Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979. c Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Vikingar héldu fund mefl stuflningsmönnum sínum og þar svaraði Bogdan spurn- ingum stuflningsmanna, og lagði upp taktíkina gegn Val. DB-mynd Bjarnleifur. Lyftingatæki fyríraUaþá erstunda líkamsrækt Verö á lyftingasetti: Lyftingabekkur kr. 60.000.- Ef eitt sett er keypt í einu er 20 þús. kr. afsláttur ef um 2 sett er að rœða 45 þús. kr. afsláttur og um 3 sett 60 þús. kr. af sláttur. Hver eining fœst keypt sér. Nánari uppj. hjá auglýsinga- þjónustu Dagblaðsins fyrst um sinn í síma 27022 — eða í pósthólfi 4231,104 Reykjavík. — H—888 SENDUM MYNDALISTA EFTIR ÓSKUM ÍSLENZK SMÍÐI HELMINGI ÓDÝRARI EN ERLEND TÆKI Tækjahaldari kr. 50.000.- Lyftingastöng með lóðum kr. 125.000.- Handlyftaraöxlar kr. 25.000.- Verð á setti alls kr. 260.000 í einingum. Jafnt i Duisburg — íUEFA-keppninni 2-2 Borussia Mönchengladbach þokaði sér feti nœr úrslitum UEFA- kcppninnar, með jafntefli í Duisburg, 2—2. V-þýzku liflin, Duisburg og Piskamót ÍBV i sundi 1979 verður haldið i sundhöll Vestmannaeyja mið- vikudaginn 18. april kl. 20. Upphitun hefst kl. 19. Upplýsingar veitir Jón Haukur Daníelsson i síma 98—1867 eftir kl. 22 6 kvöldin. Skráningar þurfa að berast fyrir laugardaginn 14. april til Jóns Hauks Höfflavegi 1, 900 Vest- mannaeyjum. Skráningargjald er krónur 300. Keppt verður i 16 greinum 200 m bringusund kvenna, 100 m bringusund karla, 50 m flugsund telpna, 50 fm flugsund drengja, 100 m baksund kvenna, 100 m baksund karla, 50 m skriflsund meyja, 50 m skriðsund sveina, 200 m fjórsund kvenna, 200 m fjórsund karia, 100 m skriðsund kvenna, 100 m skriðsund karla, 100 m bringusund kvenna, 100 m flugsund karia, 4x100 m brínguMind kvenna, og 4 X 100 m skriðsund drengja. Borussia, léku fyrri leik sinn i undanúr- slitum og eftir markalausan fyrri hálf- leik fengu hinir 25 þúsund áhorfendur að fagna fjórum mörkum i siðari hálf- leik — hvort lið skoraði 2 mörk. Varnir beggja liða virtust óöruggar og mörkin fjögur í Duisburg verða að skrifast á kostnað þeirra. Duisburg náði forustu á 47. mínútu þegar Ronnie Worm skoraði með góðu skoti, eftir að*’ Austurríkismaðurinn Kurt Jara hafði gefið á hann — en markið verður að skrifast á reikning Bernard Dietz, varnarmanns Duisburg, sem braut að ástæðulausu af sér. Allan Simonsen jafnaði á 63. mínútu, eftir að varnar- maður Duisburg hafði, undir engri pressu, sent knöttinn beint til Simonsen. Þegar á næstu mínútu náði Duisburg aftur forustu, Norbert Fruck var þá að verki eftir slæma dekkun í vörn Borussia. Helmut Lausen jafnaði síðan, 2—2, og þar við sat og flest bendir nú til að Borussia lendi í úr- slitum — við annaðhvort Rauðu stjörnuna frá Belgrad eða Hertha Berlín. Slagur Víkings og Vals f Höllinni Stóru spurningunni verður svarað í kvöld. Hvérjir eru beztir? Úrslitaslagur risa Vals og Víkings fer fram i Höllinni i kvöld og þá verður úr þvi skorið hverjir eru beztir á íslandi í dag — hvort Valur eða Víkingur hreppir íslandsmeistaratign. Bæði lið hafa undirbúið sig af kostgæfni undir leikinn. Víkingar héldu um hádegið á fjöll — það er i Skiðaskála Víkings, en Valsmenn taka lifinu með ró“í höfuð- borginni. Islandsmeistarar Vals hrifsuðu titil- inn til sín síðastliðið vor, eftir að Vík- ingur hafi leitt úrslitaleik þessara jöfra þá. Aðeins sex sekúndum fyrir leikslok fékk Þorbjörn Jensson knött- inn inná línu og honum brást ekki bogalistin — skoraði af öryggi. og íslandsmeistaratign var í höfn hjá Val. Segja má með sanni að þá hafi Vík- ingur verið sex sekúndur frá meistara- tign, því Víking nægði jafntefli í þeirri viðureign en Þorbjörn Jensson tryggði Valsmönnum sigurinn. Og í haust mættust þessir jöfrar og þá varð jafntefli, 22-22. Enn einn hörkuleikurinn milli þessara liða. Á lokasekúndum leiksins brunuðu Vík- ingar upp, Páll Björgvinsson skaut en þegar boltinn var á leiðinni í netmöskv- ana gall flauta timavarðar við. Klukk- an bjargaði Valsmönnum þá. Þessu líkir hafa leikir Vals og Víkings verið — æsispennandi fram á síðustu sekúndur. Félögm hafa vandað mjög til alls undirbúnings í kvöld. Forsala verður í dag fyrir leikinn í HöUinni, skólalúðra- sveit Árbæjar og Breiðholts leikur fyrir leikinn, frá klukkan hálfátta, og einnig í leikhléi. Þá verða heiðursgestir — borgarráð Reykjavíkur, ásamt borgar- stjóranum í Reykjavík. Dómarar í Höllinni verða þeir Karl Jóhannsson og Gunnlaugur Hjálmarsson. Það er valinn maður í hverju rúmi bæði hjá Val og Víking. Valsmenn hafa á að skipa níu landsliðsmönnum — Víkingar átta. Þá kom fram á blaða- mannafundi á mánudag að meðalhæð Valsmanna er 1,85 metrar og meðal- þyngd er 88 kíló. Það er því ekki að ástæðulausu að Valsmenn hafa oft verið nefndir þungavigtarmennirnir. Viðureign Vals og Víkings er síðasti leikurinn í 1. deild í vetur — og fari svo að jafntefli verði þá hefur verið ákveðið að Uðin verði að leika aftur þann 18. apríl. Við skulum líta á stöðuna í 1. deild að lokum. Víkingur 13 11 1 1 317-251 23 Valur 13 11 1 1 247-206 23 FH 14 6 1 7 289-286 13 Haukar 14 5 3 6 297-308 13 Fram 14 5 1 8 274-312 11 ÍR 14 4 2 8 263-280 10 HK 14 3 3 8 236-278 9 Fylkir 14 2 4 8 250-271 8 Viðureign Vals og Víkings kvöld kl. 20.30. hefst „Þeir eru svo stórir og sterkir” —sagði Páll Björgvinsson, og sagði erf itt að leika gegn Val „Eg held að mesta hættan hjá okkur Víkingum sé að við vanmetum Vals- menn — jú, þeir hafa verið svo hættu- lega lélegir i siðustu leikjum sínum. En „Náum okkur upp úr lægðinni” —segir Stefán Gunnarsson, fyrirliði Vals, en vill enguspá „Það er mikill hugur í okkur Vals- mönnum. Við höfum undanfarið æft daglega og það verður hörkuleikur — eins og alltaf þegar þessi lið mætast,” sagði Stefán Gunnarsson, fyrirliði Vals, á blaðamannafundi á mánudag. liða, sem nú elda grátt silfur saman á vellinum en mynda uppistöðuna í ís- lenzka landsliðinu. „Á veUinum eru menn eins og vUlidýr og gefa ekkert eftir en utan vallar erum við allir góðir félagar,” svaraði Stefán. þafl verður áreiðanlega hörkuleikur í Höllinni. Mér finnst alltaf mjög erfitt að leika gegn Val. Þeir eru svo stórir og I sterkir þessir Valsmenn,” sagði Páll Björgvinsson, fyrirliði Vikings á blaða- mannafundi á mánudag. „Síðustu fjórar vikumar höfum við undirbúið okkur af kappi, í raun aðeins verið að leika æfíngaleiki í 1. deUd, "liggur mér við að segja. Við munum berjast til síðasta blóðdropa. Þá höfum við verið að koma mönnum í gagnið og til þess beitt flestum aðferðum. Þeir Sigurður Gunnarsson og Einar Magnússon hafa báðir verið í nálar- stungum og þá hefur Magnús Guð- finnsson orðið fyrir meiðslum og keppir ekki. Við höfum góðan þjálf- ara, æfingasókn hefur verið mjög góð og samkomulagið gott — við ætlum okkur meistaratitilinn,” sagði Páll Björgvinsson. „Bæði liðin eru baráttulið, sem aldrei gefast upp, það hafa þau sannað i viðureignum sínum undanfarin ár. Ég vil engu spá um úrslitin en hins vegar held ég að við Valsmenn séum að ná okkur upp úr þeirri lægð, sem við höfum verið í,” sagði Stefán Gunnars- son ennfremur. Þá var hann spurður um samkomulag leikmanna þessara Fram sigraði Víking, 2-1 — á Reykjavíkurmótinu Fram sigraði Viking 2-1 á Reykja- vikurmótinu i gærkvöldi. Kalt var á Melavellinum, norðaustan strekkingur og settu veðurguðirnir nokkur mörk sín á leikinn en sigur Fram var verðskuld- aflur. Framarar sóttu mun meira i fyrri hálfleik undan strekkingnum og tvíveg- is uppskáru þeir mörk. Þeir Gunnar Orrason og Pétur Ormslev voru þá að verki. Í síðari hálfleik snerist dæmið við — Vikingar sóttu mun meir og Heimir Karlsson minnkaði muninn 15 mínút- um fyrir leikslok. Átta voru meðllrétta — ígetraunum í 33. leikviku Getrauna komu fram 8 raðir með 11 réttum og var vinningur á hverja röð kr. 103.000. Mefl 10 rétta voru 105 raðir og vinningur á hverja röð kr. 3.300. Nú veröur felldur niður getraunaseð- ill laugardaginn fyrír páska og verður þvi seðill nr. 34 mefl leikjum sem fram fara laugardaginn 21. april. Hvor sigrar? — Bogdan eða Hilmar. Hvor leiðir lið sitt til meistaratignar? Þeir takast i hendur — Bogdan Kowalczyk, þjálfari Víkings, og Hilm- ar Björnsson, þjálfari Vals. Margir lita á viðureign risa Vals og Vikings sem viðureign Bogdan og Hilmars. Hvor skyldi bera sigur úr býtum — leíða lið sitt til íslandsmeistaratignar? Hvor sigrar — Bogdan eða Hilmar? Þeir takast I hendur og væntanlega gera þeir þafl eftir leikinn i Höllinni i kvöld — hvor sem sigrar. DB-mynd Bjarnleifur. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Valsmenn á fundi heima hjá Hilmarí Bjömssyni i gærkvöld — lögð á síðustu ráflin. Liverpool hlaut dýr- mæt stig á Molyneux — sigraði Úlfana 1-0. Everton missti endanlega af von um meistaratign Liverpool marserar áfram að meistaratign. Úlfarnir urðu Liverpool ekki hindrun á Molyneux í Wolverhampton, Liverpool sigraði þar 1—0, fyrsti ósigur Úlfanna á Molyneux í langan tima staðreynd. Alan Hansen skoraði eina mark leiksins á 34. mínútu — fyrsta mark hans i 1. deild í vetur. Liverpool hefur því sex stiga forustu, en það ber þó að hafa í huga, að Liverpool hefur leikið tveimur leikj- um meir en WBA. Þó virðist Liverpool stefna örugglega að enskum meistara- titli. Þær litlu vonir sem Everton hefur haft um að hreppa enska meistara- titilinn urðu endanlega að engu á Goodison Park í Liverpool í gærkvöld þegar Everton náði naumlega jafntefli gegn Coventry. Everton var 1—3 undir í leikhléi, þeir Ian Wallace 2 og Steve Hunt skoruðu mörk Coventry en Trevor Ross svaraði fyrir Everton. En Everton náði að jafna í síðari hálfleik. Firmakeppni íbadminton Badmintonsamband íslands hefur ákveðið að efna til badmintonmóts með þátttöku starfsmanna fyrirtækja og stofnana. Fer mótið fram í TBR- húsinu, Gnoðarvogi 1 Reykjavík. Hefst það sunnudaginn 22. apríl kl. 1.30 e.h. Keppnin er útsláttarkeppni með því fráviki, að lið sem tapar i fyrstu umferð tekur sæti í B-flokki og heldur áfram keppni þar eftir sama fyrirkomulagi. Keppt verður í tviliða- eða tvenndar- leik. Annar eða báðir keppendur skulu vera starfsmenn fyrirtækisins sem þeir keppa fyrir. Ef fyrirtækið eða stofnun- in getur aðeins sent einn keppanda má viðkomandi velja sér meðspilara sbr. 4. grein. Reglur varðandi skipan liða: a. Meistaraflokksmaður má aðeins leika með B-flokksmanni (í B-flokki eru allir, sem ekki eru í mcistara- eða A-flokki) b. Tveir A-flokksmenn geta verið í samaliði. c. Skráður meistaraflokksmaður sem orðinn er fimmtíu ára gamall er óbundinn af vali meðspilara. Hverju fyrirtæki eða stofnun er heimilt að senda fleiri en eitt lið. Keppnin fer að öllu leyti eftir reglum BSÍ. Þátttökugjald er kr. 10.000 á lið, sem greiðist á mótsdegi. Nánari upplýsingar gefa eftirtaldir aðilar: Rafn Viggósson, sími 44962- 30737, Magnús Eliasson, sími 29232- 30098, Adolf Guðmundsson, sími 22098-72211, sem einnig taka á móti þátttökutilkynningum og skulu þær berast fyrir 19. apríl. Bob Latchford minnkaði muninn í 2— 3 og á síðustu mínútum leiksins jafnaði Brian Kidd, — en hann lék sinn fyrsta leik á Goodison Park eftir söluna frá Manchester City. Úrslit leikja á Englandi urðu: Arsenal-Tottenham 1—0 Bristol City-Chelsea 3—1 Everton-Coventry 3—3 Middlesbrough-Leeds 1—0 Wolves-Liverpool 0—1 2. deild Burnley-Newcastle 1—0 Crystal Palace-Cambridge 1 —í Millwall-Orient 2—0 Sheff. Utd.-Notts. County 5—1 3. deild Gillingham-Walsall 3—1 Swansea-Shrewsbury 1 — 1 4. deild Crewe-Northampton 2—4 Scuntorpe-Darlington 1—0 Wimbledon-Boumemöuth 4—0 í Skotlandi sigraði Rangers neðsta liðið i úrvalsdeildinni, 3—0. Arsenal sigraði Tottenham 1—0 og eina mark leiksins skoraði Frank Stapelton að loknum venjulegum leiktíma. Annars sótti Tottenham mun meir og aðeins snilldarmarkvarzla Pat Jennings bjargaði Arsenal — varði mjög vel gegn sínum gömlu félögum. Bristol City hefur vegnað mjög vel eftir að Hollendingurinn Gert Meyer kom til liðsins — þá fjóra leiki, sem Meyer hefur leikið með City hefur liðið alla unnið. Og Meyer skoraði eitt af mörkum City gegn Chelsea — sem nú virðist endanlega dæmt til að falla. Billy Ashcroft skoraði eina mark Middlesbrough gegn Leeds, og Middlesborugh vinnur nú hvern leikinn á fætur öðrum, eftir að hafa um tíma verið í mikilli fallhættu og hver leikurinn tapazt á fætur öðrum. Álafosshlaup á skírdag Hið árlega Álafosshlaup fer fram á skírdag og hefst á Úlfarsfellsvegi við verzlunina að Álafossi kl. 14.00. Keppt verflur i þrem aldursflokkum, krakkar fæddir ’66 og siðar hlaupa 1500 metra, unglingar fæddir '63 til '65 2,9 km og karlar 5,8 km. Ungmennafélagið Afturelding, sem er 70 ára um þessar mundir, sér um hlaupið. Júdómót í páskum — í tilefni af 50 ára af mæli félagsins Ungmennafélag Keflavíkur er 50 ára á þessu ári — stofnað 1929 — og í til- efni þess verða ýms afmælismót í ár á vegum félagsins. Hið fyrsta judomót á 2. i páskum í félagsheimilinu Stapa í Ytri-Njarflvík kl. 14.00. Þar munu allir beztu judomenn landsins keppa í þrem- ur þyngdarflokkum. Keppt verður um veglega bikara — og fyrirhugað að slikt judomót verfli árlegur viðburður í framtíðinni. Fresta varð á ísafirði — skíðalandsmótið sett í gær, fresta varð göngu Skíðamót íslands var sett á ísafirði í gær — en fresta varð göngukeppninni vegna n-austan hvassviðris og snjókomu. Oddur Pétursson mótstjóri setti mótið en þetta er í 11. sinn sem Skiðamót íslands fer fram á ísafirði. Fyrst fyrir 40 árum. Guðmundur H. Ingólfsson, forseti bæjarstjómar flutti ávarp. Hann sagði að Skíðamót íslands væri hápunktur skíðaiþróttarinnar hér á landi, allir beztu skiðamenn streymdu til ísa- fjarðar. „Gestum er ef til vill efst i huga, að hið opinbera skuli hafa byggt upp mannvirkin í Seljalandsdal. en svo er ekki. Áhugafólk hefur byggt upp þessa glæsilegu aðstöðu og á þessu sannast hverju áhugahópar geta afkastað og þeir eru ómissandi hverju bæjarfélagi. Við ísfirðingar erum stoltir af þessari paradís og munum með samstilitu átaki ljúka uppbyggingunni þannig að við verðum fuUsæmdir af,” sagði Guðmundur H. Ingólfsson ennfremur. Hverjir verða Islandsmeistarar? — DB ræðir við þjálfara liða 1. deildar —Fjórir spá Víkingi sigri—tveir Val Víkingur hef ur að- eins vinninginn — segir Sigurbergur Sigsteinsson „Þetta stendur mjög jafnt en ég hallast að því að Víkingar hafi aðeins vinninginn,” sagði Sigurbergur Sigsteinsson, þjálfari Fram, er DB bar undir hann spurninguna hver verður meistari? „Hins vegar ef Valur nær upp mulningsvélinni frægu, þá fer það langt til sigurs og eins og Vikingar gætu beinlínis komið Valsmönnum i stuð. Valsmenn hafa sannað að þeir eru sterkastir þegar mest á reynir — en þó hailast ég aðeins að Víking, naum- lega,” sagði Sigurbergur. Víkingur vinnur — segir Pétur Bjarnarson „Égtippaá Víking — 20-15 fyrir Víking. Vikingar hafa sýnt í síðustu leikjum sínum bctri leiki en Valur,” sagði Pétur Bjarnarson, þjálfari Fylkis, er DB spurði hann. „Auðvitað geta Valsmenn komið á óvart eins og í fyrra en þá urðu Víkingar að súpa seyðiö af því að vera of öruggir. „Ég held að Valsmenn standist ekki hraðaupp- hlaup Víkings. í fyrra náðu Valsmenn að keyra hraðann niður. Víkingar léku á sama hraða og Valur — ég held ekki að Víkingar brenni sig aftur á því,” sagði Pétur Bjarnarson. Valur vinnur — segir Ólafur Ólafsson „Ég tippa á sigur Vals, 18-16,” sagði Ólafur Ölafsson, Haukum, en hann hefur ásamt Þorgciri Haraldssyni þjálfað Hauka í veFur. „Ég hef trú á að Valur standi uppi sem sigurvegari vegna þess að vörnin er sterkari hjá Val, og einnig markvarzlan. Valsmenn hafa sannaö að þeir eru sterkastir þegar mest á reynir — þess vegna sigur Vals,” sagði Ólafur Ólafsson. Hallast frekar að Víkingum — segir Ingólfur Óskarsson „Þetta er einhver erfiðasti leikur að spá um þvi liðin eru svo jöfn en fyrir mína parta held ég að Vík- ingur sigri,” sagði Ingólfur Óskarsson, þjálfari ÍR, er DB bar undir hann spurninguna hvort liðið ynni. Víkingar hafa mun bcittari sókn en Valur en á móti vegur að Valsmenn hafa sterka vörn og góða markvörzlu. En ef Víkingar ná að finna gallana eiga þeir að standa uppi sem sigurvegarar. Undanfarið hefur vörnin og markvarzlan lagazt hjá Víking. En það skilur ekki nema eilt mark — og þetta eina mark hafa Víkingar yfir. En þó ber að hafa í huga að bæði Sigurður Gunnarsson og Einar Magnússon eiga við mciðsli að stríða og spurning hvernig þeir koma út,” sagði Ingólfur. Víkingur vinnur — segir Axel Axelsson „Víkingar verða meistarar — þeir leika handbolla að mínu skapi og ég hcld að úrslitin verði 17-14 Víking í vil,” sagði Axel Axelsson, þjálfari Hk er DB bar undir hann spurninguna, hver verður meisl- ari? „Ég hef meiri trú á Víkingum, sérstaklega þar scm þcir leika ákaflega skemmtilegan sóknarleik og eins, og þá ekki síður, að í undanförnum leikjum hcfur vörnin lagazt mjög og markvarzlan. Víkingar hala leikið í gegn um mótifl, sigrað lið með 10 marka mon án sérstakrar varnar eða markvörzlu. Það hlýtur að vera mikið varið i lið er leikur þannig. Þegar Vík- ingar leika stífan taktískan sóknarleik eru þeir alls ekki þunglamalegir eins og viljað hefur loða við ís- lenzk lið,” sagði Axel Axelsson. Valurvinnur — segir Geir Hallsteinsson „Ég held að Valur vinni — tippa á 16-14,” sagði Geir Hallsteinsson er DB bar undir hann spurning- una hverjir verða Íslandsmeistarar. „í lcikjum sem þessum þá er það sterkur varnarlcikur og markvarzl- an sem ræður úrslitum, sóknarleikurinn verður oft fálmkenndur. „Vikingar léku að vísu mjög sterka vörn gegn okkur en ég held að Vikingar nái ekki að fram- kvæma fyrírmæli Bogdan í spennunni. Þó er það plús fyrir Víking að liðið missti klaufalega af meistaratign i fyrra og þess vegna tel ég þeir hafi meiri innri kraft til aö sigra,” sagði Geir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.