð k i verða auk þeirra Halla, erö meö hljómsveltmni *,”r Heiga Uösmenn hilám- jfjtrsssaiA-sss-a *” ssri-ásjwe ,um af ,t.» 11»““* 'i6‘ 186 ”atan og kvlkmyndin lagk ----— Nýkomið úrval rafljósa. JON LOFTSSON HF. HRINGBRAUT121 - SÍM110600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.