Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 11
fræðingarnir, embættismennirnir sjá um þá hlið. Óþarfi ætti að vera að nefna dæmi um þetta, svo opinber sem þessi stað- reynd er öllum landsmönnum. í nú- verandi svokallaðri ríkisstjórn má þó benda á embætti landbúnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra, sem stjórnað er af rafmagnsverkfræðingi! — en iðnaðar- og orkumálaembættið skipað lífeðlisfræðingi. — Ráð- herraembætti þessi væru án efa betur Kjallarinn Kjallarinn ^ „Varla er stofnað svo félag aö ekki þyki brýn nauðsyn til þess aö „koma sér upp” stjórnmálamanni, þó helzt þingmanni...” Leó E. Löve ræður yfir miklum herstyrk, þótt dátarnir í Keflavík yrðu léttvægir fundnir. Þessir hugsanlegu árásarað- ilar á íslenska hagsmuni myndu því hugsa sig um tvisvar, áður en þeir ásældust hagsmuni okkar. í slíku tilfelli væri NATO þröskuld ur. Þeir hagsmunir, sem við eigum, og eru óneitanlega þess eðlis að til gæti komið ásælni annarra þjóða, eru fiskimiðin. Hungraður heimur þarf mat. Hungraðir menn verða grimmir þegar til fæðuöflunar kemur — og þá kann að fara svo að matarkist- umar við ísland yrðu tæmdar. Ennþá höfum við því kannski svolítið gagn af NATO vegna þorskins — að minnsta kosti þar til Bretinnsvelturáný. . . Leó E. Löve lögfræðingur Inga Huld Hákonardóttir Stjómmálamaður á hverja „stétt” ófyrirsjáanleg áhrif á sænsku kosningar. Og þjóðaratkvæða- greiðsla verður æ sennilegri. Tveir sósíaldemókratískir ritstjór- ar hafa i blööum sínum krafizt þess að kjarnorkuvinnsla í landinu verði tafarlaust stöðvuð. Kvennasamtök flokksins, sem er sá stærsti i Svíþjóö, hafa farið i göngur til aö styðja sömu kröfu. Þvi hefur ekki verið sinnt. í öllum þeim kjarnorkuverum sem starfandi eru hafa verið gerðar nákvæmar áætlanir um hvað gjöra skuli ef ógæfan skellur á og geislavirk efni leka út í andrúmsloftið. Þá er gert ráð fyrir að flytja burt allt fólk sem býr á 2ja til 5 kÚómetra svæði í nágrenninu, fyrst það sem er í vind- áttinni. Þetta gerist efdr vissum reglum og innan 18 klukkustunda á ekkert kvikt að vera í 5 kílómetra nálægð við slysstaðinn. Geislaskynjarar gefa frá sér merki strax og geislavirkni er orðin 10 rads. Þá verður að forða bömum og ófrískum konum. Veikbyggðu fólki verða gefnar joðtöflur. Sérfræðingar telja að 1 —10 rads valdi eitrun og 10-30 rads séu mjög hættuleg bömum í móðurkviði en annars megi afbera allt að 200 rads. En þeir sem virðast í mestum háska þessa stundina af völdum geislavirkni 1 Svíþjóð eru engir aðrir en stjórnmálamennirnir. (Úr Politiken). Útvarpsstöðin eða „Kaninn” er einn eftir af því sem laðar landsmenn að hernaðarbröltinu, og kannski fýkur líka 1 það skjól, þegar leyfður verður frjáls útvarpsrekstur. í allri sanngirni er þó að líkindum einn NATO kostur ótalinn. Sá kostur er, að hugsanlegir árásaraðilar á islenska hagsmuni vita, að við erum 1 hernaðarbandalagi sem gaupnir sér, meðan viðskiptaráðherr- ann, yfirmaður þeirra, læsi þeim pist- ilinn um hvernig þeir ættu að haga sér í viðskiptum undir vinstri stjórn — ef þeir ekki vildu hafa verra af! En er það ekki eðli málsins sam- kvæmt að þegar einræðisöfl hafa for- ystu 1 ríkisstjórn, sem fylgir lýðræðis- skipulagi á pappírnum, þá eru stöður ekki veittar, samkvæmt raunhæfni, heldur er þeim útbýtt, ranghendis. Hver hefði trúað því? Það er ávallt ills viti, þegar komm- únistar fá færi á að slá töfrasprota sínum á koll forystumanna bænda- flokka. Mönnum gleymist seint saga Austur-Evrópuþjóðanna í því efni. Undir núverandi vinstri stjórn (þvi auðvitað er svokölluð stjórn ekkert annað, þótt heita eigi, að hún sé undir forsæti eins lýðræðisflokk- anna) hefur flest, ef ekki allt snúizt á ógæfuhliðina, frá því hún tók við. Erlend lán eru tekin svo milljörð- um skiptir, til þess að „greiða niður” innlendar NIÐURGREIÐSLUR — og hver prakkarastrikin á fætur öðrum eru framin á hinum „vinn- andi stéttum” — af stjóm hinna „vinnandi stétta”! Hver hefði trúað því, að slíkt yrði eitt aðal-viðfangs- efni þeirrar ríkisstjórnar, sem situr fyrir tilstuðlan forystumanna þessara stétta? Aldrei fyrr 1 sögu þessarar þjóðar hefur ríkisstjórn haft eins litla tiltrú landsmanna sem þessi. En samt situr hún áfram og sýnir á sér litið brott- fararsnið og heldur uppi fagurgala um hina nýju kjaraskerðingarstefnu sína á þeim forsendum, að almenn- ingur sé nógu sljór til þess að gleypa við slíkum málflutningi. — Og fram til þessa hefur almenningur verið sljór. Og einmitt vepna þcss, að almenn- ingur hefur verið sljór á afleiðingar þess, að vinsiii sljórn ráði hér ríkjum, þá er nú svo komið, að hér á landi ríkir svo mikið ófrelsi og ríkis- afskipti, að annað eins ástand er óþekkt, utan Austur-Evrópuríkj- anna. Gjaldeyrisskráningu er haldið uppi í tvennu lagi, ein skráningin vegna vörukaupa — hin fyrir mannfólkið sjálft, auðvitað miklu hærri, til þess gerð að hefta ferðafrelsi fólks úr landi. Varla þarf að minnast á þá afarkosti, sem fólk verður að sæta, ef það hyggst flytja búferlum héðan, en í þeim tilfellum er fólki skammtað af eignum sínum, með gjaldeyrisyfir- færslum, sem hið opinbcra ákveður hverju sinni. Sú barátta, sem nú mun brátt verða háð við þá stjórnmálaflokka, sem styðja vilja að einangrun lands- manna í eitt skipti fyrir öll, getur orðið sú síðasta, ef þeim öflum, sem hvað harðast sækja að lýðræðinu, tekst aðnáyfirhöndinni. Ef svo fer hins vegar, að þessum öflum tekst ætlunarverk sitt með að- stoð nytsamra sakleysingja í hópi Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins, sem enn drattast með kommúnistum og beygja sig fyrir yfirgangi þeirra, þá hafa landsmenn verið hnepptir í þá fjötra, sem þeim mun aldrei takast að brjóta af sér. í því sambandi mun enginn utanað- komandi stuðningur gagna, hvorki aðild okkar að vestrænu varnar- bandalagi eða skyldleiki okkar við aðrar Norðurlandaþjóðir. Slík yfirtaka, með samþykki lands- manna, þótt þegjandi sé, er almennt álitin stjórnmálalegs eðlis, og er það, en ekki hemaðarlegs eðlis, meðan vopnum er ekki beitt til valdatökunn- ar. — Hver hefði trúað því, að þessi yrði stærsta hættan í þjóðlífi íslendinga í lok 7. áratugs 20. aldar- innar? DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979. ,,Hann lofaði að taka þetta upp í þinginu fyrir okkur,” mátti heyra forystumann eins hagsmunafélagsins hér í borg segja við umbjóðendur sína, sem höfðu hnappað sig þétt saman kringum formann sinn á félagsfundi til þess að heyra, hversu vel honum hefði orðið ágengt í síð- ustu atlögunni að þingmanni „þeirra”. Varla er stofnað svo félag, að ekki sé nú talað um „stéttarfélag”, „þrýstihópur” eða hagsmunafélag, að ekki þyki brýna nauðsyn bera til þess að „koma sér upp” stjórnmála- manni, þó helzt þingmanni — eða a.m.k. eiga greiðan aðgang að hon- um, til þess að kynna „aðstöðuleysi” félagsmanna eða „lélega fyrir- greiðslu” lánastofnana, svo eitthvað sé nefnt um almennan tilgang margra félagasamtaka og þrýstihópa. Flestir — nema atvinnurekendur Oftar en ekki er t.d. einn þing- maður fulltrúi fyrir ‘'ieiri en eitt félag eða þrýstihóp, ef Usan leyfir (því það getur tekið á taugarnar að þurfa að skipta snögglega um gervi hinna ýmsu félagasamtaka) og hefur því til umráða mismunandi gerðir af „stresstöskum” („briefcase”), til þess að málefni hvers félags séu vand- lega aðskilin. — Auðvitað verða félögin, hvert um sig, að leggja til töskurnar. — Það gæti þó fyrr en varir orðið tilefni að miklu deilumáli, hver eigi raunverulega að bera kostn- aðinn af töskukaupunum — ef að líkum lætur — og ekkert ómerkilegra en hvert annað mál, sem mörg þess- ara félaga hafa á stefnuskrásinni. En svo að sleppt sé öllum hálfkær- ingi er allrar athygli vert að reifa litil- lega, hvernig Alþingi tslendinga hefur smám saman breytzt frá því að vera löggjafarþing þjóðarinnar, 1 það að vera vettvangur hinna ýmsu ólíku stéttarfélaga og hagsmunahópa. Segja má, að styrkur þeirra stéttar- félaga og hagsmunahópa, sem hæst hrópa um „aðstöðuleysi” og launa- kröfur og hafa uppi hótanir og stund- um forgöngu um stöðvun atvinnulífs 1 landinu, felist aðallega 1 því að hafa á að skipa stjórnmálamönnum — og þingmönnum — sem telja sig eiga það erindi eitt á þann vettvang, að vera fulltrúar fyrir einstaka þrýsti- hópa, en ekki að gæta hagsmuna þjóðarheildarinnar. Auðvitað eru ekki allar þjóðfélags- stéttirnar svo „heppnar” að eiga sinn eigin fulltrúa á Alþingi, en flestar eiga þó á einhvern hátt aðild eða að- gang að einhverjum þeim þingmanni, sem getur, a.m.k. ef hann vill, breytt sér 1 einhvers konar „Barbasnjall”, sem er til „alls vís” i þeim skilningi að standa með — eða móti — ef til „nokkurs er að vinna” — atkvæði eða aukagetu. Og þótt flestar stéttir eigi nú að- gangaðeinhverjum „Barbavís”, sem er tilbúinn að „breyta sér”, eðli málsins samkvæmt, er ein stétt, sem algerlega virðist umkomulaus á Al- þingi íslendinga. Það eru atvinnurek- endur. Enginn alþingismaður hefur treyst sér ul þess að taka málstað þeirrar stéttar, sem þó heldur uppi, af bjart- sýni einni saman, tilraunum til at- vinnureksturs og atvinnusköpunar, sem jafnharðan er reynt að koma á kné af ýmsum hagsmuna- og þrýsti- hópum og „barbavísum” þeirra á Al- þingi — því á Alþingi má finna full- trúa flestra — nema vinnuveitenda. Á rangri hillu Þegar betur er að gáð má furðu sæta að flestir þeirra alþingismanna, sem á Alþingi sitja telja sig fulltrúa einhvers ákveðins þjóðfélagshóps og finnst sem þeir séu bæði kallaðir og útvaldir til þess að gæta hagsmuna síns hóps. • Hagsmunir þjóðarheildarinnar fara fyrir ofan garð og neðan hjá þessum stjómmálamönnum. Þeir eru ekki margir á Alþingi fslendinga, sem telja má í þeim hópi, sem eru sannir stjómmálamenn og láta „hagsmuna- hóps-aðferðina” lönd og leið, en halda hverju máli utan við ríg og deilur milli þjóðfélagshópa. — Þó era þeir til, og þeir hinir sömu skera sig líka úr hvað framkomu og mál- flutningsnertir. Út yfir allan þjófabálk tekur og sú staðreynd sem orðin er að eins konar hefð hér á landi, að við skipan ráð- herra 1 embætti er eins og hyllzt sé til þess að þeir sem þau embætti skipa hafi alls enga þekkingu á þeim mál- um, sem þeir eiga að annast. Sér- sett með lífeðlisfræðinginn sem land- búnaðarráðherra og rafmagnsverk- fræðinginn sem orku- og iðnaðarráð- herra. Sjávarútvegsráðherraembættið er svo skipað öðram verkfræðingi — og félags- og tryggingaráðherra er sér- fræðingur í símamálum! — Við- skipta- og bankamálaráðherraemb- ættið er skipað manni sem árum saman hefur barizt hvað ákafast gegn frelsi í peninga- og viðskiptamálum í landinu. Og hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að á aðalfundi Kaup- mannasamtaka íslands árið 1979 sætu íslenzkir kaupmenn og horfðu í Geir R. Andersen

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.