Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979 Sölumaður á bílasölu óskast Óskum eftir að ráða röskan og góðan sölu- mann á bílasölu okkar. Tilboð sendist auglýsingadeild Dagblaðsins merkt „Bílasala 79”, er greini aldur, og upp- lýsihgar um fyrri störf. Bílasalan Skeifan, Skeifunni 11. Félag starfsfólks í veitingahúsum Sumarhús félagsins að Svignaskarði er hér með auglýst til afnota fyrir félagsmenn sumarið 1979. Umsóknir þurfa að berast sem fyrst. Upplýsingar á Skrifstofu FSV Óðinsgötu 7, sími 19565. Stjómin Framhaldsaðalfundur BSF Byggung Kópavogi verður haldinn laugardaginn 19. maí kl. 14.00. Nánar auglýst síðar. Stjómin NÝR ÚNOTAÐUR NÝR E/ectroIux ísskápur — E/ectrolux frystiskápur Litur: Gulbrúnn H. 175, B. 59,5. D 59,5. 335 lítrar. Kælir 200 ltr. Frystir 155 ltr. Hagstætt verð: 450.000- Nýr kostar 513.000.- Upplýsingar í síma 41551 eftir kl. 18.00. 1954 AA 1979 25 ára afmælisfundur AA-samtakanna á íslandi í tilefni 25 ára afmælis AA-samtakanna á ís- landi efna þau til opins fundar í Háskólabíói að kvöldi föstudagsins langa, kl. 20.30. Dagskrá: Dr. Milton A. Maxwell, stjórnarformaður General Service Board of Alcoholics Anonymous — Þjónustu- stofnunar AA-samtakanna í Bandaríkjunum og Kanada — flytur kveðjur alþjóðasamtakanna og ræðir AA-hug- sjónina. Kór Söngskólans i Reykjavík syngur. AA-félagar flytja ávörp. Fundurinn er öllum opinn og vænta AA- félagar sem flestra vestur í Háskólabíó þetta kvöld. Afmælisnefnd. AMIN ER FLlllNN FRá I LU11^1 mw lllll KAMPALA : - iiiililipil . , Hermenn frá Tansaníu og útlag- ar frá Uganda héldu inn í úthverfi Kampala í nótt og sækja nú til miðborgarinnar. Borgin er talin nánast mannlaus. Óstaðfestar fréttir hermdu i gær, að Amin forseti hefði flúið borgina í bílalest glæsibifreiða og haldið til borgarinnar Jinja, þar sem fjölmargar sveitir hermanna hans halda til. Sagt var að sonur hans, Taban, væri meðal særðra hermanna á her- spítala þar i borginni. Árásin á Kampala hófst í gær með öflugri eldflauga- og stór- skotaliðárás. Eldsneyti og rafmagn er af skornum skammti í Kampala og búizt var við að borgin félli innan skamms. Símar heyrðust hringja i tómum húsum eða höfðu verið teknir af. Embættismenn, sem enn eru í borginni hafa ekki sinnt neinum störfum, heldur reyna þeir að leita sér skjóls, hver sem betur getur. Enginn svaraði í símaþjónustu lög- reglunnar sem annars er opin allan sólarhringinn og í stað hreystilegra frétta af gangi mála á víg- stöðvunum hefur útvarpið í Kampala aðeins útvarpað léttri tónlist. „Þvi miður getum við ekki útvarpað fréttum,” sagði þulur þar í morgun. Erlendur sendimaður sagði í viðtali við fréttamenn Reuters: „Það virðist augljóst, að Kampala er að falla. Hvað Amin gerir þá er hins vegar öllum hulin ráðgáta.” Innrásarliðið kom tii borg- arinnar og hefur lokað fimm að- flutningsleiðum til hennar frá austri til norðausturs. íbúar í norður- hluta borgarinnar sögðu frétta- mönnum símleiðis, að þeir hefðu rétt nýverið heilsað upp á liðs- foringja úr her Tansaníumanna, sem heföi verið vel fagnað af íbúum. Engar ákveðnar fréttir hafa borizt af vömum hermanna Amins, sem hann skildi eftir á hraðbraut- inni til Entebbeflugvallar. Fréttamaður Reutersfrétta- stofunnar var fyrstur vestrænnar blaðamanna til þess að koma til Kampala og sagði hann í skeyti að hermenn Tanzaníu hvíldu lúin bein i forsetahöllinni innan um dýrgripi, sem lægju eins og hráviði um allt. Iran: Ellefu skotnir um miðnætti í nótt Ellefu háttsettir embættismenn frá stjórnartíð keisarans í íran voru teknir af lífi rétt fyrir miðnætti í nótt. Voru mennirnir leiddir fyrir aftökusveit eftir leynileg réttarhöld byltingardómstóls og skotnir. Mennirnir ellefu, þar á meðal stjómmálamenn, vom skotnir um kl. ellefu í gærkvöldi, en réttarhöld yfir þeim hófust síðdegis í gær. Meðal þeirra sem teknir vom af lífi voru tveir fyrrum yfirmenn SAVAK, leyniþjónustu keisarans, Pakravan hershöfðingi, sem einnig var sendiherra í Frakklandi og Pakistan, Moghadan hershöfðingi, Riazi, fyrrum forseti neðri deildar þingsins, og Khalatbari, fyrrum utanríkisráðherra. Alls hafa nú 90 manns verið teknir af lífi í fran síðan bylting Khomeinis var gerð í febrúar. Helmingur aftakanna hefur farið fram undanfarna viku, eftir að rétt- arhöld yfir föngum hófust á ný. Auk þeirra, sem áður voru taldir, vom ejnnig teknir af lífi einn lífvarðarforingi, fyrmm borgar- stjóri Teheran, fyrrum land- búnaðarráðherra, fyrrum forseti í- þróttasambands landsins, tveir fyrrum þingmenn og fyrrum forseti herráðsins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.