Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979. 9 Erlendar fréttir REUTER Heims- fréttir f stuttu máli Salisbury: Ródesíski þjóðarflokkur Ians Smith forsætisráðherra virðist munu vinna öll þingsæti hvítra í þingkosn- ingum, sem nú fara fram til þings landsins en meirihluti þingmanna er svartir menn. Eftir að kosningu lauk í nótt fékk flokkur hans þrjú af fjórum viðbótarþingsætum og talið var að hann fengi það fjórða en taln- ingu lýkur í dag. Kaíró: Búizt er við að Sadat, forseti Egyptalands, muni tilkynna í dag, að gengið verði til þjóðaratkvæðis um friðarsáttmálann við Israelsmenn. Sáttmálinn var samþykktur á þingi landsins í nótt með 329 atkvæðum gegn 13 eftir 25 stunda fund. Washington: Carter Bandaríkjaforseti hefur lagt á það áherzlu í ræðu að finna verði nýja orkugjafa og varaði hann olíu- félögin við ströngum aðgerðum stjórnvalda, ef þau notuðu ekki hluta af ágóða sínum til þess að fjármagna frekari leit að olíu og gasi. Róm: Tilkynnt hefur verið að efnt verði til þingkosninga á Ítalíu dagana 3. og 4. júní nk. Ríkisstjórnin féll á van- trauststillögu sem borin var fram 31. marz sl. og Sandro Pertini, forseti leysti þingið frá störfum eftir að til- raunir til stjórnarmyndunar fóru út um þúfur. Washington: Carter Bandaríkjaforseti sagði á fundi með fréttamönnum í gær, að enn væru nokkur atriði í væntanleg- um afvopnunarsamningi við Sovét- menn sem skoða þyrfti nánar, áður en hægt væri að undirrita samning- inn. Hann lagði þó áherzlu á, að báðir aðilar nálguðust takmarkið. Vínarborg: Fréttir hafa borizt um mikinn elds- voða í Búkarest i Rúmeníu. Kviknaði í stóru vöruhúsi en tölum um látna ber ékki saman. Að sögn stjómar- valda létu þrír menn lífið en slökkvi- liðsmenn segja að a.m.k. 40 manns hafi farizt í eldinum. Eldur varð laus í vöruhúsinu skömmu eftir að það hafði verið opnað í gærdag. Nicosia: Spyros Kyprianou, forseti Kýpur, og Rauf Denktash, leiðtogi Tyrkja á eynni, munu eiga fund um deilumál þjóðarbrotanna í næsta mánuði. Fundur þessi er haldinn að tilhlut- ann Kurt Waldheim, aðalritara Sam- einuðu þjóðanna. Lima: Nítján blaðamenn í Perú létu af hungurverkfalli, sem staðið hefur i átta daga, eftir að herforingjastjóm landsins lofaði, að útgáfa tíu dag- blaða sem bönnuð hafði verið yrði leyfðá ný. Los Angeles: Réttarhöldum í máli fyrrverandi sambýliskonu leikarans Lee Marvin gegn honum, þar sem hún krefst 1.75 milljón doilara bóta fyrir heitrof, lýkur í dag eftir vitnaleiðslur sem staðið hafa í rúman mánuð. Spánn: 45 börn drukkna —voru á heimleið úr skólaferðalagi Björgunarsveitir vinna enn að þvi að reyna að ná upp líkum 50 manna, þar á meðal 45 barna, sem drukknuðu í gær, er fólksflutninga- bifreið féll af brú í á, skammt frá borginni Benavente á Spáni. Bifreiðinerennáumátta metra dýpi og unnu björgunarsveitir og kafarar í nótt í skini leitarljósa við að reyna að ná hinum látnu út úr bifreiðinni. Níu börn og ungur hermaður sem fékk far með bif- reiðinni komust lífs af. Munu þau hafa verið framarlega í bílnum og hafa tekizt að synda út um brotna glugga á honum, og var þeim hjálpað af ungmennum úr ná- grenninu, sem sáu bifreiðina falla. , Börnin og kennarar þeirra voru á heimleið til þorpsins Vigo i Galasíu eftir páskaferðalag til Madrid og fleiri staða. Að sögn sjónarvotta var bif- reiðin á hægri ferð á brúnni þegar ökumaður missti stjórn á henni. Rakt hún utan í handriðið, rann yfir til hinnar hliðar brúarinnar og féll í ána. Samgönguráðuneytið hefur þeg- ar fyrirskipað rannsókn á slysinu, sem er hið versta af nokkrum slíkum á Spáni á undanförnum árum. Fyrir aðeins fjórum mánuðum létu 30 börn lífið er skólabifreið var ekið í veg fyrir járnbrautarlest, skammt frá Salamanca. Harmi slegnir foreldrar barnanna komu til slysstaðarins strax og fréttir af slysinu bárust. öll börnin, á aldrinum 11 til 14 ára, voru í sama barna- og unglinga- skólanum í Vigo. Hermaðurinn ungi sagði við fréttamenn: „Ég gleymi aldrei ópunum í börnunum, er bíllinn féll í ána.” Hann sagði að hann gæti ekki skilið, hvers vegna það hefði gerzt. Búizt var við Sofíu Spánar- drottningu til staðarins síðar í dag til þess að tala við foreldra barnanna og þá er komust lífs af. Damour, Líbanon: ísraelskar herþotur gerðu árás á tvö sjávarþorp í nótt, trúlegast í hefndarskyni fyrir sprengjutilræði á markaðstorgi i Jerúsalem i gær. Hafa samtök skæruliða Palestínuaraba lýst sig ábyrga fyrir því. Segir í tilkynn- ingu yfirvalda í Líbanon, að óttazt sé, að fjöldi manns hafi látið lífið í loftárásum þessum. Árásin á borgina Damour var gerð rétt fyrir dögun og þykja ísraelsmenn hafa höggvið nærri höfuðborginni, Beirút, en Damour er rétt sunnan við hana. Talsmaður ísraelsstjórnar í Tel Aviv sagði að árásinni hefði verið beint að stöðvum Palestínuskæru- liða. PlflStlM llf PLASTPOKAR O 82655 Opal hjf. Skipholti 29.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.