Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979. VEGANESH TIL FRAMHDAR — sýning Leikfélags Sandgerðis á Á yztu nöf 13 „Tjaldið lyftist. Stólar, bekkur, borð, til beggja handa dyr en gluggi í stafni.” Þessi einfalda lýsing skálds- ins góða á leiksýningu gat vel átt við það kjarkleysi sem lengi ríkti í verk- efnavali Suðurnesjamanna sem lögðu stund á leiklist. Með nýjum mönnum í forustu, nýjum leikfélögum og ekki síst áræðnum og dugmiklum leik- stjórum, hefur kjarkleysið, sem nán- ast var orðin hefð, verið brotið á bak aftur. Það tókst með uppfærslum leikfélaganna á Suðurnesjum, á Fjalla-Eyvindi í Grindavík, Tobacco Road í Keflavík, Sjö stelpum í Garð- inum og Á yztu nöf í Sandgerði. Þess má reyndar geta að uppfærslur leik- félaganna á Suðurnesjum eru orðnar sex, ásamt einni bókmenntakynn- ingu. Þjóðleikhúsið hefur á sinni stefnu- skrá að færa leiklistina út í dreifbýlið með leikflokkum sem ferðast um landið og sýna frá yztu nesjum og upp til dala, eftir því sem bezt verður við komið. Nokkur tröppugangur hefur verið á þeirri þjónustu við dreifbýlið, en hinu er vert að gefa nánari gaum, hvort það þjóni ekki svipuðum tilgangi að senda góða krafta til að vera áhugamönnum úti á landsbyggðinni til leiðbeiningar við uppfærslur á leikverkum? Stoðum undir þá kenningu rennir sýningin í Sandgerði á sjónleiknum Á yztu nöf eftir Thornton Wilder, sem Gunnar stólar eru sóttir fram í áhorfendasal- inn og talað er um að taka millihurðir af hjörum og kasta þeim í eldinn. Ólafur Gunnlaugsson og Nína Sveinsdóttir fara með hlutverk Andróbushjónanna í þessum þætti. Ólafur með rösklegum tilþrifum og hún með innilegum leik venjulegrar húsmóður, sem æðrulaus tekst á við aðsteðjandi vanda. Smærri hlutverk- in voru líka vel af hendi leyst, ekki sízt sýningarstjórinn Óskar Guðjóns- son, sem Óskar Guðjónsson lék gegn- um alla þættina af stakri prýði. Gunnar leikstjóri hafði nefnilega þann háttinn á að skipta um leikend- ur í hverjum þætti. Andróbushjónin voru því í nýjum höndum í öðrum þætti, sem nefnist Flóð og gerist á Þingvallavatni eftir fimm þúsund ára hjónaband Andróbusar og konu hans. Yfirskrift þáttarins er Njóttu lífsins og vellystingarnar eru farnar að hafa áhrif á siðferðið, svo Andró- bus, leikinn af Heimi Morthens, vill skilja við eiginkonuna, leikna af Sæunni Guðmundsdóttur. Hann hefur fallið fyrir ungfrú ísland, Sabínu, leikinni af Katrínu Árna- dóttur. Heimir lýsir vel hvernig Andróbus lætur narrast af ástinni og Sæunn var eðlilega umburðarlynd þegar hún mátti þola v’ixlspor eigin- mannsins og beið efdr að hann lyki sér af við seyðandi hjónadjöfulinn, sem Katrín skilaði vel. Dóttirin Gyða ávann sér hylli með innilegum leik. Skipt er um leikendur t hverjum þætti verksins. Eyjólfsson leikarí við Þjóðleikhúsið færði upp af miklum dugnaði. Réðst hann ótrauður i að sýna Suðurnesja- mönnum verk sem var frábrugðið því sem þeir áttu að venjast í sviðsetn- ingu — erfiðara — dálítið torskilið og vakti menn til umhugsunar um boðskapinn sem það flutti — gerði meiri kröfur til leikenda en áður. Auðvitað kostaði þetta vinnu og aftur vinnu en sá skóli sem Gunnar veitti leikendum verður þeim gott veganesti til framtíðarinnar, það bar sýningin vott um. Ekki var laust við að áhorfendur settu upp undrunarsvip í Félagsheim- ilinu í Sandgerði í enduðum marz- mánuði, þegar Sabína tilkynnti áhorfendum að nú ætti að fara að æfa leikrit. Hún var kannski full óða- mála til að menn áttuðu sig á hvað í vændum væri, en í rauninni var þetta hún Kristbjörg Ólafsdóttir sem flutti töluna. Leikurinn var staðfærður og gerist fyrsti þátturinn á ísöld, sem er að ganga í garð og hrollur fór um marga, enda kuldi og kafsnjór úti, svo þetta gat allt eins staðizt í ver- unni. Andróbushjónin (hann sem hefur fundið upp hjólið og margföld- unartöfluna) eru að taka á móti fólki sem flúið hefur úr hinum ýmsu lands- hlutum undan ísnum. Fólkið þarf mat og öllu lauslegu verður að brenna til að ylja upp húsakynnin, Hólmfríður Björnsdóttir var mikil- úðleg í hlutverki Emisöldru spákonu og krakkarnir sem dönsuðu og gerðu aðsúg að spákonunni hresstu upp á sýninguna. Höfundurinn var í fyrstu tveimur þáttunum að minna menn á náttúru- hamfarirnar sem gætu tortímt mann- kyninu, en i þeim þriðja hefur mann- kynið næstum því tortímt sjálfu sér í striði. Persónurnar koma ein af ann- arri upp á sviðið eftir sjö ára innilok- um og þrá frið, allt eins og það var bezt áður, meira að segja hádegis- verðarflautið hjá Miðnesi. Unnur Guðjónsdóttir fer með hlutverk Sabínu i þessum þætti. Er leikur hennar mjög sannfærandi í hlutverki dugmikillar konu sem vill taka til höndunum eftir sjö ára myrkur. Framsögn til fyrirmyndar og hreyf- ingar. Anna Petersen vinnur þarna sigur i hlutverki frú Andróbus, með sterkri innlifun, svo og Ómar Bjarn- þórsson í hlutverki Henrýs, ruglaða stríðsmannsins. Hvað er stríð annað en rugl? Ingibjörn Jóhannsson átti misjafna daga í hlutverki herra Andróbusar, góður á köflum, en ekki nógu líflegur í lokin. Höfundurinn skilur svo við leikinn að áhorfendum er tilkynnt að sýning- unni sé lokið, þeir megi halda heim, því fjórði þátturinn sé ósaminn, Framtíð mannkynsins. Nú, en síðan Þorskveiðibannið: Bátar frá Horni að Gerpi undanþegnir Þar sem hafís hefur hindrað veiðar báta fyrir Norður- og Norðausturlandi nú um alllangt skeið, hefur ráðuneytið ákveðið, að bátar skráðir í höfnum á svæðinu frá Horni austur að Gerpi, verði undanþegnir þorskveiðibanni nú um páska, enda hafi þeir tafizt frá veiðum í a.m.k. eina viku. Undanþága þessi tekur ekki til skut- togara og er bundin við veiðar á svæð- inu frá Horni að Gerpi og aðeins þá báta, sem í dag eru gerðir út frá höfn- um á áðurgreindu svæði. má reyndar ætla að fyrsta atriðið hafi þegar verið samið í Harrisburg. En það er önnur saga. Eigi mannkyn- inu að auðnast lengra líf á jörðu verður skynsemin en ekki vopnin að ráða ferðinni. Allir sem að sýningunni stóðu eiga mikið lof skilið fyrir frammistöðuna. Leikstjórinn, Gunnar Eyjólfsson, hefur unnið frábært starf og getur því glaður litið til baka. Vonandi geta Suðurnesjamenn horft vonglaðir fram á veginn í leiklistarmálum sínum með aðra eins hauka í horni og Gunnar, eða þá hans líka, ef þeir liggja á lausu, í leikhúsum höfuð- borgarinnar, eða fyrir austan fjall, þar sem Eyvindur Erlendsson býr, sá sem kom Sandgerðingum á sporið I fyrravetur. emm Leiklist Magnús Gíslason Sá skóli sem Gunnar Eyjólfsson leik- stjóri veitti leikendum veröur þeim gott veganesti til ffamtiðarinnar. DB-myndir emm SVRPU SKRPRR < MÖMMU SKÁPUR SR ORÐINN SVONA STÓR-EN BC PÉ-KK LÍKA SKÁP NÚPA ÍEM VÁR SETTUfí LPP MEÐ SKRÚFJÁRS/Í • M/NN EK MJ ÓR - OU VIÐ MÁluoun hannRAUÐAN! ALVEU EINS oc MéR F/NNir FALL£C,T. SYSTlfí MÍN KBNN- \Din\ér að raðaískáp/nJ HÚN RAÚAR EKkfRr NjÓC, VEL í SINNÁ SKAP. Bc RABA STUNDUM VEL FVRIR okkur báe>ar. það kemst auxí SKÁPANA, AF ÞYÍAö ÞAf) £R H£ST AB SETJA ALLAR HlLLURfíAR OC SLAfí- AIAR OC skUffurnar ÞAR S£M pasíak\ FYRÍR FÓT/N OC, DÓTÍB PABBI seCiR [ AC SVRPM SKkPARfíifí FARI VE.LME-8 FÖTHN OKMR OS vid förum lIka O/EL MEP Fdrifí OC DÓTIp OKFAR.j/ Hvaða stœrð hentar þér? I W<L- • L j llPÍGIl Wtw, in Ki s., w g' j ■ SYRPU SKÁPÁR eru einingar í ýmsum stœrðum. Takið eftir því hvað færanleiki skápanna og allra innréttinga þeirra gerir þá hagkvœma fyrir hvern sem er. Við sendum um land allt. Vinsamlegast sendiö mér upplýsingar um SYRPU SKÁPANA. □ □ □ \JJ m Skrifið greinilega. □ SYRPU SKÁPAR eru íslensk framleiösla. AXEL EYJ ÓLFSSON HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9 KÓPAVOGI SÍMI 43577

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.