Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 12
12 Breið snjódekk—i G-60-14 ásamt 165x13 BR. 78x13 B. 78x14 DR. 78x14 ER. 78x14 195/75RX 14 205/70RX 14 FR. 78x14 HR. 78x14 600x15 F. 78x15 FR. 78x15 GR. 78x15 HR. 78x15 LR. 78x15 Póstsendum Nýkomin amerísk dekk á mjög hagstæöu verði GÚMMÍVINNUSTOFAN SKIPHOL7735 - SÍMI31055 SKYNMMYNDIR Vandaðar litmyndir i öll skirteini. bama&fjölsk/ldu- Ijðsmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 PUIXO STAÐUR HINNA VANDLÁTU The Bulgarian Brothers skemmtamatargestum okkar. /■ DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979. .. Aðfátónverk kbeðskerasaumað Tríóið og tónskóldið Speight. Tónleikar að Kjarvatestööum sunnudag 8. aprfl. Flytjendur: Sveinbjörg Vilhjáimsdóttir, píanó, Einar Jóhannesson, klarínetta, Hafstekin Guðmundsson, fagott. Efnteskrá: Boethoven, Dúó fyrir klarinettu og fagott; John Speight: Verses and Cadensas fyrir ptenó, klarinettu og fagott, samið sárstak- lega fyrir flytjendur og frumflutt á þessum tón- leikum; Francis Poulenc: Sónata fyrir klarí- nettu og fagott; Mihail Glinka: Sveitatrfó fyrir ptenó, klarinettu og fagott. Misjafn undirbúningur Það var einkum frumflutningur tónverks sem dró mig á tónleikana. Hálfklaufalega var að tónleikum þessum staðið, þannig að engin boð bárust um að koma en aðeins frétta- tilkynningar sendar fjölmiðlum. Slík atvik sanna aðeins að tímabært er orðið að á laggirnar verði sett einhver skrifstofa eða fyrirtæki sem annist undirbúning tónleika. Það ætti að vera óþarfí fyrir listamenn að vera hlaupandi út um allan bæ í alls kyns „reddingum” síðustu dagana fyrir hljómleika. Listrænn undirbúningur tónleika er alveg nógu krefjandi og á að fáaðsitja í fyrirrúmi. Allir eru flytjendurnir menntaðir listamenn og búa yfir nægri kunnáttu og tækni til að flytja viðfangsefni tónleikanna, en heldur virtist undir- búningur vera misjafn eftir verkum. Ég held, til dæmis, að misráðið hafi verið að hafa Beethovendúóið á efnisskránni. Beethoven á betra skilið en að kastað sé til höndum í undir- búningi flutnings verka hans. Auk þess finnst mér leikstíl! Einars Jó- hannssonar ekki falla að Beethoven, en það er mín sérviska. Athyglisvert tónskáld Hápunktur tónleikanna var að sjálfsögðu „Verses and Cadensas” kostum og þá sérstaklega Einar. Hann fékk þarna að beita sérstæðri yfirblásturstækni, ekki ósvipaðri þeirri, sem nútíma blokkflautuleikar- ar beita gjarnan. Á klarínettunni hljómar þetta þó svolítið framandi vegna hinnar sérstæðu yfirtónaraðar hennar. Þetta er ágætt verk, sem von- andi verður oftar leikið. Þau tviléku fyrir klarínettu, fagott og píanó eftir John Speight. Verkið er beinlínis klæðskerasaumað fyrir flytjendurna. Ég hef ekki heyrt verk eftir þennan geðþekka unga Breta áður en hér er á ferðinni tónskáld sem sannarlega er vert að gefa gaum. Andstætt svo mörgum nútímahöfundum, sem semja verk sín við slaghörpuna og umskrifa síðan fyrir hljóðfærin, skrifar hann verkin beint fyrir við- komandi hljóðfæri og reyndar í þessu tilfelli fyrir viðkomandi hljóðfæra- leikara. Verkið er áheyrilegt og fremur einfalt, byrjar og endar á sama versi, þar sem sérkenni hvers flytjanda fá að njóta sín, strax í upp- hafi. í „cadensunum” fóru þau á reyndar verkið og var það vel til fundið. Poulenc sónatan tók Beet- hovendúóinu fram i flutningi þeirra félaga (þar kom að þvi). Það er lítið rússneskt að heyra í sveitatríói Mihails Ivanovitsj Glinka, þótt hann sé gjarnan talinn fyrst? þjóðlega, rússneska tónskáldið. Ég get heldur ekki að því gert að mér finnst alltaf eins og hann hljóti að hafa umskrifað fiðlu og celloraddir fyrir klarínettu og fagott. Þau léku þetta hressilega og náðu á köflum góðum samleik. Hefðu þau aðeins vandað jafnt til undirbúnings öllum verkunum á efnisskránni hefði ég orðið verulega ánægður með tónleika þessa. -EM’ Þorrablót í Washington — íslendingafélagið þar 10 ára íslendingafélagið í Washington hélt sitt 10. þorrablót þann 10. marz sl. Var það fjölsóttasta þorr.ablót sem félagið hefur haldið og mættu um 310 manns. Formaður félagsins er Laufey Árnadóttir. í tilefni tíu ára afmælis félagsins lét Laufey baka 100 punda vínartertu og lét skreyta hana með landakorti af íslandi. Hljóm- sveit Hauks Morthens spilaði.til kl. 2 eftir miðnætti og er þetta annað árið, sem sú hljómsveit spilar á þessu þorrablóti. Sigurður Hannesson spilaði á harmóníku og var tekið undir lagið með miklum krafti og gleðskap. íslendingafélagið sendir hjartans kveðjur til allra á íslandi. Frú Ástriður Andersen og frú Ágústa Thors skera fyrstu sneiðamar af kök- unni og frú Laufey horfir á.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.