Dagblaðið - 11.04.1979, Page 6

Dagblaðið - 11.04.1979, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979. Ýta og hanga á kassa- bflum frá Hveragerði til Kópavogs — Skátar á Stór-Reykja- víkursvæðínu með nýstárlega f jársöfnun fyrir Kópavogshæli Það verður áreiðanlega mörgum forvitnilegt að sjá skáta á Stór-Reykja- víkursvæöinu ýta og hanga utan á fjórtán kassabilum frá Hveragerði til Kópavogshælis. Þetta ætla skátarnir að gera um helgina 26.-27. maí nk. og afla með þessu framtaki sínu fjár til vistmanna Kópavogshælis. Verður það fé, sem skátarnir safna með áheitum fólks og tengd verða ekinni vegalengd kassabílanna svo og með auglýsingum á kassabílunum, látið renna í bílasjóð hælisins og er það von skátanna að vistmenn eignist eigin bíl til sameigin- legra afnota. Það eru dróttskátasveitir i Reykja- vik. Garðabæ, Hafnarnrði, Kópavogi, Mosfcllssveit og Seltjarnarnesi sem að kassabílaakstrinum standa. Hver sveit kemur með einn bíl til keppninnar. Vegalengdinni, sem er um 50 km er skipt í 6—10 einingar eða kafla. Á hverjum kafla verða þrír hinir sömu að ýta og aka bílnum og sami maður að sitja við stýrið milli stöðva. Á stöðvun- um má hins vegar skipta um áhafnir á kassabílunum. Skátasveitunum er í sjálfsvald sett hvernig bílarnir verða, en uppfylla verður skilyrði um 2ja fermetra auglýsingapláss á hverjum bíl. Á honum verða og að vera ljós og hemlar og pallur sem mennirnir þrír er ýta hverju sinni geta stokkið upp á er bíllinn rennur niður í móti. Skátarnir munu safna áheitum meöal almennings varðandi aksturinn. Greiða þeir sem vilja vera með 5 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra. Ef allir bílarnir 14 komast á leiðarenda verða eknir 700 km og hámark áheitis því 3500 krónur. Heita skátarnir á stuðning alls góðs fólks til hjálpar við aðstoð við vistfólk Kópavogshælis, en í bílamálum hælisins kreppir skórinn verulega að, og litlar vonir um úrbætur nema með almennu átaki. -ASt. Smíði kassabíls dróttskátasveit- arinnar i Mosfellssvcit var ekki langt komin — og þó. Grind bílsins var komin saman, með afmörkuðu ekils- rými og palli aftast fyrir þá þrjá sem ýta hverju sinni. Á grindina vantar nú lítið annað en spjöldin fyrir auglýsingarnar. En svo er það hjólaút- búnaðurinn. Hann fengum við ekki að sjá þar sem billinn var i smiðju í Víðinesi. Hjólaútbúnaðurinn sem allt veltur á, er enn sem komið er, hernaðarleyndarmál bílasmiðanna þriggja, þeirra Indriða Jónssonar, sem situr við Stýrið, Stefáns Jónssonar, sem er á paliinum og Hermanns Sigursteins- sonar, sem vantar á myndina. Indriði er reyndur kassabilasmiður. DB-mynd Bjarnleifur. Morðmálið á Hverfisgötu: Yfirheyrslum yfir sambýlis- konunni lokið „Það breytir ekki miklu, þó Hæstiréttur hafi stytt varðhaldsúrskurð yfir sambýliskonu Svavars Sigurðssonar um tvær vikur,” sagði Þórir Oddsson vararannsóknarlögreglustjóri. „Sam- býiiskonan var í langri yfirheyrslu í fyrradag og ég tel að yfirheyrslum yfir henni sé að mestu lokið.” Ekki vildi Þórir segja neitt um ástæðu fyrir 5 klukkustunda bið frá verknaðinum, sem unnin var, þar til lög- reglu var gert viðvart, en kvað þá skýringu fengna. Er verknaðurinn var framinn var önnur kona í íbúð hins myrta auk sam- býliskonu hans og banamanns. Sú kona gaf ýtarlega skýrslu nóttina eftir at- burðina, að sögn Þóris, og hefur ekki þótt ástæða til að yfirheyra hana frekar. _______________________-ASt. Ónýta olíumölin ekkikeyptaf Olíumöl hf. I frctt í DB i gær om ónýta olíumöl á isafirði slæddist inn sá vondi mis- skilningur, aö oliumölin hafi veriö keypt af Olíumöl hf. Hið rétta er, að ónýta olíumölin var blönduð og unnin heima á ísafirði, en fram að þeim tima hafðii verið keypt af Olíumöl hf. Sú'möl reyndist prýðileg og ekkert yfir hennf kvartað. DB biðst afsökunar á þessum misskilningi -ÓV. Á sýningunni verða allir kraftmestu kvartmflubflar landsins. Kvartmfluklúbbur- inn með bflasýn- ingu um páskana Um páskana gengst Kvartmílu- klúbburinn fyrir mikilli bílasýningu í Sýningahöllinni við Bíldshöfða. Á sýningunni verða allir fallegustu og kraftmestu kvartmilubílar landsins. Einnig verða á sýningunni sérsmíðaður keppnisbill frá Svíþjóð. Þá verða á sýningunni allir helztu torfærujeppar landsins, virðulegir gamlir bílar og rallíbílar. Tízkusýningar verða fyrir alla fjölskylduna, grínistarnir lands- frægu Halli og Laddi koma á sýninguna. Verða þeir með sérsamda kvartmíludagskrá sem verður frumflutt á sýningunni. Komið verður upp hringlaga akstursbraut þar sem yngri sýningargestirnir geta reynt aksturs- hæfileika sína I rafmagnsbilum og fyrir þá alyngstu verður barnagæzla. Sýningin verður opnuð annað kvöld kl. 19.00. GAJ/DB-mynd RagnarTh. Skeiðamenn vilja leggja út ífyrstu hitaveitu í dreifbýli — Telja nýuppfundin plaströr og hátt olíuverð gefa fyrirtækinu góðan byr „Það er mikill áhugi meðal fólks hér í Skeiðahreppi að kannaðir verði möguleikar á að leggja hitaveitu til þeirra bæja, sem ekki hafa hitaveitu þegar,” sagði Jón Eiríksson, oddviti Skeiðahrepps í samtali við DB. „Forsendur slíkrar könnunar eru aðallega þrjár. Hækkað olíuverð, ný hitaþolin plaströr frá Reykjalundi sem gjörbreyta viðhorfi til hitaveitna, þar sem rörin þola allt að 80° hita og siðast en ekki sizt þéttbýli sveitarinnar.” Jón kvað jarðhitabelti með heitum laugum með 60—70° heitu vatni liggja í beinni línu gegnum Skeiðahrepp. 1950 var borað við skólahúsið í Brautarholti og íéngust þar 5 sekúndulítrar af 73° he; u vatni. Dugði það fyrir skólann, s iaug og þrjú íbúðarhús sem þar e uogerþarennónýtt vatn. Síðar var borað við Ósabakka og fékkst þar hálfur annar sekúndulítri af 58° heitu vatni. Dugði það fyrir bæina þrjásem þareru. Samkvæmt mælingum Orku- stofnunar, var talið að vatns væri von við Ólafsvallabæina, sem eru sex í þyrpingu. Var þar borað fyrir tveimur árum, en árangurvarðenginn þó farið væri niður á 1000 metra dýpi. Mælingar Orkustofnunar sýndu hitaskil í jörðu, að sögn Jóns oddvita, en er búið var að bora kom í ljós að þarna var saltlögur, sem gefur sömu virkni á mæla og hitaskil gera. Urðu þetta Skeiðahreppsbúum mikil vonbrigði því Orkustofnun var búin að reikna með að þarna væri heitt vatn, sem myndi nægja vesturhluta sveitarinnar og upphluta Hraungerðis- hrepps að auki. Loks var gerð tilraun til borunar á Blesastöðum fyrir alllöngu. Þar varð aldrei komizt niður fyrir 200 metra því fóðring mistókst og borun var hætt. Jón oddviti sagði að hann væri búinn að kynna vilja hreppsbúa iðnaðarráðherra og embættismönnum iðnaðarráðuneytis. Vilja hreppsmenn eindregið að athugun fari fram á frekari jarðborunum og hagkvæmnis- útreikningar fari fram á jarðhitanýt- ingu og húsahitun meörafmagni. Jón kvað það trú margra að jarðhitasvæðið í Skeiðahreppi væri framhald jarðhitasvæðis í Biskups- tungum, en það er rakið til Langjökuls. í Skeiðahreppi er iarðhiti á Reykjum, Brautarholti.Húsatóftum og Hlemmi- skeiði. Þar væri þegar eitthvað af ónýttu heitu vatni sem hugsanlegt væri að nýta nú þegar en einnig virtust góðar líkur til að fá mætti meira heitt vatn á Húsatóftum með borun. Skeiðamenn eru þekktir fyrir sameiginleg átök til framfara í sveit sinni. Hafa þeir m.a. lagt vatnsveitu til allra bæja í hreppnum nema tveggja og er það fatn fengið í Vörðufelli, sem er stolt sveitarinnar. -ASt. Falsaðurlóns Sigurðssonar peningur kom- inn í umf erð — skiptimarkaður saf nara Vart hefur orðið við falsaðan Jón Sigurðsson gullpening í umferð. Þetta er peningurinn, sem sleginn var 1961. Gullpeningurinn ófalsaður er nú virtur á 100 þúsund krónur hjá mynt- og frímerkjasölum. Eintak af hinum falsaða peningi verður til sýnis á skiptimarkaði, sem Myntsafnarafélag íslands og Félag islenzkra frímerkjasafnara efna til næstkomandi laugardag. Gefst almenningi kostur á að fá mat sérfræðinga , lagt mat á ýmsa söfnunarmuni, auk myntar og frímerkja. Þarna verður hægt að sjá póstkort, hlutabréf, vöruávísanir, skömmtunarseðla, prjónmerki og ýmsa fleiri söfnunarmuni. Þá verður svonefnd „Jónsbók” til sýnis. Þess má geta, að þarna verður einnig hægt að sjá nýju íslenzku Evrópufrímerkin, sem gefin verða út hinn 30. apríl næstkomandi. Fyrsti skiptimarkaðurinn verður haldinn á Hótel Borg næstkomandi laugardag, sem fyrr segir. -BS. m ■ » Myndir af hinum falsaða Jóns Sigurðssonar gullpeningi. örvarnar sýna þá staði á peningnum, sem unnt er að sjá gallana i hinum falsaða peningi. Kynningarbæklingur Junior Chamber: Tröllasögur um drykkjuskap Út er kominn kynningarbæklingur um áfengisvandamáliö. Það er Junior Chamber, Reykjavík, sem gefur bæklinginn út. Tilgangurinn með út- gáfunni er að: 1. Vekja almenning til umhugsunar og umræðu um þær válegu afleiðingar sem misnotkun á- fengis hefur í för með sér. 2. Benda áfengissjúklingum og aðstendendum þeirra á þá möguleika sem fyrir hendi eru til að fá aðstoð. 3. Upplýsa um þá möguleika sem áfengissjúklingar hafa til þess að ná afturbata. Hilmar Helgason, formaður S.Á.Á, fagnar útkomu bæklingsins í inngangs- orðum. Hann segir meðal annars að hann sé „sverð gegn vankunnáttu og fordómum, auk þess sem hann upplýsir helztu einkenni sjúkdómsins alkóhólisma.” Hann segir það staðreynd, að sjúkdómurinn berji að dyrum hverrar einustu fjölskyldu í landinu. ,,Og þegar kallið kemur, getur hann vissulega hjálpað þér til að hjálpa öðrum,” segir Hilmar að lokum. -GAJ-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.